Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Sport DV að kannast flest- ir við vamartröllið Hermann Hreið- arsson. Hann fór til Englands fyrir tíu ámm og hefur víða komið við á dvöl sinni þar í landi. Hermann er 33 ára og hefur sjaldan eða aldrei spilað betur en með Ports- mouth á þessari leiktíð. Hermann er fæddur og uppal- c inn í Vestmannaeyjum. Hermann er þekktur fyrir dugnað og baráttugleði á knattspyrnuvellinum og hann seg- ir að uppeldi sitt í Vestmannaeyjum hafi haft mikil áhrif á að móta þann karakter sem hann er. „Frá þrettán ára aldri var ég farinn að vinna í fiski og menn fögnuðu því. Menn vom stoltir af því að fá vinnu og menn stóðu sig. Maður er búinn að vera á síldarvertíð og loðnuvertíð. Það var alltaf mikill húmor í gangi og verið að djöflast í hver öðrum. Það var mikið unnið og það varð að hafa gaman af því sem menn vom að gera. * Þó það sé ekkert sérstaklega gaman að vinna í frystihúsi, þá höfðum við gaman af félagsskapnum og gerðum þetta skemmtilegt. Það var keppt í öllu og það skipti engu máli hvernig það var. Það hefur alltaf verið keppn- isskap í mér og því fólki sem ég hef umgengistsegir Hermann. Hann lék sinn fyrsta meistara- flokksleik með ÍBV sumarið 1993, þá nítján ára. „Nítján ára var ég á bekkn- um og spilaði einhverja einn eða tvo leiki. Ég var alltaf í handbolta á vet- uma og tók aldrei almennilegt undir- búningstímabil. Eftir það, þegar ég var á eldra ári í 2. flokki, þá fannst mér að ég hefði kannski getað verði meira með meist- araflokki ef ég hefði gert þetta af meiri krafti um veturinn. Þannig að ég ákvað að hætta í handbolta," segir Hermann og bætir við að það hafi aldrei komið til greina að velja handbolta ffam yfir fótboltann. „Ég hafði mjög gaman af hand- bolta og finnst það frábær íþrótt. Ég var bara aldrei sérstaklega góður í handbolta. Ég held að ég hafi spil- að allar stöður, mark, horn, miðju og skyttu," segir Hermann. Frá ÍBV til Crystal Palace Hermann kiáraði ffamhaldsskóla og hugði á ffekara nám. Þá var hins vegar spuming hvort hann ætti að halda áfram í skóla eða reyna fyrir sér sem atvinnumaður í knattspyrnu. Atvinnumennska í knattspyrnu varð fyrir valinu og Hermann segist * ekki sjá eftir því. Snemma árs 1997 bauðst honum tækifæri til að æfa með enska liðinu Crystal Palace, sem þá var í 1. deildinni ensku. „Ég fór til reynslu í tvær vikur. Það var Guðni Bergsson sem kom því í kring. Ég spilaði þrjá leiki og stóð mig bara nokkuð vel. Þeir buðu mér samning sem ég var svo sem ekkert alveg sáttur við og dreif mig aftur til fslands og skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV' segir Hermann. „Svo fór Crystal Paiace upp í efstu deild og þá fór ég að hugsa hvurslags kjáni ég hefði verið. En þeir gerðu þá bara tilboð sem ÍBV tók," sagði Her- mann, sem náði þó að verða íslands- meistari með fBV áður en hann fór til Englands, þrátt fyrir að hann næði * ekki að klára tímabÚið með liðinu. Crystal Palace féll tímabilið sem Hermann spilaði með liðinu. „Það er alltaf erfitt fyrsta tímabil hjá liði sem kemur upp en þetta var bara ævin- týri fyrir mig. Ég hafði aidrei komið á leik í úrvalsdeildinni og var strax í hóp í fyrsta leik. Sat á bekknum fyrir 40 þúsund manns. Frábær stemning og ég brostí ailan hringinn. Fyrir mig var fyrsta árið bara ótrú- legt ævintýri. Auðvitað er leiðiniegt að