Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 292
1998
30. KIRKJUÞING
32, mál
Bókanir í kirkju og safnaðarheimili á síðasta ári voru því sem næst daglega. í
Akureyrarkirkju er eitt stærsta pípuorgel landsins. Kóra - og tónlistarstarfið er
öflugt.
3. Akureyrarkirkja hefur meiri tengsl við kirkjumiðstöðina í Laxdalshúsi en aðrar
kirkjur. Þeir sem í Laxdalshúsi vinna, héraðspresturinn á Norðurlandi eystra og
fræðslufulltrúinn í Hólastifti, mæta á vikulega starfsmannafundi Akureyrarkirkju.
Það gerir ennfremur djákninn á Fjórðungssjúkrahúsinu.
4. Akureyrarkirkja er sóknarkirkja. Hún þjónar einni fjölmennustu sókn landsins.
Aðstaða til safnaðarstarfs er á margan hátt til fyrirmyndar í Akureyrarkirkju. Þó
háir það mjög starfinu, að sóknin er skuldum vafin vegna mikilla endurbóta og
viðhalds á kirkjunni nýverið auk nýbyggingar safnaðarheimilis. Einnig þurfti
nýverið nánast að endurbyggja pípuorgelið fýrir tugi milljóna.
Þar við bætist, að ofangreindri sérstöðu kirkjunnar fýlgja óhjákvæmilega töluverð
fjárútlát.
Akureyrarkirkja nýtur ekki sérstaks stuðnings þjóðkirkjunnar vegna sérstöðu
sinnar. Sóknamefiid verður því að seilast í sjóði safnaðarins til að mæta þeim
kostnaði, sem hlýst af því hlutverki Akureyrarkirkju, að vera meira en
sóknarkirkja.
Enrrfremur má geta þess, að í Akureyrarsókn eru auk Fjórðungssjúkrahússins
fjölmennir framhaldsskólar og háskóli. Þeim stofhunum þarf að sinna betur en gert
hefur verið.
Akureyrarkirkja hefur ekki sjálf valið sér það hlutverk, að vera höfuðkirkja. Hún
hefur ekki skipað sér sjálfri í hefðarsæti.
Aðstæðumar em einfaldlega þær, að kirkjan hefur stöðu, sem er langt umfram það
að vera sóknarkirkja.
Akureyrarkirkja má á hinn bóginn alveg vera höfuðkirkja og hún sómir sér vel
sem slík.
Sóknamefhd Akureyrarkirkju, prestar og annað starfsfólk er reiðubúið að axla þá
ábyrgð, sem fýlgdi því, ef kirkjan yrði ein af höfuðkirkjum íslensku
þjóðkirkjunnar í orði og á borði. Hitt er því mikilvægast, að Akureyrarkirkja er
sóknarkirkja. Vandi fýlgir vegsemd hverri, Það er álit sóknamefhdar og presta
kirkjunnar, að Akureyrarkirkja hafi nú þegar tekist á við vandann, sem fýlgir því
að vera höfuðkirkja, án þess að njóta tilhlýðilegrar vegsemdar og viðurkenningar
kirkjuyfirvalda.
Vísað til fjárhagsnefhdar.
Frsm. Helgi K. Hjálmsson.
Nefndin leggur til að tillagan verði svohljóðandi.
Kirkjuþing 1998 leggur til að tillaga um að Akureyrarkirkja verði ein af höfuðkirkjum
íslensku þjóðkirkjunnar verði vísað til kirkjuráðs.
287