Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
Valdamenn í Sjálfstæðisflokknum eru sakaðir um að hygla gæðingum sínum með kaupum Háskólavalla á
1660 íbúðum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Kaupverðið var 14 milljarðar og hefur Atli Gíslason gagnrýnt
kaupin harðlega fyrir að ekki hafi verið farið að lögum. Gunnar Svavarsson lýsti því yfir að fjárlaganefnd
myndi óska eftir gögnum um fasteignamál á Miðnesheiði.
■■
ísSsaí
m
Varnarliðssvæðið Nýireigendur
munu leggja fram milljarða til viðbótar
til þess að gera íbúðirnar upp.
UMDEILD EIGNASALA
AMÐNESHEÐI
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
seldi Háskólavöllum 1660 íbúð-
ir á gamla varnarsvæðinu í Kefla-
vík á verði sem er langt undir
meðalvirði íbúða í Reykjanesbæ
og einnig undir lægsta fasteigna-
verði sem þekkist á höfuðborg-
arsvæðinu. DV fjallaði fyrst allra
fjölmiðla um málið, þriðjudaginn
20. nóvember, þar sem fram kom
að ríkið hefði verið sakað um að
sveigja lög og fara fram hjá opin-
berum reglum um sölu fasteigna.
Vildarvinum og flokksbræðrum
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
hafl verið afhentar eignirnar á silf-
urfati, án þess að þær hefðu verið
auglýstar opinberlega til sölu.
Base keypti 20 hús
1 ágúst síðastliðnum keypti
eignarhaldsfélagið Base ehf um
20 byggingar í þorpinu á Mið-
nesheiði, sem aðallega eru til at-
vinnustarfsemi. Þeirra á meðal
eru stórar skemmur sem banda-
ríski herinn notaði. Kaupverðið er
um sjö hundruð milljónir króna og
Atli Gíslason „I þessu tilfelli er
verið að fara með opinbert fé og
það er mjög óeðlilegt að
opinberum reglum sé ekki fylgt.
Það ætti að fara með þetta í
gegnum Ríkiskaup og fara að
settum reglum."
samkvæmt Magnúsi Gunnarssyni,
stjórnarformanni Þróunarfélags-
ins, hefur Base áhuga á að kaupa
fleiri eignir á svæðinu. Hann seg-
ir Base þó ekki hafa boðið í hin-
ar 1660 íbúðir sem Háskólavell-
ir keyptu. Hins vegar hafi félagið
áhuga á því að kaupa frekari eign-
ir á varnarliðssvæðinu. Mjög flók-
ið eignarhald er að baki Base, en
að félaginu koma meðal annars
Nl, þar sem Bjarni Benediktsson,
alþingismaður Sjálfstæðisflokks-
ins, gegnir stjórnarformennsku
og fslenskir aðalverktakar, en Jón
Sveinsson, fyrrverandi ráðgjafi
Halldórs Ásgrímssonar, á stóran
hlut í félaginu. Aðrir stofnfélag-
ar eru Hringrás ehf, Meistarahús
ehf, Hótel Keflavík ehf, Rafholt
ehf, Eignarhaldsfélagið AV ehf,
DM ehf., Húsanes ehf, Lykil ráð-
gjöf ehf, Víkur ehf. og Sparisjóður
Keflavíkur.
Vísa ekki í sömu lögin
Adi Gíslason, alþingismaður
vinstri grænna, segir skýrt að lög
hafi verið brotin þegar Háskóla-
vellir keyptu íbúðirnar af Þróun-
arfélagi Keflavíkurflugvallar. Hann
vísar til reglugerðar um sölu eigna
í eigu ríkisins þar sem segir:
„Ríkiskaup ráðstafa þeim eign-
um ríkisins sem ákveðið hefur ver-
ið að selja eða láta af hendi með
öðru móti." Þá segir enn fremur
í reglugerðinni að Ríkiskaupum
beri að bjóða eignir til sýnis og
sölu með opinberri auglýsingu
þar sem allar helstu upplýsingar
séu tilgreindar. Ríkiskaup meta
svo tilboð sem berast og gera til-
lögu til fjármálaráðuneytisins um
hvaða tilboði skuli taka.
Atli Gíslason telur söluna vera
á afar gráu svæði því lagarammi
þessara félaga sé mjög óljós. „f
þessu tílfelli er verið að fara með
opinbert fé og það er mjög óeðli-
legt að opinberum reglum sé ekki
fylgt. Það ætti að fara með þetta í
gegnum Ríkiskaup og fara að sett-
um reglum," sagði Atíi.
