Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Ættfræði DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang kgk@simnet.is í fréttum var þetta helst... 23. nóvember 1937 Deilt um dósentsstöðu Doktor Jón Helgason biskup Hann hefur ekki verið sáttur við það að ráðherrann lét samdóma álit hans og annarra í dómnefndinni sem vind um eyru þjóta. Vel undirbúin embættisveiting Forsaga dósentsmálsins er löng en hana ber að rekja til þess að séra Sigurður P. Sívertsen hætti kennslu við guðfræðideild Háskóla íslands. Var þá ákveðið að skipa í dósents- stöðu í samstæðilegri guðfræði við deildina. Ekki verður annað séð en að menn hafi frá upphafi ætlað að standa vel að þessari stöðuveitingu. Staðan var vel auglýst með góðum fyrirvara, komið var á laggirnar dóm- nefnd með hinum mætustu guð- fræðingum og ákveðið að umsækj- endur skyldu skila inn prófritgerð í samstæðilegri guðfræði og halda auk þess tvo fyrirlestra. Dómnefndina skipuðu þeir dr. Jón Helgason biskup; H. Mosbech, próf- essor í guðfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla; Arni Sigurðsson frí- kirkjuprestur; dr. Magnús Jónsson, prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands og Ásmundur Guðmunds- son, prófessor og síðar biskup. Umsækjendur um dósentsstöð- una voru hins vegar þeir Benjamín Kristjánsson, sóknarprestur Grund- arþinga í Eyjafirði; Björn Magnússon, prófastur að Borg á Mýrum; Sigurður Einarsson, þá fréttastjóri við ríkisút- varpið ogfyrrv. alþm. Álþýðufloklcsins 1934-37, og loks Garðar Svavarsson, prestur í Reylcjavík, sem dró umsókn sína fljótlega til baka. Pólitískt bakland Á þessum dögum sat enn við völd „Stjórn hinna vinnandi stétta" en hún hafði haldið velli í alþingiskosningum sumarið 1937.1 henni sátu tveir fram- sóknarmenn, Hermann Jónasson for- sætisráðherra og Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra, og einn krati, Har- aldur Guðmundsson, atvinnumála og kennslumálaráðherra. Haraldur og Stefán Jóhann Stefánsson, sem hér kemur brátt við sögu, áttu báðir eftír að verða formenn Alþýðuflokksins. Einróma álit dómnefndar Samkeppnisprófum umsækjend- anna lauk 6. mars 1937 og daginn eftír kom eftirfarandi einróma ályktun frá dómnefndinni: „Dómnefndin lítur svo á að síra Bjöm Magnússon hafl í ritgerð sinni og fyrirlestrum gert gefn- um verkefnum best skil keppend- anna og sýnt mikla yfirburði framyf- ir hina, að vísindalegri efnismeðferð, þekkingu og framsetningu. Telur dómnefndin hann einlcar vel hæfan til að takast á hendur kennaraemb- ætti í guðfr æði við Háskólann og legg- Sigurður Einarsson Jafnaðarmaðurinn og andófsmaðurinn gegn nýguöfræðinni sem fékk hina eftirsóttu dósentstöðu. Hann var prýöilegt skáld, stálgreindur og margslunginn persóna, enda minnistæð- urgömlum herbergisfélaga sínum Halldóri Laxness. Haraldur Guðmundsson Haraldur var kennslumálaráðherra í stjórn hinna vinnandi stétta og lék aðalhlutverkið í dósentsmálinu með hinni umdeildu ákvörðun sinni að skipa Sigurð Einarsson dósent við guðfræðideild Háskóla íslands. ur það til með samhljóða atkvæðum við guðfræðideildina að hún mæli með því, að honum verði veitt dós- entsembættið sem nú er laust." Ráðherra fer á stúfana Þrátt fýrir samdóma álit dóm- nefridarinnar var ráðherrann af ein- hverjum ástæðum ekki sáttur við niðurstöðuna og fór strax að velta fýrir sér