Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 17
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 17 Sveinn Rúnar Hauksson var að koma úr ferðalagi til herteknu svæðanna í Palestínu. Þar lenti hann í miðri árás ísraelska hersins á óvopnaðan almenn- ing. Hann segir að friðarferli og samningalotur síðustu áratuga hafi reynst ísraelsmönnum skálka- skjól. Landtökufólk hafi fært sig upp á skaftið með ógnum og niðurlægingu fyrir Palestínumenn. Hann segir þá sem vogi sér að hafa skoðun á ísra- elskum stjórnvöldum vera úthrópaða. Landtaka á Gaza Fjöldi bygginga, íbúðarhúsa og opinberra, hefur verið jafnaður við jörðu á Gaza-svæðinu. Þetta er sagt vera í öryggisskyni. sem stuðningsmenn Palestínu um heim allan voru hvattir til þess að koma á svæðið og sjá með eigin augum það sem þarna var að gerast. Þannig væri hægt að bera vitni um þessa atburði um heimsbyggðina og sýna samstöðu. „Við fengum þetta ákall í apríl- byrjun 2002. Ég ákvað að fara um leið og komst í flugvél viku seinna. Þann 10. apríl var ég kominn á Vest- urbakkann. Þetta voru umbrota- tímar sem einkenndust af miklum átökum og leikurinn var ójafn. Við komumst inn til Jenín, þurftum að laumast inn í borgina og inn í flótta- mannabúðirnar sem höfðu orðið fyrir gríðarlegum árásum. Aðkom- an var hræðileg. Fólkið hafði verið dregið út úr húsum sínum, fáklætt og niðurlægt og stundum einfald- lega drepið. f hverju húsi sem mað- ur kom í hafði einhver ungur mað- ur verið drepinn af hernum. Þetta var ægileg aðkoma og eitthvað sem maður kemst aldrei almennilega frá, þessum hryllingi í flóttamanna- búðunum," segir Sveinn. Skálkaskjól friðarsamninga Morð og niðurlæging Árið 2002 barst ákall frá lækn- ishjálparnefndum í Palestínu, þar Táragashylkin Sveinn tók með sér táragashylki sem skotið var að honum. svæði, en í Oslóarsamkomulag- inu, sem var í gildi frá árinu 1993 og rofnaði árið 2003, var Palestínu skipt upp í þrjár tegundir svæða. „A- svæðin voru borgirnar og bæirnir. Á B-svæðunum höfðu Palestínumenn sveitarstjórnarmálin á sinni könnu, öryggismál voru í höndum ísraels- hers og stærstu svæðin, C-svæðin, voru alfarið undir stjórn ísraels- manna," útskýrir Sveinn. Sveinn Rúnar Hauksson Sveinn starfar sem læknir og er formaður Félagsins (sland-Palestína. Flann er nýkominn frá Palestínu þar sem hann varð fyrir árás (sraelshers. „Þetta ersvipað og efíslendingar myndu krefjast konungsdæm- is í Svíþjóð og Noregi, bara afþví að við get- um rakið ættir okkar til norrænna kónga." Sveinn segir að þegar litið er yfir veginn komi í ljós að á þeim tímum sem friðarsamkomulag hafi ríkt hafi farið fram landnám í Palestínu sem gert hafi ástandið sífellt verra. „Sann- leikurinn er sá að Oslóarárin svoköll- uðu leiddu ekki til neins góðs fyrir palestínsku þjóðina og sérstaklega ekki fýrir íbúa herteknu svæðanna, því að hernámið var sífellt aukið. Fleiri og stærri svæði á Vesturbakk- anum voru hernumin og landtöku- fókinu fjölgaði jafnt og þétt. Friðar- ferlið hefur því í rauninni verið eins konar skálkaskjól af því að land- ránið hélt áfram jafnt og þétt. Þró- unin hefur því í rauninni verið aft- urábak, meira að segja á tiltölulega friðsælum tímum." Þessi þróun hafi ýtt undir klofning meðal fýlkinga. Sumar hafi verið afvopnaðar á með- an öðrum hafi verið færð vopn og óeining hafi aukist til muna. „Eins og þetta hefur þróast, þá má segja að neyðarástand sé vægt hugtak. Þarna skortir öll tæki og tól til blóðrannsókna, þvagrannsókna og nákvæmra sjúkdómsgreininga. Þarna skortir alveg alla varahluti í rafeindatæki og hvers kyns tækni- búnað. Þessi skortur er það mikill að heilbrigðisráðherrann, dr. Ba- sem Naim, nánasti samstarfsmaður forsætisráðherrans Ismaels Hanieh, sagði við mig að þetta