Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 307
1998
30. KIRKJUÞING
brýnar skyldur á herðar starfsmanna kirkjunnar og safnaða hennar að nýta vel úrræði
kristinnar trúar til hjálpar. Ekki má láta nægja að liðsinna aðeins þeim sem í mikla
neyð eru komnir, þó að það sé brýnast á hverri stundu, heldur horfa lengra. Allt verður
að gera sem unnt er með Guðs hjálp til að koma í veg fyrir að einstaklingar lendi á
þeirri braut, sem leiðir til alvarlegs skipbrots, enda margir búnir að líða miklar
þjáningar áður en svo illa fer. Hvarvetna blasir við þörfm á að skapa betra mannlíf.
Ég heyrði fýrir fáum dögum í útvarpsþætti hina alkunnu setningu að opna þurfi
kirkjuna betur. Að sjálfsögðu er boðskapur biblíunnar opinn öllum, sem vilja lesa og
heyra hann. Þessi ummæli verður hins vegar að skilja þannig, að kirkjan þurfi að opna
betur augu fólks á því, að hjá henni sé að finna afar skýr heilræði um breytni í daglegu
lífi. Heilræði, sem eru algjör nauðsyn fyrir hvem einstakling að tileinka sér.
Við vitum líka að lög og reglur um skipulag íslensks þjóðfélags eiga rætur að rekja til
kristinnar trúar og menningar. Gleymist sú staðreynd og rofni tengslin, þá er hætta á
ferðum. Það hlýtur að vera hlutverk Kirkjuþings að vera á verði á þessu sviði og hafa
forystu um það.
Það er nauðsynlegt að kynna vel söfhuðum og prestum störf Kirkjuþings og þær
ábendingar, sem hafa komið fram um hlutverk þess og ábyrgð. Slík kynning gegnir
tvíþættu hlutverki. Annars vegar að vera söfnuðum og prestum til stuðnings og
hvatningar og hins vegar að koma á traustu sambandi þeirra við Kirkjuþing, sem
Kirkjuþing hlýtur að þurfa á að halda.
Á næsta ári er alþjóðlegt "Ár aldraðra 1999" samkvæmt samþykkt Sameinuðu
þjóðanna. í því tilefni vil ég sérstaklega beina því til safnaða að hafa það í huga í starfi
sínu, bæði að efla starf aldraðra þar sem það er fýrir hendi og hefja það annars staðar.
Yfirskriftin að markmiðum Sameinuðu þjóðanna er tvíþætt, "að skapa þjóðfélag fyrir
fólk á öllum aldri", þ.e. brjóta niður múra þar sem þeir kunna að vera milli kynslóða,
og "að auka lífsgleði ævikvöldsins". Kærleiksboðskapurinn hlýtur að vera besta leiðin
til að ná þessum markmiðum.
Við upphaf þessa Kirkjuþings komu kirkjuþingsmenn með misjafnlega ljósar
hugmyndir um störf þess. Við nýjar aðstæður höfum við stigið fyrstu skrefin á langri
leið. Ég vil þakka kirkjuþingsmönnum fýrir ágæta samvinnu og umburðarlyndi við
forseta. Það sem er efst í huga við þinglok er hið ágæta samstarf og mikla vinna allra
við að leysa hin fjölþættu verkefni af kostgæfni.
Ég flyt biskupi kærar þakkir fyrir undirbúning þingsins og ljúfa handleiðslu við
þingstörfm. Ennfremur þakka ég vígslubiskupum, fulltrúa guðfræðideildar,
dómsmálaráðherra og fulltrúa hans ágætt samstarf. Þar sem Þorsteinn Pálsson,
kirkjumálaráðherra, hefur lýst því yfir, að hann muni láta af því starfi áður en næsta
reglulegt Kirkjuþing kemur saman, vil ég ítreka þakkir Kirkjuþings til hans og biðja
fulltrúa hans að flytja honum bestu kveðjur.
Ég þakka varaforsetum og skrifurum aðstoð og ágætt samstarf. Bestu þakkir færi ég
starfsfólki Biskupsstofu fyrir framúrskarandi gott starf og lipurð, sem hefur gert okkur
kleift að ljúka þingstörfum á tilsettum tíma. Eftir þá reynslu hlakka ég til samstarfsins
við það ágæta fólk til að sinna þeim verkefnum, sem Kirkjuþing hefur falið forseta að
annast. Ég ítreka þakkir til Háteigssafnaðar fyrir hina ágætu aðstöðu Kirkjuþings hér í
safnaðarheimilinu.
302