Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV ÞETTA HELST ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST íVIKUNNI 160 m2 (búð á tveimur hæðum 1101 Reykjavík til leigu. Efri hæð. Eldhús og stofa er eitt opið rými, innrétting er svart háglans sprautulökkuð og granit borðplata, tæki með stáláferð, innbyggð uppþvottavél fylgir með. Eikarparkett á gólfum. Salerni flísalagt í hólf og gólf, handlaug og vegghengt klósett svört að lit, stór spegill með flúorlýsingu. Neðri hæð: Hringstigi milli hæða. Þrjú svefnherbergi annað með fataherbergi innaf. Sjónvarpsými. Á gólfum er elkarparkett. Allar huröar eru háglans svart sprautulakkaðar. Stórt og rúmgott baðherbergi með Ijósum fllsum á veggjum og gólfi, hornbaðkar og rúmgóður sérsmiöaður sturtuklefi, góð innrétting, handlaug á borði og spegill, halógenlýsing ofan við innréttingu, hiti I gólfi. Þvottahús og geymsla meö fllsum á gólfi, hiti i gólfi. Húsgögn fylgja Útg. í sameiginlegan garð. Athugið eingöngu leigttil fyrirtækja. Upplýsingar e-mail agust.magnusson@gmail.com RÍKIÐ SVEIGIR LÖG Sala Þróunarfélags Keflavík- urflugvallar á tæplega 1.700 íbúðum er harðlega gagn- rýnd og ríkið er sakað um lögbrot. Atli Gíslason hæsta- réttarlögmaður og þingmaður gagnrýnir söluaðferðina harðlega og segir hana heimildarlausa og ólög- lega. Að hans mati og annarra hafi stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar ohf. handvalið mögulega kaup- endur. Samkvæmt lögum eiga Rík- iskaup að sjá um alla sölu ríkiseigna og þar á bæ undrast menn af hverju verkefnið hafi ekki verið fært til stofn- unarinnar. „Þessi gagnrýni er byggð misskilningi. Á síðasta ári voru sett lög á Alþingi um að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar skyldi annast umsýslu fasteigna á svæðinu," segir Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. BANNA KÚBUFLUG B Bandarísk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing að stunda ekki viðskipti við íslensk flug- félög, Icelandair og Atíanta, vegna leiguflugs dótturfýrirtækja þeirra til Kúbu. Sökum áratugalangs viðskiptabanns vilja Bandaríkja- menn ekki að flogið sé til eyjarinnar á bandarískum Boeing-flugvélum. Deilan er óleyst og farið að horfa til þess hvort íslensk stjórnvöld þurfi að beita sér í lausn mála. Stein- grímur J. Sigfússon, formaðurVG, segir máiið Bandaríkjastjórn til skammar. „fslensk stjórnvöld eiga að styðja við íslensku flugfélögin í að gefa frat í þetta fáránlega viðskiptabann. Bandaríkin hafa í gegnum tíðina beitt lönd þrýstingi af þessum toga og þetta er ljótur blettur í bandarísku stjórnarfari," segir Steingrímur. GLÆPIRI KOPAVOGI Á eftir hinum alræmda mið- bæ Reykjavíkur eru flestir glæpir framdir í Kópavogi. Breiðholtið kemur þar á eftir og samanlagt beinist fjórðungur allra útkalla lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þessi tvö svæði. Tveir sérfræðingar á vegum lögreglunnar unnu rann- sókn þar sem afbrot á höfuðborg- arsvæðinu voru greind niður eftir hverfum. Niðurstöður sýna berlega tengsl milli efnahags og glæpatíðni. „Niðurstöður benda til þess að fleiri glæpir eru framdir í hverfum þar sem efnaminna fólk býr. Það virðist vera tilhneigingin. f Breiðholti eru meðaltekjur hvað lægstar og þar er glæpatíðnin meiri en til dæmis á