IKLIPPINGU
AISUNB
OSÆTIIVEGUA SOlU TAPltGA 1.700 IBÚOA A KtfLAVIKURflUGVLl Ll:
RÍKIÐ SAKAÐ
IftAll IRAIAU&USUAIINS00ntiiiIR.
!
lI
vellir vísa hins vegar til laga um
hlutverk Þróunarfélags Keflavík-
urflugvallar, sem tóku gildi í árs-
lok 2006. Þar segir að heimilt sé að
fela Þróunarfélagi Keflavíkurflug-
vallar að annast í umboði ríkis-
ins umsýslu fasteigna á svæði sem
koma á hið fyrsta í arðbær borg-
araleg not. Enn fremur segir að
félaginu sé heimilt að annast um-
sýslu eigna á flugvallarsvæðinu.
Út fyrir verksvið Ríkiskaupa
Baldur Guðlaugsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, svaraði gagnrýni Atla og sagði
hana byggða á misskilningi. „Á
síðasta ári voru sett lög á Alþingi
um að Þróunarfélag Keflavíkur-
flugvallar skyldi annast umsýslu
fasteigna á svæðinu," segir hann.
Árni Mathiesen Neitai þvíað
fjölskyldutengsl hafi liaft áluif á
kaup Háskólavalla. Árni er bróðir
Þorgils Óttars Mathiesen.
tmm ■
Baldur segir starfsemina á svæð-
inu vera svo víðtæka að hún nái
langt út fyrir hlutverk Ríkiskaupa.
Fyrir vikið sé eðlilegt að halda
eignasölunni utan við stofnunina.
„Með brottför varnarliðsins var
ekki verið að yfirtaka fáar eignir
heldur heilt bæjarfélag og verk-
efnið var margþætt og snúið."
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, hefur sagt að upp-
sprettan að þessari umræðu komi
frá mönnum sem hafa ekki feng-
ið eignir á Miðnesheiði og geri
nú hvað þeir geti til þess að gera
kaupin tortryggileg. Árni Mathie-
sen fjármálaráðherra neitar að
persónuleg tengsl hafi ráðið
nokkru um kaupin.
Alþingi skoðar
Gunnar Svavarsson, formað-
ur fjárlaganefndar Alþingis, sagði
á miðvikudag að nefndin myndi
óska eftir gögnum um sölu fast-
eigna á Keflavíkurflugvelli og hef-
ur hann farið þess á leit við Rík-
isendurskoðun og efnahags- og
skattanefnd Alþingis að koma
einnig að málinu. Hann segir þó
nefndina ekki hafa forsendur til
þess að rannsaka beint kaup Há-
skólavalla á íbúðunum, heldur
séu margir kostnaðarliðir óskýrð-
ir og vill nefndin sjá gögn og þau
minnisblöð sem til eru.
Guðjón Arnar Kristjánsson,
sem einnig á sæti í fjárlaganefnd,
telur að heppilegast hefði verið að
farið hefði verið að reglugerð um
sölu ríkisfasteigna og Ríkiskaup
hefðu annast málið. Hið sama
á við um Óskar Ásgeirsson, sér-
fræðing á sviði eignasölu hjá Rík-
iskaupum, sem lýsir undrun yfir
því að salan hafi ekki komið inn á
borð til sín.
Mikil tenging
Fasteignafélagið Klasi virðist
vera tengt félaginu Fasteign, en hið
síðarnefnda á einnig miklar eign-
ir í þorpinu á Miðnesheiði. Með-
al þeirra fyrirtækja sem standa að
LANGTÚT
FYRIR
VERKSVIÐ
RÍKISKAUPA
t-essssgj v ^
8=5s“*aS:fflL
Háskólavöllum eru eins og fram
hefur komið Glitnir og fasteigna-
þróunarfélagið Klasi, sem Þor-
gils Óttar Mathiesen, bróðir Árna
Mathiesen fjármálaráðherra, leið-
ir. Félagið Klasi er til húsa í sömu
byggingu og Fasteign. Varafor-
maður Fasteignar er Árni Sigfús-
son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi og
aðstoðarmaður Árna Mathiesen,
á sæti í varastjórn. Fréttavefurinn
eyjan.is benti á að samkvæmt vef-
síðum Fasteignar og Klasa starfar
sama fólk hjá báðum félögum, því
sömu aðilar eru skráðir fyrir bók-
haldi, uppgjöri og skrifstofústjórn
beggja félaga.
Gunnar Svavarsson Formaður
fjárlaganefndai hefur óskað eftir því að
Rikisenduiskoðun komi að málinu.