hafa farið niður. Ég var keyptur fyrir ffamtíðina fyrsta árið en endaði nú með því að spila 30 leild og komst - fljótlega inn í liðið. Það var ffábært," segir Hermann. Úr úrvalsdeild niður í 3. deild * Eftir að Crystal Palace féll árið 1998 tók Hermann þá ákvörðun að fara í 3. deildarlið Brentford. Brentford keypti Hermann fyrir 750 þúsund pund, eða um 93 milljónir króna, sem þá var metupphæð í þeirri deild. rjom a r~\, - - % % W W '' 'Y |||yí . «, ^-'4! Á móti Owen Hermann gegn Michael Owen i desember 1999. Liverpool vann leikinn 3-1. Kj, i fy ffc ‘J „Eftir á að hyggja eru þetta bestu félagaskipti sem ég hef gert. Þá áttaði ég mig bara á því að þetta er ekki allt dans á rósum. Þarna er fullt af góðum fótboltamönnum og þeir eru að berj- ast um eitt, að komast í efstu deild- ina. Þar þurftu menn að hafa virldlega fyrir hlutunum. Það gekk mjög vel, við unnum deildina og svo gerði Wimb- ledon tílboð og keypti mig ffá Brent- ford. Þá var Wimbledon í neðsta sætí, eftír tíu leiki," segir Hermann. Það eru eflaust ekki margir leik- menn sem myndu fara úr því að spila 30 leiki í úrvalsdeildinni niður í 3. deildarlið. Hermann sagði hins vegar að það hefðu verið ákveðnar ástæður fyrir því að hann að gerði þetta. „Það voru nokkrar ástæður fyr- ir því. Fjölskyldan var nýkomin út og svo var eitthvert algjört klúður á pen- ingamálum hjá nýjum eiganda Cryst- al Palace. Þannig að ég hringdi bara í Ron Noades, fyrrverandi stjórnar- formann Crystal Palace, sem var ný- búinn að taka við Brentford. Við átt- um mjög gott samband og erum enn mjög góðir vinir. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gætí ekki gert eitt- hvað í þessu," segir Hermann. „Ég veit ekki hvort ég hafði svona óbilandi trú á sjálfum mér en ég hringdi í Noades og sagði: Þú kaup- ir mig bara og svo selur þú mig aftur, eins og það væri ekkert mál. En svo gekk það upp," segir Hermann, sem gekk í raðir Wimbledon eftir eins árs dvöl hjá Lundúnaliðinu Brentford. „Það var ákveðinn léttir að vera kominn aftur í úrvalsdeild eftir að hafa virkilega unnið fyrir því og séð að þetta virkaði," segir Hermann. Skitu á skóna Wimbledon-liðið var oft kallað The Crazy Gang, eða Brjálaða geng- ið, vegna ærslaláta sem fýlgdu liðinu. Hermann segir að hann hafi fengið að finna fyrir því á fyrstu æfingu sinni með liðinu. „Það var hefð fyrir því hjá þeim að fötin voru brennd, skórnir sett- ir í klósettið og svo skitið á þá. Ég var nokkuð sáttur, ég fékk fínan íþrótta- galla hjá Wimbledon sem ég fékk að fara í heim. Þetta var bara inntöku- gjald sem menn þurftu að taka á sig," segir Hermann, sem líkaði dvölin hjá Wimbledon vel. „Ég átti mjög gott samband og hef alltaf átt mjög gott samband við alla stjóra. Mér líkaði mjög vel dvölin þó það hafi verið basl á okkur," segir Her- mann, sem féll öðru sinni úr úrvals- deildinni með Wimbledon eftir að- eins eins árs dvöl. Stjóri Wimbledon á því tímabili var Norðmaðurinn Egil Drillo Olsen. „Þetta var skemmtileg- ur hópur en ég held að það hafi orðið klúbbnum að falli að það voru alltof margir Englendingar af gamla skól- anum þegar Egil Drillo var með lið- ið. Þeir í rauninni gáfu honum aldrei fullan séns. Það var sorglegt, mér lík- aði ótrúlega vel við hann og fannst hann hafa mikið að bera sem þjálfari," segir Hermann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.