Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 43
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 43 TOMMASI Gylltaglasiðrauða Gyllta glasið" var veitt í þriðja sirm á dögunum. Það eru Vínþjónasam- tökin íslensku sem veita viðurkenninguna tíu evr- ópskum vínum sem þykja skara fram úr. Skilyrði eru þau að vínin kosti inn- an við 2.500 krónur. Víninnflytjendur tilnefndu 45 vín sem fulltrúar innflytj- enda og vínþjóna smökkuðu blint og dæmdu. Fimm rauð- vin og fimm hvítvín hlutu Gyllta glasið og ég stóðst ekki mátið og prófaði þrjú af rauðvínunum. f þeim fimm rauðvínum fengu Gyllta glasið eru s/ Ifvö frá Rioja á Spáni og það frá sama fram- leiðandanum. Bar- on de Ley Finca Monasterio 2004 (2.190krónur)og PÁLMI JÓNASSON vinsérfræöingur DV Baron de Ley Reserva 2001 (1.560 krónur). Eitt vín er frá Bordeaux í Frakklandi, Chateau de Barbe Blanche (1.790 krónur). Tvö vín koma frá Italíu. Marchese Antinori Chianti Classico Riserva 2003 (2.090 krónur) og Tommasi „Ripasso" 2004 frá Val- policella (1.850 krónur). Af hvítvínunum voru fjögur frá Frakklandi og eitt frá Austurríki, Brundlmayer Gruner Veltliner Kamptaler Terrassen 2006 (1.590 krónur). Frá Frakklandi koma Dopff Au Moulin Pinot Gris Reserve 2005 frá Alsace (1.490 krónur), Joseph Drouhin Pouilly-Fuissé 2006 frá Búrgúnd (1.990 krónur), Francoisd'Allaines Saint-Romain 2004 frá Búrgúnd (2.090 krónur) og Lalande Pouilly Fuissé Clos Reyssie 2004 frá Búrgúnd (2.070 krónur). Marchese Antinori Chianti Classico Riserva 2003 Antinori-fjölskyldan hefur búið í Chianti frá 13. öld og Giovanni di Piero Antinori var þar skráður víngerðar- maður 1385. Afkomandi hans og nafni, markgreifinn Piero Antinori, hefur stýrt fyrirtækinu afar farsællega undanfarna áratugi. Hann er stundum kallaður faðir ofur-Toskana vínanna en hann setti Tignanello á markað 1971, án Chianti Classico-merkingar. Antinori er stærsta víngerðarhús Ítalíu í einkaeigu og framleiðir 18 milljónir flaskna árlega. Marchese er úr Sangiovese (90%) og Gabernet Sauvignon (10%). Einstaklega góð angan af súkkulaði, leðri, dökkum berjum, kaffi, plómum og sveskjum. Súkkulaði, sveskjur, döðlur og kirsuber ímunni. Bragðgott vín sem lifir lengi í munni. Afbragðs gott vín á afar -L -L i J. L góðu verði. 2.090 krónur. Baron de Ley Finca Monasterio 2004 Baron de Ley-víngerðin var stofnuð 1985 af nokkrum fagmönnum í Rioja á Spáni og fyrstu vínin komu á markað 1990. Höfuðstöðvarnar eru ífallegu Benedikts- munkaklaustri frá 16. öld. Þetta er nú almennings- hlutafélag og aðalvíngerðarmennirnir eru Gonzalo Rodrigez og Fernando Gonzalez. Finca Monasterio er 80%Tempranillo og er 18 mánuði í frönskum eikartunnum. Dökkt súkkulaði, dökk ber og öndvegis vindlar áberandi í nefi. Einnig súkkulaðikaramella með sólberjum, kirsuberjum, brómberjum og kerfli. Eik í munni, plómur, kirsuber, súkkulaði, kaffi, tannin og örlítill anis. Enn dálítið ferkantað og þurfti góða öndun. Rosabolti sem versnar örugglega ekki í skápnum. Fantagott. 2.190 krónur. ---LX_LX Tommasi Viticoltori„Ripasso" Valpolicella 2004 GiacomoTommasi stofnaði víngerðina 1902 en nú er það fjórða kynslóðin sem rekur þetta fjölskyldufyrir- tæki. Sex afkomendur Giacomos stýra fyrirtækinu og Giancario er aðalvíngerðarmaður þess. Hjarta fyrirtækisins er í Valpolicella en það hefur stækkað mikið á undanförnum misserum og er nú með 135 hektara af vínekrum.