Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 305
1998
30. KIRKJUÞING
Lokaorð.
Karl Sigurbjömsson, biskup.
Að lyktum vil ég þakka þingfulltrúum og starfsliði kirkjuþings samstarfið og vel
nnnið verk. Aldrei hefur kirkjuþing afgreitt annan eins fjölda mála, stórmála, og nú,
hinn mikli fjöldi starfsreglna sem nauðsynlegt var að afgreiða á grundvelli nýrra
kirkjulaga. Eg verð að játa að ég hafði efasemdir um að sú gríðarmikla vinna tækist.
Ég þakka kirkjuþingsfulltrúum afburðastörf, málefnalegar umræður, vönduð
vinnubrögð. Og það vil ég segja að hafi einhver efast um réttmæti þess að fela
leikmanni forsetastarf em þær efasemdir foknar út í veður og vind. Ég mæli fyrir
munn þingheims er ég þakka sérstaka ljúfmennsku og festu forseta kirkjuþings.
Starfsfólki þingsins vil ég þakka þá miklu vinnu sem það hefur innt af hendi af svo
miklu ágætum. Kirkjuþing ekki aðeins tímamótaþing hið ytra heldur og varðandi
vinnubrögð. Förum með þau skilaboð út til safnaðanna, kirkjunnar. Kirkjan er að feta
leiðina til sjálfstæðis. Talað er um aðskilnað ríkis og kirkju og við sjáum margt verða í
þeim efnum. Verkefni okkar brýnast er að treysta samband kirkju og þjóðar, kirkju í
sókn. Kirkjan á að vera biðjandi, boðandi, starfandi þjóðkirkja. Kirkjuþing hefur
reynst vandanum vaxið, treysti vandaða umfjöllun, opna og heiðarlega samræðu og
trausta niðurstöðu. Ég áma kirkjuþingsmönnum heilla og vænti góðs af samstarfi.
Loks vil ég þakka af alhug ffáfarandi kirkjuþingsmönnum og kirkjuráðsmönnum,
þeim Gunnlaugi Finnssyni og séra Siguijóni Einarssyni, sem báðir hverfa af
vettvangi, og Helga Hjálmssyni, sem hættir í kirkjuráði. Guð blessi ykkur og launi
störf ykkar og góðvild alla. Það eru mikil tímamót þegar Gunnlaugur Finnsson
hverfur af vettvangi. Hann hefur setið lengur á kirkjuþingi og í kirkjuráði en nokkur
annar, og það hefur munað um hans góðu krafta. Það vil ég þakka, í nafhi kirkjunnar
og kirkjuþings, og persónulega vil ég þakka af alhug. Kirkjuþingsmönnum, sem nú
halda heim á leið, bið ég blessunar, góðrar ferðar og heimkomu. Friður Guðs sé með
oss öllum.
Jón Helgason.
Biskupi þökkuð blessunar- og hvatningarorð. Sleit síðan 30. kirkjuþingi.
Þegar forseti kirkjuþings hafði slitið þinginu, leiddi biskup ferðabæn og fararblessun.
Að lokum afhenti biskup þremur fulltrúum kirkjuþings ljós, kross og biblíu, sem þeir
gengu með úr salnum. A eftir gekk biskup ásamt þingheimi.
300