ástand gæti varla varað nema í fáeinar vikur til viðbótar." Hann segir örvæntingu fólksins vera algjöra og ákaflega erfitt sé fyr- ir íbúa á Vesturlöndum að gera sér í hugarlund hvernig ástandið er. „Sjö- tíu prósent af fólkinu eru án atvinnu og enn stærri hópur kemst ekki af án matargjafa. Umbúðir af matar- pökkum frá Sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparsamtökum liggja um allt eins og hráviði." Fjöldamorð og aðskilnaður Ferðin sem Sveinn var að koma úr er fjarri því að vera sú fýrsta þar sem erfiðar aðstæður blasa við. „Vorið 1990 hélt ég til Jerúsalemborgar og þaðan til Vesturbakkans og Gaza. Þann 20. maí, á degi sem kallað- ur hefur verið svarti sunnudagur- inn, varð harmleikur sem ýtti undir ólguna. Þennan dag gerðist það að ísraelskur hermaður stóð með hríð- skotabyssu á stræóstoppistöð í Síon. Þessi hermaður sorteraði út gyð- ingana í strætóinum, hleypti þeim á brott, og skaut svo eins marga Pal- estínumenn og hann komst yfir. Það voru nærri tuttugu manns sem þarna voru drepnir. Þetta fjöldmorð hratt af stað mótmælaöldu um allt landið sem mætt var af enn meiri grimmd og hörku af hálfu ísraelska hersins," segir Sveinn. Þegar hann kom á svæðið voru allir spítalar full- ir af særðu fólki. „Þetta var ömurleg aðkoma." Tuttugu ára starf Félagið Ísland-Palestína hefur á tuttugu ára ferli staðið fyrir pen- ingasöfnunum til aðstoðar fólki á herteknu svæðunum. „Við höfum fengið tiltölulega lítil framlög, en að sama skapi fjölmörg, frá eldra fólki sem lætur sig málið varða," seg- ir Sveinn. Þessu fé hafi verið varið til læknahjálparnefnda, spítala og hjálparsamtaka. „í seinni tíð höfum við styrkt öryrkjasamtök, samök blindra og barnaverkefni hjá geðhjálparsam- tökum. Það hefur líka verið lögð rík áhersla á að styrkja stöðu kvenna- hreyfinga." Vegna viðskiptahafta við Palestínu hefur á stundum reynst erfitt að senda peninga eftir hefð- bundnum leiðum. Sveinn segir að ítrekað hafi komið fyrir að peninga- sendingar hafi stöðvast í banka í New York. Ástæðan sé sögð sú að móttökureikningum hafi verið lok- að, sem þó er ekki alls kostar rétt. Til þess að bregðast við þessu hafa félagar í Ísland-Palestínu gripið til þess ráðs að ferðast með seðla. „Það hefur ekki enn komið fyrir að þessir peningar hafi fundist við leit. Við erum í rauninni ekld að smygla peningunum, en maður er allt- af viðbúinn að þurfa að svara fyrir peningana ganvart ísraelskum eftir- litsmönnum," segir Sveinn. Fyrir þá sem búa innan herteknu svæðanna sé þessi aðstoð lífsnauð- synleg. Fólkið sé innilokað í heims- ins stærstu fangelsum. Á Gaza-svæð- inu einu og sér búi um ein og hálf milljón manna. „Þetta er líkast til eitt þéttbýlasta landsvæði í veröldinni." Pólitísk eining Sveinn segir að íslensk stjórnvöld hafi verið fljót að taka við sér í mál- efnum Palestínu og gengið lengra í sínum ályktunum en önnur ríki. „Þann 18. maí árið 1989 áréttaði Al- þingi í ályktun tilvistarrétt ísraels- ríkis. Sjálf ályktunin gekk þó í meg- inatriðum út á réttindi palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar- réttar. Gert var ráð fyrir að bundinn yrði endir á hernámið í samræmi við ályktanir öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og þessi ályktun var til mikils sóma fyrir Alþingi og ís- lendinga," segir Sveinn. Alyktunin var samþykkt einróma. Hann segir að jafnan hafi verið þverpólitísk eining um þessi mál á Islandi. „Þegar ég kom aftur til ís- lands árið 1990, var haldinn mikill fundur fýrir fullu húsi í Háskólabíói. Að þessum fundi stóðu allir stjórn- málaflokkar að Sjálfstæðisflokknum undanskildum," segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og baráttumaður. siguyggur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.