„Ripasso" er endurgerjað í hratinu af Tommasi Amarone. Þrúgublandan er einnig sérstök, Corvina Veronese (70%), Rondinella (25%) og Corvinone (5%). Blautir ullarsokkar, hesthús, vindlakassi, krydd og rauð ber í nefi. Kirsuber, hindber, bláber og pipar í munni. Mjög gott SSfaS og sérstakt vín sem mér finnst þó ekki standast samanburð við hin tvö vínin. 1.850 krónur. „Fyrri réttinn má hafa sem for- rétt eða sem aðalrétt en þá er bara að bæta við hann hráefni, til dæmis meðlæti, kartöflum og fleiru. En báð- ir réttirnir eru mjög einfaldir og hafa alltaf slegið í gegn, allavega heima hjá mér," segir Jón Gestur Sörtveit, matgæðingur vikunnar, sem býður upp á parmaskinkuvafinn skötusel og kaffidesert. „Ég fékk uppskriftina að skötu- selnum á veitingastað en hef þróað hana aðeins. Ef maður steikir fisk- inn með hráskinkunni finnst mér hann nefnilega of saltur," segir Jón sem mælir þess vegna með því að fólk snöggsteiki skötuselinn fyrst. „í fyllingu má nota næstum hvað sem er, til dæmis kjúkling, grænmeti, kex, þorskhnakka og ost. En ef maður hefur fisk er gott að hafa fiskinn ekki mjög lausan í sér. Þá kemur skötusel- urinn sér vel," útskýrir Jón og bætir við að rétturinn henti líka mjög vel sem forréttur. Hann hafi til dæm- is verið notaður sem slíkur á hans heimili á aðfangadag. Jón Gestur viðurkennir að vera mikill fiskmaður. „Ég er reyndar al- æta en er rosalega hrifinn af sjávar- fangi eins og skötusel og humri. Og ég er alltaf að reyna að borða meiri fisk." Parmaskinkuvafinn skötuselur með pesto og klettasalati - uppskrift fyrir tvo Skötuselurinn: • 2 skötuselsfillet, um 180 g hvert eða um 1 sm á þykkt • 4 Fiorucci-parmaskinkusneiðar (má líka nota spánska skinku El pozo serrano) • 1 msk. Carapelli extra virgin ólífuolía • Nýmalaður svartur pipar • Parmesan Galbani-ostur • Fersk steinselja 1. Hitið pönnuna vel, setjið smáolíu á hana og snöggsteikið skötuselinn í um 30 sek. á hvorri hlið. Setjið síðan smá piparyfir. 2. Setjið eina rönd af pesto yfir skötu- selinn og vefjið parmaskinkusneið- unum utan um skötuselinn eins og jólapakka og raðið á ofnplötu. Hitið ofninn í 120°C. 3. Setjið á tvo diska klettasalats- blöndu, til dæmis með kirsuberja- tómötum og fínsöxuðum rauðlauk. 4. Þegar ofninn er orðinn klár setjið skötuselinn í ofninn í um það bil 6-8 mín á 120°C. 5. Þegar skötuselurinn er tilbúinn leggið pakkana smekklega ofan á klettasalatið og setjið yfir einn hring af extra virgin ólífuoh'u, nýmöluðum pipar, stráið steinselju yfir og helling af rifnum parmesanosti. Kaffidesert - uppskrift fyrir tvö glös • 2 Lindor-konfektkúlur, til dæmis er smart að nota hvítar kúlur upp á lagskiptingu • 2 LavAzza espresso eða bragðgott kaffi, 30 cl í hvort glas. • 2 glerglös (staup) og rjómi. 1. Hitið staupin og setjið síðan sitt hvora Lindor-kúluna í botninn, fyllið síðan upp með kaffinu og setjið rjóma efst þannig að desertinn verði lagskiptur og flottur 2. Gott er að nota skeið þannig að konfektið, kaffið og rjóminn séu borðuð saman. „Ég skora á vinkonu mína, Hafdísi Björk Rafnsdóttur, að vera nœsti matgœðingur. en hún er með okkur hjónum í stórkostlegum matarklúbbi. Ég hef grun um að hún bjóði upp á eitthvað suðrcent, hún er allavega snillingur í rcekju- réttum, eiginlega rœkjupervert eins og ég kalla hana."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.