Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 39
DV HelgarblaO MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 2S Símon Jón Jóhannsson sendir nú frá sér bókina Fyrirboðar, tákn og draumráðningar. Eins og titillinn gefur til kynna sameinar höfundurinn í bók sinni þessi náskyldu dulrænu málefni. Við fengum Símon Jón til að MATARBOÐ Á BESSASTÖÐUM EUý Armanns: „Ég var stödd í fi'nu matarboði á Bessastöðum hjá Ólafi Ragnari og Dorrit. Ég tók sérstak- elga eftir því að allt var teppalagt. Við sátum bara þarna þrjú og spjöll- uðum um daginn og veginn. Það var mjög létt yfir okkur og mér leið rosalega vel. Eg man að ég var mjög vel klædd; var í norskri lopapeysu en Dorrit var í dragt. Við hlógum og spjölluðum meðan við borðuðum dýrindis kræsingar. í sama draumi dreymdi mig að Dagur B. Eggerts- ; son (frændi minn) var að vinna í - skóbúð og ég keypti af honum skó. Hannklæddimigúrgömluskónum — og í nýja. Hann leit út eins og módel, «ns og hann gerir reyndar alltaf." BÉHp> )óa; „Að dreyma forseta er fyrirboði tfmabundinna erfiðleika en getur líka bent til þess að við- komandi þrái virðingu eða völd. EllýÁrmanns Dreymdi matarboð hjá forsetahjónunum. Þetta getur líka þýtt að ný verkefni séu ffarn undan. Norska lopapeys- an bendir til þess að verkefnin teng- ist útíöndum en teppi eru undir- strikun á að draumurinn sé góður. Ef mönnum líður vel í draumum og þeir líta vef út undirstrikar það jákvæðni og sjálfstraust rétt eins og ef maður er stótugur eða ifla til fara í draumum táknar það erfiðleika. Nafnið Dagur merkir farsæld í starfi. Það að Dagur borgarstjóri skuli skipta um skóna hennar Ellýjar þýð- ir að verkefnin hennar gætu verið á sviði stjómmála. I draumnum skiptir hún um skó en það er augljóst merki þess að fólk sé að skipta um hlutverk, fést við eitthvað nýtt og spennandi. Þaö að dreyma forseta og borgarstjóra í sama draumnum bendir til undir- liggjandi langana til að vera áber- andi; vera þeirra á meðal." að er miklu meira lif- andi af hjátrú í kring- um okkur en við höldum. Menn eru alltaf að spá í drauma, fyrirboða og alls kyns hluti. Við búum í landi þar sem við eigum svo margt undir veðri og vindum. Þess vegna er fólk alltaf að spá í framtíðina og lesa í einhver teikn, bæði í gamni og alvöru." Þetta segir Símon Jón Jóhannsson sem á dögunum gaf út bókina Fyrirboða, tákn og draumráðningar. Hann er ekki ókunnur þessum efriistökum því áður hefur hann gefið út bækur um skyld málefni; Stóru hjátrúarbókina, Stóru draumráðningabókina og Spádómabókina. Uppflettirit Símon Jón segist hafa fengist við þessi fræði lengi. „Upphaflega er ég íslenskufræðingur en sótti ffamhaldsnám í þjóðfræði til Noregs. Undanfarin ár hef ég verið að grúska í þessu samhliða kennslunni," en Símon hefur verið kennari í Flensborgarskólanum í Hafharfirði í 20 ár. „Fyrsta bókin mín; Sjö, níu, þrettán kom út um 1990 en síðan hef ég verið að moða úr þessum sama grunni. 1 nýjustu bókinni er ég að skeyta þessu svolítið sam- an. Ég reyni að setja upp þessa þrenningu, fyrirboða, tákn og drauma á þann hátt að fólk geti flett fyrirbærum upp. Fólk get- ur til dæmis flett upp svörtum ketti og fengið upplýsingar um tákn þeirra og sögu. Síðan geta menn séð hvaða fyrirboða það hefur að mæta svörtum ketti og svo loks hvað það merkir að dreyma svartan kött. Þannig er hugmyndin að bókinni en í henni er bæði eldra efni og nýtt." Gömul fræði Símon Jón segir táknfræði hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. „Elsta draum- ráðningabók sem tíl er er frá Egyptum komin og er fimm þúsund ára gömul. Egyptar trúa á þetta öfugdreymi, til dæmis að ef mann dreymir skít, þá sé það fyrirboði gróða. Ég vann bókina upp úr fjölmörgum heimildum. Ég fór yfir það sem hefur verið skrifað og fann Músarrindili Lcití imifMirrindillinn hcim