möguleika á að fá „yfirmat" frá erlendum aðila. Fyrir milligöngu Stefáns Jóhanns Stefánssonar, lög- manns og alþm. Alþýðufloklcsins, stakk góðlcunningi hans, Arthur Eng- berg, kennslumálaráðherra Svía, upp á því að fá Anders Nygren, guðfræði- prófessor í Lundi, til að framkvæma matíð. Bréf um þá uppástungu barst ráðherranum 12. mars. 20. mars ritaði ráðherrann guðfræðideildinni bréf og fór ffarn á rökstuðning dómnefndar- innar fyrir niðurstöðunni. Guðfræði- deildin svaraði um hæl með bréfi sem ráðherra barst 22. mars. Þar er þess getið að prófessor Mosbech hafi lát- ið greinargerð fylgja sínu atkvæði en þar sagði m.a. um Sigurð Einarsson: „Að guðfræðileg þekking og sldlning- ur, sem síra Sigurður Einarsson hefur sýnt, er langt fýrir neðan það lágmark, sem búast hefði mátt við af umsækj- anda um kennaraembætti í guðfræði við háskóla, og má hann því að sjálf- sögðu eigi koma til greina." Séra Björn Magnússon Hann hafði kennt við guðfræðideildina eftir að séra Sigurður P. Sívertsen hætti. Flestir bjuggust við að hann fengi dósentstöð- una enda var hann talinn langhæfastur af dómnefndinni. Ráðherra hikar... Eftír að hafa fengið þetta eindregna álit Kaupmannahafnarprófessorsins á frammistöðu Sigurðar Einarssonar komu vomur á ráðherrann og málið lenti í biðstöðu í noklcra mánuði. 8. júlí tekur ráðherrann þó á sig rögg, skrifar Sveini Bjömssyni sendiherra og felur honum að ganga frá samningum við sænska prófessorinn, og 12. júh' send- ir ráðherrann sænska prófessomum prófgögnin, merkt A, B og C og bið- ur hann um matíð. 8. október kemur svo hin langþráða niðurstaða Anders Nygrens: „Eftír nákvæma rannsókn tel jeg umsækjandann C hafa ótví- ræða yfirburði yfir hina umsækjend- uma og einan hæfan tíl kennaraemb- ættisins." Og viti menn. Vom það ekki einmitt úrlausnir Sigurðar Einarsson- ar sem vom merktar C. ,en kastar svo sprengjunni Ráðherrann liggur nú á niðurstöðu Séra Benjamín Kristjánsson Hann var einn umsækjenda um dósentstöðuna og mjög dæmigerður nýguðfræðingur, skrifaði t.d. mikið í Morgun, tfmarit Sálarrannsóknarmanna, og í Ganglera, tímarit Guðspekifélagsins. sænska prófessorsins og hugsar sinn gang því það er ekki fyrr en 15. nóv- ember sem grein birtist í Alþýðublað- inu um að nú sé komin niðurstaða frá prófessomum í Lundi. Daginn eftir er dreift á Alþingi svokallaðri Blárri bók sem er skýrsla ráðuneytisins um allt málið og sama dag skipaði ráðherrann Sigurð í dósentsstöðuna. Og viðbrögð- in létu ekki á sér standa. Pólitík Sigurðar Morgunblaðið leggur tvær af átta síðum sínum undir dósentmálið daginn eftír skipunina og fjallar síðan um það í marga daga. Blaðið tekur eindregna afstöðu með Bimi Magnússyni og dómnefndinni, segir ráðherrann hafa sýnt Háskóla íslands og Kaupmannahafnarháskóla lítils- virðingu, óskapastyfir því að íslenskir og sænskir jafnaðarmenn, en ekld sænskur háskóli, hafi valið sænska prófessorinn og telur allt málið minna á Shakespeare-drama. Afstöðu Morgunblaðsins ber að skoða í ljósi þess að Sigurður Einarsson hafði verið yfirlýstur kommúnisti, hafði m.a. sent frá sér ljóðabókina Hamar og sigð og skrifað greinar sem jöðmðu við guðlast. Hann gerðist síðan jafnaðarmaður og sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Guðfræði Sigurðar En pólitíkin lýsir ekki nema hluta þessarar deilu. Hún snerist einnig um trúmál, og í trúmálum upplifði Sigurður ekki síður sviptingar.