Seltjarnarnesi, þar sem er betri efnahagur og tiltölulega rólegt," segir Benjamín Gíslason, annar sérfræðinganna. HITTMALIÐ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra olli upp- námi í utanríkisþjónustunni þegar hann skrifaði Fidel Castro Kúbu- forseta bréf og óskaði eftir því að hitta hann í Havana. Halldór Ás- grímsson, þáverandi forsætisráðherra, komst í málið og sagði titring vera í utanríkisþjónustunni á sama tíma og viðkvæmir samningar voru við Bandaríkjamenn um brotthvarf varnarliðsins. Guðni Agustsson Raðlienann fyrrverandi reit Castro bréf og óskaði eftir fundi í Havana. Fidel Castro Leiðtoginn varð Guðna mikil f -atning fyrir að standa uppi í hárinu á bandaríska heimsveldinu. SENDICASTRO AÐDÁANDABRÉF Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra komst í hann krappan árið 2005 skömmu áður en hann lagði upp í för í einkaerindum til Kúbu með eiginkonu sinni Margréti Hauksdóttur. f lífssögu Guðna, Guðni af lífi og sál, sem kemur út í dag, segir samkvæmt heimildum DV frá því at- viki sem ógnaði samskiptum íslands og Bandaríkjanna. Guðni er og hef- ur lengi verið mikill aðdáandi Fidels Castro Kúbuforseta og hann hafði hug á að hitta hann í Kúbuförinni. Hann ritaði því bréf til leiðtogans þar sem hann lýsti langvarandi og stöðugri aðdáun sinni á forsetanum sem hefði alla tíð staðið uppi í hárinu á bandaríska heimsveldinu. Bauðst hann jafnframt til að miðla af ára- langri reynslu sinni sem landbúnað- arráðherra á fslandi og gefa Castro góð ráð í landbúnaðarmálum. Lagði Guðni til að þeir Castro myndu hitt- ast í Havana einhvern þeirra daga sem hann áformaði að dvelja í land- inu. Ertu ekki í fríi? Skömmu áður en Guðni átti að leggja upp í Kúbuförina hringdi sími hans. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra var á línunni og heyra mátti að honum var brugðið þegar hann spurði Guðna hvort hann hefði ritað Castro béf. Guðni viðurkenndi það. Forsætisráðherra sagði Guðna þá að allt væri á öðrum endanum í utan- ríkisþjónustunni út af þessu máli en um þetta leyti stóðu yfir viðkvæmar viðræður íslendinga og Bandaríkja- manna út af brotthvarfi vamarliðs- ins. Loks spurði Halldór mæðulega hvort Guðni ætti ekki að vera í ffíi. Guðni hugsaði sinn gang í ljósi þess að bréf hans til Castros var farið að ógna heimsfriði. Hann komst að þeirri niðurstöðu að fundurinn með Castro væri ekki þess virði og til- kynnti forsætisráðherra að hann aft- urkallaði bréfið. Bréfið ritskoðað Förin tíl Kúbu varð Guðna og konu í senn gefandi og yndisleg þótt ráðherrann næði ekki fundi með Fidel. Helst þótti ráðherra skorta á Kúbu frelsi, dugandi bændur, Jónas Jónsson frá Hriflu og Framsóknar- flokkinn. Hann fékk aldrei skýringu á því hvernig utanríkisþjónustan komst á snoðir um bréf hans. Lífssaga Guðna, sem skráð er af Halidór Ásgrímsson Forsætis- ráðherranum var brugðið þegar hann frétti af bréfi landbúnaðar- ráðherranstil Kúbuleiðtoga. Sigmundi Erni Rúnarssyni, kemur í verslanir í dag og er hennar beðið með nokkurri óþreyju þar sem þess er að vænta að Guðni geri þar upp samstarfið við Halldór Ásgrímsson, fýrrverandi formann Framsóknar- flokksins, en milli þeirra ríkti iðu- lega djúpur ágreiningur og á köflum kuldi. n@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.