Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 41
DV Ættfræði FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 41 MAÐUR VIKUIVIVAR Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Starfsferill Jóhanna fæddist í Reykjavík 4.10. 1942 og ólst þar upp. Hún lauk prófi fráVÍ 1960. Jóhanna var flugfreyja hjá Lofdeiðum 1962-71, stundaði skrif- stofustörf hjá Kassagerð Reykjavíkur 1971-78, varalþm. Reykvíldnga 1978- 2003, alþm. Reykjavíkurkjördæmis suður 2003-2007 og er nú alþm. Reykjavílcurkjördæmis norður frá 2007. Hún var félagsmálaráðherra 1987-88, 1988-91, 1991-94 og er nú félagsmálaráðherra frá 24.5. 2007, í fjórða sinn. JóhannasatístjómFlugfreyjufélags Islands 1966-69 ogvarformaðurþess 1966 og 1969, sat í stjóm félagsins Svalanna 1974-76 og var formaður þess 1975 og sat í stjórn VR 1976- 83. Hún sat í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsffæðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978, sat í tryggingaráði 1978-87 og formaður þess 1979-80, var formaður stjómar- nefndar um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979-83, sat í floklcsstjóm Alþýðuflokksins 1978-94, var varaformaður Alþýðuflokksins 1984- 93, var formaður Þjóðvaka 1995- 99. var varaforseti neðri deildar Alþingis 1979 og 1983-84, sat í utanrfkismálanefnd 1995-96, iðnað- amefnd 1995-99, sémefnd um stjómarskrármál 1995-97 og 1999- 2000 og 2004-2007, allsherjamefnd 1996-99, efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007, kjörbréfanefnd 1999-2003 og félagsmálanefnd 2003-2007. Hún sat á þingi Alþjóðaþingmannasam- bandsins 1980-85, í íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1996-2003 og í íslandsdeild ÖSE- þingsins 2003-2007. Fjölskylda Fyrrv. eiginmaður Jóhönnu er Þorvaldur Steinar Jóhannesson, f. 3.3. 1944, starfsmaður hjá íslandsbanka. Þau skildu. Foreldrar Þorvalds: JóhannesEggertsson,hljóðfæraleikari í Reykjavík, og k.h., Steinunn G. Kristinsdóttir húsmóðir sem er látin. Maki Jóhönnu frá 15.6. 2002 er Jónína Leósdóttir, f. 16.5. 1954, blaðamaður og leikskáld. Foreldrar hennar em Leó Eggertsson og k.h. Fríða Björg Loftsdóttir. Synir Jóhönnu og Þorvalds Steinars em Sigurður Egill, f. 31.5. 1972, starfsmaður hjá ísal, en kona hans er Ragnheiður Elíasdóttir, starfsmaður hjá KSÍ, og eiga þau tvo syni og eina dóttur; Davíð Steinar, f. 22.3. 1977, starfsmann hjá Olís, en kona hans er Auður Oddgeirsdóttir og eiga þau tvo syni. Sonur Jónínu er Gunnar Hrafn Jónsson, f. 1981. Systkini Jóhönnu: Anna María, f. 4.10. 1942, húsmóðir í Reykjavík, gift Bernhard Petersen framkvæmda- stjóra; Hildigunnur, f. 19.5. 1950, flugfreyja, búsett í Reykjavík, gift Lámsi Ögmundssyni lögfræðingi; Gunnar Egill, f. 19.5. 1950, d. 2001, hagfræðingur í Reykjavík, var kvænt- ur Guðfinnu Theódórsdóttur, fyrrv. starfsmanni hjá SlF. Foreldrar Jóhönnu: Sigurður Eg- ill Ingimundarson, f. 10.7. 1913, d. 12.10.1978, alþm. og forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, og k.h., Karít- as Guðmundsdóttir, f. 19.12.1917, d. 26.8.1997, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Ingimundar, daglaunamanns í Reykjavík Einarssonar, b. á Egilsstöðum í Ölfusi Jónssonar. Móðir Einars var Sólveig Þorvarðardóttir, b. á Vötnum í Ölfusi, bróður Þorbjörns Garðars, föður Guðmundar H., fýrrv. alþm., og langafa Vals leikara, föður Vals, fyrrv. bankastjóra. Þorvarður var sonur Jóns, silfursmiðs og ættföður Bíldsdalsættar Sigurðssonar. Móðir Sólveigarvar GuðbjörgEyjólfsdóttir, b. á Kröggólfsstöðum í Ölfusi Jóns- sonar. Móðir Ingimundar var Vilborg Jónsdóttir, systir Jóns á Þorgrímsstöðum, langafa Hannesar Jónssonar sendiherra, föður Hjálmars sendiherra. Móðir Sigurðar var Jóhanna, verkakvennaforingi Egilsdóttir, b. í Hörgslandskoti á Síðu Guðmunds- sonar. Móðir Egils var Sigríður Eg- ilsdóttir, b. í Jórvík í Álftaveri Gunn- steinssonar, bróður Runólfs, langafa Margrétar, ömmu alþingismann- anna Jóns Helgasonar og Hjörleifs Guttormssonar. Karítas var dóttir Guðmundar, kaupmannsíReykjavíkGuðjónssonar, sjómanns í Reykjavík Bjömssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Alberts Guðmundssonar ráðherra. Móðir Guðmundar var Steinunn Þorsteinsdóttir, b. í Breiðamýrarholti Þorsteinssonar, garðyrkjumanns í Úthlíð í Biskupstungum Þorsteinssonar, b. á Hvoli í Mýrdal, hálfbróður Bjarna Thorsteinssonar amtmanns, föður Steingríms skálds. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal Steingrímssonar, bróður Jóns „eldklerks". Móðir Þorsteins í Úthh'ð var Þómnn Þorsteinsdóttir, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal Eyjólfssonar. Móðir Steinunnar var Guðlaug Stefánsdóttir, b. á Brekku í Biskupstungum Gunnarssonar, af Vfldngslækjarætt ráðherranna Davíðs Oddssonar, Ingólfs Jónssonar og Eggerts G. Þorsteinssonar, sem og Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, og Jóns Helgasonar skálds. Móðir Karítasar var Anna María Gísladóttir sjómanns Jónssonar frá Irafelli í Kjós. Móðir Önnu Maríu var Vilborg, systir Salvarar, langömmu Sigurðar Sigurjónssonar leikara. Vilborg var dóttir Frímanns, b. að Kirkjuvogi Gíslasonar. Móðir Vilborgar var Margrét Þórðardóttir, b. á Bakka í Höfnum Þorkelssonar, bróður Ögmundar, afa Tómasar Guðmundssonar skálds. T Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra lætur eldd deig- an síga. Hún hélt því fram á Alþingi síðastliðinn þriðjudag að húsnæðisstefnan í landinu væri augljóslega koniin í þrot og að það hijóti að vera eitt af brýnustu verkefnum ríkis- stjórnarinnar að taka á þeini vanda. AXDLÁT Pétur Björnsson fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Verksmiðjunnar Vífilfells. Pétur Bjömsson, fýrrv. forstjóri og aðaleigandi Verksmiðjunnar Vífilfells, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ aðfaranótt 14.11. sl. Útför hans fór fram í gær. Starfsferill Pétur fæddist í Reykjavík 22.5. 1930 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949, stundaði nám í fagurfræði og heimspeki við Grenoble og Sorbonne í París 1950- 51, og í hagfræði við Trinity College í Cambridge 1952-53 og við Florida State University 1954-56. Eftir að Pétur kom heim hóf hann störf hjá Verksmiðjunni Vífilfelli, fyrst við útkeyrslu á landsbyggðinni, starfaði síðan við markaðs- og auglýsingadeild, varð aðstoðarforstjóri fýrirtækisins 1960 og var síðan framkvæmdastjóri þess og stjómarformaður um langt árabilfrál977.Þávarhannmeðforstjóri heildverslunarinnar Þórður Sveinsson & Co frá 1963 og framkvæmdastjóri og stjómarformaður þess fýrirtælds frá 1975. Pétur lék golf um árabii og var mikill áhugamaður um þá íþrótt. Hann var m.a. stofnandi og formaður Golfklúbbs Ness á Seltjamarnesi 1964, meðstofnandi og ritari Sambands íslenskra einkaklúbba í golfi 1966 og stofhandi og meðritstjóri Golfblaðsins 1968. Fjölskylda Péturkvæntist24.5.1957, Sigríði Hrefnu Magnúsdóttur, f. 20.12. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Magnúsar Ólafssonar, heildsala í Reykjavík sem er látinn, og k.h., Guðrúnar Ólafíu Karlsdóttur húsmóður sem varð hundrað ára í ágúst sl. Dætur Péturs og Sigríðar Hrefnu eruÁsta Pétursdóttir, f. 17.10.1957; Erla Pétursdóttir, f. 25.7. 1959, og Guðrún Sylvía Pétursdóttir, f. 7.11. 1967. Þær systurnar stunda eigin fjármálaumsýslu í sameiningu. Barnabörn Péturs eru nú ellefu talsins en langafabörnin eru þrjú. Systkini Péturs eru öll látin. Þau voru Ólafur, f. 1932, sjómaður í Reykja- vflc; Edda, f. 1934, húsmóðir í Reykja- vflc; Iðunn, f. 1937, húsmóðir í Reykja- vflc. Foreldrar Péturs voru Björn Ól- afsson, f. 26.11. 1895, d. 11.10. 1974, alþm., ráðherra, stórkaupmaður og iðnrekandi í Reykjavík, og k.h., Ásta Pétursdóttir, f. 1.12. 1906, d. 25.12. 1968, húsmóðir. Björn var sonur Guðmundar Ól- afssonar, útvegsbónda á Akranesi, og Ingibjargar Ólafsdóttur. Ásta var dóttir Péturs Sigurðssonar og Jóhönnu Gestsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.