-Hann hefur haft mjög ríka trúarhneigð en jafnframt verið mikill efasemdarmaður. Þegar hann sneri sér síðan tvíefldur afiur til kristínnar trúar dugði honum augljóslega ekld sú nýguðffæðimolla sem ráðið hafði ríkjum hér á landi fr á því um aldamótin og var allsráðandi við guðfræðideild Háskóla íslands. Sigurður var fyrsti íslensld guðfræðingurinn í langan tíma sem andæfði guðfræðilegu frjálslyndi og lagði áherslu á ▼ Seinnipart nóvembermánaðar 1937 logaði samfélagið í deilum um guðfræði og pólitík. Ástæðan var sú að Haraldur Guðmundsson kennslumálaráðherra hafði skipað Sigurð Einarsson dósent við guðfræðideild Háskóla Islands 16. nóvember 1937. Þetta var auðvitað hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem mikilvægar embættisveitingar valda deilum. En fyrir sjötíu árum var hér einungis einn háskóli og hinar örfáu prófessors- og dósentsstöður því mikil og vel launuð virðingarembætti. Kirkjan og kennivaldið stóðu auk þess almenningi nær en nú, prestskosningar safnaða voru algengar og meiningar í guðfræði gátu vel valdið tilfinningaþrungnum ágreiningi. Loks varð þessi deila afar flokkspólitísk. Hér var því komið nóg púður til að kveikja í þjóðarsálinni enda logaði glatt þessa dagana. Dósentmálið er, ásamt þingrofsmálinu, Gúttó- slagnum og „stóru bombunni" eitt frægasta hitamál hinna róstusömu og pólitísku millistríðsára. „rétttrúnað" , hreina trú og ortódox afstöðu. Þessi afstaða hans kemur skýrt fram í prófúrlausnum hans og það hefur greinilega vakið hrifiiingu sænska prófessorsins. Annar málsvari „rétttrúnaðar" og andófsmaður frjáls- lyndisins í guðfræði, sem kom fram á sjónarsviðið nokkrum árum síðar, er Sigurbjöm Einarsson sem átti eftir að verða einhver ástsælasti og virtasti biskup landsins. Nýguðfræðin Nýguðfræðina eða guðfræðilegt frj álslyndi tóku íslenskir guðfræðingar upp eftir kollegum sínum í Evrópu um aldamótin 1900. Þar fóm fr emstír þeir Jón Helgason, síðar biskup, og Har- aldur Níelsson prófessor sem varð feikilega áhrifamikill. Nýguðfræðin byggðist á bjartsýni, mannhyggju og skynsemishyggju og átti sitt blóma- skeið fram að fyrri heimsstyrjöld. Með hörmungum styijaldarinnar varð hins vegar fljótlega afturhvarf til meiri „rétttrúnaðar" í Evrópu. Hér á landi upplifðu menn hins vegar ekki hörmungar styrjaldarinnar með sama hættí, og nýguðfræðin lifði hér góðu lífi í seinni heimsstyrjöld. Hér grasseraði því alls kyns efnishyggja og „villutrú" sem soðin var saman við nýguðfræðina enda þóttí sjálfsagt að prestar Þjóðkirkjunnar væm margir hveijir yfirlýstír spíritistar og jafnvel guðspekingar, samanber Benjamín Kristjánsson. Þessu andmæltu hins vegar Sigurður Einarsson, og síðar Sigurbjöm Einarsson og minntu á hina hreinu, sldlyrðislausu guðstrú eins og hún er boðuð í hinni helgu bók. Lyktir Sigurður Einarsson ílengdist ekld við guðfræðideildina enda fékk hann embættið í óþökk flestra sem þar kenndu. Hann fékk lausn frá dósentsstarfinu 1944 og var veitt Holt undir Eyjafjöllum tveimur ámm síðar. Þar var hann síðan sóknarprestur um langt árabil og þóttí sérstaklega vel liðinn undir Fjöllunum. Bjöm var hins vegar skipaður dósent við guðfræðideildina 1945, skipaður prófessor þar 1949 og sinnti því starfi til 1974.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.