Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 293
1998
30. KIRKJUÞING
33. mál
TILL AG A
til þingsályktunar um vímuefnavarnarstefnu þjóðkirkjunnar.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. Helgi K. Hjálmsson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir skýrsluum vímueíhavamarsteíiLuþjóðkirkjunnar.
V ímuefhavandinn.
. Stefha Þjóðkirkjunnar.
I. Þjóðkirkjan og vímuefhavandinn.
Trúin á Guð og trúin á manninn.
Kristin trú gengur út frá þeirri jákvæðu játningu að maðurinn sé skapaður í
Guðs mynd sem karl og kona. Sú sýn er í senn fogur og uppörvandi. Kristin
trú boðar að Guð hafi tekið sér stöðu við mannsins hlið í Jesú Kristi. Þar
birtist Guð sem bróðirinn, vinurinn, huggarinn, læknirinn, ffelsarinn. (1.
Mós 1.26, Jóh 1.14, Lúk 19.10, Matt 9.20-22). Umhyggja Guðs fýrir manninum og
gjörvallri sköpun hans er sem rauður þráður í Biblíunni. Guð reisir við hið brotna og
bindur um hið limlesta. Hin jákvæða sýn á rætur í sköpunarsögunni. A krossinum
gefur hann son sinn sem sektarfóm fýrir heiminn. Jesús, Guðssonurinn, leiddi í ljós þá
elsku sem sigrar allt. Sú trú er afl í baráttu við böl og þjáningu í föllnum heimi syndar
og svika, lævísi og lífsflótta. (Ef 2.8). Veröldin er vettvangur sköpunar og
endurlausnar. Þar er öllum falið hlutverk: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan
þig. Elskið hvert annað. (Matt 22.39, Jóh 13.34). Kirkjan hefur það hlutverk að boða
Guðs orð svo að það verði raunverulegt og lifandi í lífi safoaða og einstaklinga. Hún
stendur ffammi fýrir sama verkefni og Jesús forðum: Að flytja fátækum gleðilegan
boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra
náðarár Drottins. (Lk 4.18-19) Hér er slegið á strengi vonar og nýs upphafs. Miskunn
Drottins er ný á hverjum morgni. Þess vegna gefst kirkjan aldrei upp í viðleitni sinni
til þess að rétta hag þeirra sem standa höllum fæti. Boðskapur Jesú Krists og kraftur
heilags anda megnar að leiða menn ffá myrkri til ljóss. (Jóh. 8.12)
Viðhorf til fíknar.
Maðurinn er skapaður til samfélags við Guð. Hann á ekki að hafa aðra guði,
ekki láta eyðandi öfl fá vald yfir sér. Vímuefhaneysla er alvarlegt mein í
íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan tekur undir viðhorf Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) ffá 1955 þar sem alkohólismi er skilgreindur
sem sjúkdómur og byggir viðhorf sitt til hverskonar fiknar á þeirri greiningar- og
meðferðarþróun sem í kjölfar hennar hefur siglt á sviði læknisfræðinnar. Hún fagnar
þróttmiklu starfi samtaka sem vinna gegn vímuefhaneyslu og þeirra sem veita sjúkum
meðferð og vill taka höndum saman við þá í baráttunni fýrir heilbrigðara þjóðfélagi.
Jafnframt þakkar Þjóðkirkjan viðleitni hins opinbera í þessu efni en hvetur ríki og
sveitarfélög enn til dáða. Þjóðkirkjan tekur einnig eindregna afstöðu gegn
tóbaksreykingum þar sem leitt hefur verið í ljós hversu heilsuspillandi þær eru og
jafnframt að þær geta myndað undirstöðu annarar fíknar. Auk þess leiða reykingar
óásættanlega hættu yfir nærstatt fólk. Þjóðkirkjan styður eindregið það starf sem
unnið er til að andæfa og útrýma reykingum.
288