að l>.cjtnn og fari inn í hiís cr von á vondu vcðri. Að drcuna nummiulil cr ív rultoAi Iwmmgiu og án.cgiu Íjtu lífstíó. ScrMaklcg.i gotl cr fyrir clskcndur að drcvma músarrindil. Mannamyndir hcgar mannam>-ndir dctia skvndilcga nióur af veggjum cða hirslum cr það fyrirboði um dauða þcss scm myndin cr af. tákn sem hafa varðveist ára- eða aldaraðir," segir Símon Jón. „íslendingasögumar eru til dæmis stútfullar af draumráðningum, tákn- um og fyrirboðum. Margt af því hefur lifað til dagsins í dag og mun eflaust lifa um komandi aldir," segir hann. Síðasti spretturinn notadrjúgur Símon segir að fólk geti notað bókina til að læra inn á sig sjálft. „Ég held að menn geti lært heilmikið af sinni eigin draumlíðan. Draumlíf hvers og eins endurspeglar undir- meðvimndina og tengist því sem hann ger- ir í sínu daglega lífi. í draumunum á ákveð- in úrvinnsla sér stað og ég held að fólk geti lært töluvert um sig sjálft ef það veltir fyrir sér draumum sínum." Aðspurður segist Símon spá heilmikið í sína eigin drauma. „Mig dreymir oft mjög mikið, sérstaklega þegar ég fæ að sofa út. Síð- asti spretturinn er notadrjúgur, þegar ég hef kannski vaknað snemma morguns en lagt mig aftur. Sumir drauma minna eru skýrir og jafnvel marktækir en aðrir eru auðvitað ótta- legt bull eins og gengur." baldur@dv.is FARA AÐ ÖLLU MEÐ GÁT Geir Ólafsson: „Mig dreymdi um daginn flugvél sem var að koma til Islands frá Ameríku. Hún var með bilaðan mótor en komst samt heilu og höldnu til landsins. Ég fylgd- ist með þessu af jörðu niðri en var ekki í flugvélinni sjálfur. Þetta var skrýtinn draumur. Ég tel reyndar að bilaði mótorinn hafi verið fyrir- boði um það sem gerðist nokkrum dögum síðar. Don Randy, einn af þeim sem spiluðu með mér á plöt- unni minni missti af fluginu til Am- eríku. Miðinn hans var settur á 16. nóvember en ekki 17. eins o’g við héldum. Það verður gaman að sjá hvað Símon les út úr þessu." Símon Jón: „í nýju bókinni stend- ur að flugvélar í draumi séu tákn peninga. Dreymandanum áskom- ast fé en verður þó að fara að öllu með gát. Dreymi menn að flug- vél fljúgi yfir höfuð þeirra, þá sigr- ast þeir á vandamálum. Flugvélar í draumi geta verið fyrirboði gleði- stunda og góðrar ffamtíðar. I hans draumi flýgur vélin yfir höfúðuð og er biluð. Það bendir væntanlega til misheppnaðra verk- efna sem hugsanlega tengjast þá Ameríku fyrst þetta er Ameríku- flug. Það sem er hins vegar til bóta er að hann er ekki sjálfur í vélinni. Það sem hugsanlega mun misl- ukkast er ekki honum sjálfum að kenna, heldur geta aðrar ástæður verið fyrir því að hlutirnir fara ekki nákvæmlega á þann veg sem Geir ætlaði." Árni Johnsen: „Mig dreymir alla jafna ekki neitt en hefur þó tvisvar um ævina dreymt að ég synti um götur, á móti straumnum. I bæði skiptin synti ég göturnar og það var mikið líf og fjör í straumnum. Mikil læti og hamagangur. Ég naut mín vel en fólk spurði mig í sífellu hvers vegna ég færi ekki léttari leiðina og synti undan straumn- um. Ég sagði þeim að mér liði bet- ur að synda upp í móti, eins og laxinn. Ég vildi vera í sporðaköst- unum og takast á við strauminn. Á þessu mikla sundi fannst mér skemmtilegast að ég gat einhvern veginn stoppað á leiðinni og gert ýmsa hluti áður en ég hélt áfram för minni, syndandi upp göturn- ar." Simon Jón: „Að dreyma sund eða vera á sundi er almennt séð fyr- irboði erfiðleika eða vonbrigða, sérstaklega í ástum. Ef mönnum líður vel á sundi bendir það hins vegar til sjálfstrausts og líklegt er að menn nái settum markmiðum sínum. Laxinn sem Árni nefnir er fyrirboði góðra hluta. Hann er fallegur og duglegur fiskur sem undirstrikar dugnaðinn með því að synda á móti straumnum og líða um leið vel með það. Það er ákveðin hliðstaða í laxinum við Áma sjáifan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.