Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 69
endurgjaldi eins og að framan er rakið, tók smátt og smátt að sér að tryggja með
ákveðnum hætti rekstur embætta og yfirstjómar kirkjunnar í stað þess að arður og
tekjur af eignum kirkjunnar stæðu undir þeim rekstri.
Full ástæða er því til að skoða þann möguleika að binda endurgjald til þessara
sjóða með tvíhliða samningi með íjárhagsskuldbindingu af hálfu ríkisins á móti
eignaafhendingu af hálfu Þjóðkirkjunnar með ákveðinni álagsgreiðslu árlega til
kirkjunnar. Virðist eðlilegast að endurgjald ríkisins renni til kirkjumálasjóðs. Þá
verður að leggja sérstaka áherslu á, í ljósi reynslunnar, að þannig verði samið að
framsetning á ijárlögum sýni raunverulegt eðli greiðslna (endurgjalds) ríkisins til
kirkjunnar en ekki að þær líti út eins og venjuleg fjárheimild á fjárlögum, eins og
verið hefur undanfarin ár.
Þann 4. september 1998 gerði íslenska ríkið og Þjóðkirkjan samning sín á
milli á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins frá 10. janúar 1997. I 3. gr. samningsins
er ákveðið að ríkið greiði árlegan rekstrarkostnað prestembætta og prófasta og annan
kostnað en laun, sem tilgreindur sé í úrskurði kjaranefndar og miðað við kr. 89.5
milljónir árlega. Rökstyðja má að þessi rekstrarkostnaður embættanna, einkum
aksturskostnaður sé of lágt metinn, sem þyrfti að bæta á móti afsali eigna.
í 5. gr. er kveðið á um að kr. 30 milljónir séu greiddar til reksturs Biskupsstofu
og vegna embætta Biskups íslands og tveggja vígslubiskupa, ferðir, dagpeninga,
utanferða, þ.e.a.s. alls rekstrarkostnaðar Biskupsstofu og biskupanna. Það má einnig
rökstyðja að það sé allt of lágt framlag og þyrfti einnig að bæta.
Þá er rétt að víkja stuttlega að Prestsmötunni, sem fylgdi prestssetrunum.
Hún var tekjur presta af kirkjueignum, einnig eignum bændakirkna allt frá fornu fari
sjá t.d. Alþingissamþykkt 1. júlí 1629, sem hélst áfram í 5. gr. laga um laun presta nr.
46/1907, allt til laga nr. 54/1921, sem heimilaði sölu prestsmötunnar, þar sem
söluandvirðið átti að renna til kirkju þess prestakalls, sem naut hennar. Þetta gekk
ekki eftir.
Lög um embættiskostnað sóknarpresta m. 36/1931 komu að nokkru leyti á
móti afnárni prestsmötunnar og áttu að tryggja prestinum tekjur til að geta mætt
lágmarks embættiskostnaði. Þegar prestsmatan var endanlega felld niður með lögum
nr. 15/1942 lá ekki fyrir hversu mikið hafði verið selt. og hve mikið var selt. Fyrir lá,
sbr. fylgiskjal 5, bls. 56 - 57, að í það minnsta vantaði upphæð, sem samsvaraði
grunnlaunum 7 til 8 presta. Þetta þyrfti einnig að bæta með aukinni
fjárhagsskuldbindingu ríkisins til Þjóðkirkjunnar.
Staða vígslubiskups á Hólum er með öðrum hætti en vígslubiskupsins í
Skálholti og biskups íslands. Hann situr í prestssetri sem er án jarðnæðis. Biskup
íslands og vígslubiskupinn í Skálholti hafa embættisbústað. Embætti vígslubiskups á
Hólum, sem var einnig embætti sóknarprests, var breytt með starfsreglum á
Kirkjuþingi árið 2000 þannig að hann gegnir nú aðeins embætti vígslubiskups. Þegar
tekið var upp prestssetur á Hólum voru gefin fyrirheiti um jarðnæði o. fl. sem ekki
hafa verið efnd. Því væri eðlilegt að líta til þess, að breyting verði hér á, t.d. í líkingu
við það, sem gert var varðandi Skálholt með aukinni ijárhagsskuldbindingu ríkissjóðs.
Staða Skálholts sem sjálfstæðrar eignar Þjóðkirkjunnar var fest með lögum nr.
32/1963 með ákvæði um árlegt framlag til staðarins, kr. 1 milljón, en sú ijárhæð hefur
ekki fylgt verðlagsvísitölu í árlegri greiðslu til staðarins.
Eins og fyrr segir hefur umsjá prestssetra verið á hendi dóms - og
kirkjumálaráðherra allt fram til 1. janúar 1994 er prestssetrasjóður tók við umsýslunni.
Astand prestssetra var almennt mjög lélegt þegar prestssetrasjóður tók við umsýslu
þeirra og sum þeirra algerlega óíbúðarhæf. Mörg óleyst mál voru - og eru - til staðar
sem varða réttindi prestssetranna t.d. landamerkjamál. Skuldbindingar hafa fallið á
prestssetur sem binda prestssetrasjóð í dag og hafa leitt til mikilla viðbótarútgjalda.
65