Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 294
1998
30. KIRKJUÞING
33. mál
Það er kunnara en frá þurfi að segja að bein tengsl eru á milli glæpa og afbrota af
ýmsu tagi og vímuefnaneyslu. Vonbrigði, reiði, öfund, rótleysi, kvíði og vonleysi eru
meðal fylgifiska vímunnar. Ávextir kristinnar trúar eru hins vegar allt aðrir: Gleði,
fómfysi, festa, æðmleysi og bjartsýni (Gal 5.22-23).
II. Kirkjuleg þjónusta.
Þjóðkirkjan hefur tekist á við vandamál vímuefnaneyslu með prédikun, fræðslu,
sálgæslu og fýrirbæn. Starfsfólk hennar, prestar, djáknar og fleiri, hafa mikið á sig
lagt til þess að hjálpa einstaklingum til þess að finna leið til bata og stutt fjölskyldur
þeirra margvíslega. Ennfremur hefur félagsstarf sem sty'ður þá sem glíma við vandann
átt greiðan aðgang að safhaðarheimilum víða um land. Kristileg mótun, trú og
bænalíf, em grundavallaratriði í forvömum sem úrlausnum og rétt að benda
sérstaklega á bama- og unglingastarf kirkjunnar í því sambandi. Heilbrigð fjölskylda
er mikilvægur jarðvegur heilbrigðs persónuþroska. Þjóðkirkjan hefur birt í
fjölskyldustefnu sinni vilja til þess að veita fjölskyldunni stuðning og ítrekar það
sérstaklega í þessu samhengi. Kirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í eflingu heilbrigðis
og hamingju. Reynsla margra sem glíma við fíkn sína er sú að trúin skipti mestu máli
til að öðlast ffelsi frá vímunni. Kirkjuleg þjónusta er innt af hendi á þremur sviðum
sem em nefnd: Helgihald, fræðsla og kærleiksþjónusta. Öll þjónusta Þjóðkirkjunnar
hefur í sér fólgið, annað hvort eða hvort tveggja í senn, forvamargildi og hjálp í
vanda. Brýnt er að starfsfólk Þjóðkirkjunnar beiti sér markvisst í starfi sínu í
baráttunni við vímuefnavandann.
í helgihaldið sækir fólk trúarstyrkingu, leiðsögn og fýrirbæn. Þar er unnið
uppbyggingarstarf sem tekur bæði til andlegrar eflingar einstaklingsins sem og til
samfélagseflingar. í helgihaldinu felst því mikilvægt tilboð til þeirra sem berjast við
fíkn sína og hafa misst af félagslegum tengslum vegna neyslu sinnar. I prédikuninni
felst í senn leiðsögn og hvatning og í fyrirbæninni og máltíð Drottins gefast fólki
tækifæri til þess að bera vanda sinn fram fyrir þann Guð sem elskar syndarann og á
mátt til þess að brjóta hlekki sem mönnum reynist oft um megn. Með boðunarstarfi
sínu hafa prestar umtalsverð áhrif á almenningsálitið og einnig stjómvöld.
Á ffæðslusviðinu er unnin mikilsvert forvamarstarf. Böm ffá leikskólaaldri til
unglingsára fá ffæðslu sem að haldi kemur ekki síst í baráttunni við vímuefnavandann
síðar á lífsleiðinni. í foreldrastarfi sem er í vexti hvarvetna miðlar kirkjan
uppeldislegum gildum og beinni aðstoð við foreldra í afar mikilsverðu uppeldisstarfi
þeirra. Þetta hefst á grundvelli skímar bamanna þar sem mikilvægt tækifæri skapast
til endumýjunar kynna við foreldrana með það að markmiði að skapa tengsl við
safnaðarstarfið og styrkja með þeim kristileg uppeldisgildi. í þessu efni em
fermingarstörfin sérstaklega mikilvæg. Þjóðkirkjan vill nýta það tækifæri sem í þeim
felst sem best má verða til þess að knýta tengsl við unglinga og foreldra þeirra í
sóknum landsins og fýlgja þeim eftir að sínu leyti. Það gerir hún m.a. með tilboðum
um samfélag unglinga í æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar. Þar er boðið upp á hollan
félagsskap og styrkingu gilda sem varðað geta veg þeirra til farsældar. Á þessu sviði
hefur Þjóðkirkjan viljað leggja áherslu á samvinnu við skóla og íþróttahreyfingu, sem
og foreldrafélög og -samtök. Hún hefur mikinn vilja til þess að þróa það enn frekar.
I kærleiksþjónustu Þjóðkirkjunnar liggja helstu úrræði hennar til hjálpar í vanda. Sú
þjónusta hefur lengst af verið í höndum presta og miskunnsamra náunga eins og hún
289