Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Menning DV Tti a >1 c/ ? Jcct li c Sköpunarsög- ur rithöfunda Hjá Máli og menningu er komin út bókin Sköpunarsög- ur eftir Pétur Blöndal blaða- mann. Pétur tók viðtöl við tólf rithöfunda um vinnubrögð þeirra, hvert þeir sækja fyrir- myndir, hvenær sólarhringsins þeir skrifa, hvernig hugmynd- ir kvikna, hvaða tónlist er í bakgrunni, hvernig þeir glíma við ritteppur og svo framvegis. Talað er við Elías Mar, Kristján Karlsson, Guðrúnu Helgadótt- ur, Hannes Pétursson, Kristínu Marju Baldursdóttur, Þorstein Gylfason, Sigurð Guðmunds- son, Vigdísi Grímsdóttur, Einar Kárason, Steinunni Sigurðar- dóttur, Sjón og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Kristinn Ingv- arsson ljósmyndaði höfundana að störfum. Hversdags- njósnarinn Bernharður Áttum að hittast Nýjasta bók Einars, Rimlar hug- ans, er skáldsaga en frekar óvenju- leg sem slík. Höfundurinn sjálfur er nefrtilega ein af aðalpersónum bók- arinnar þar sem hann segir opinskátt frá því hvemig Bakkus fór smám sam- an að verða honum sífellt verri félagi og rugla hann í koilinum. Því er lýst í bókinni að rót þess að Einar skrifar Rimla hugans sé að finna í bréfi sem þáverandi gæsluvarðhaldsfanginn Einar Þór Jónsson, eins og hann er kallaður í bókinni, sendi rithöfund- inum frá Litla-Hrauni í febrúar 2002. Hjólin hafi svo ekki farið að snú- ast fyrr en þeir hittust þremur ámm seinna þegar Einar Þór var nýkom- inn úr fangelsi og Einar Már úr áfeng- ismeðferð. Einar segir að bréfið hafi bara lent í þeim pappírum sem hann geymir nokkuð víða í vinnuaðstöðu sinni í bílskúmum við heimili hans í Grafarvoginum. „Af og til var ég að rekast á bréf- ið ég hugsaði alltaf hlýlega til þessa bréfs og mannsins sem skrifaði það. Og ég var svona að velta því fyrir mér að setja mig í samband og lýsi svo- lítið í bókinni þessari efahyggju sem oft er í kringum slík mál. Svo fór ég á Litla-Hraun með Bubba sama ár og ég fékk bréfið og spurði eftir mínum manni, en hann var farinn. En saga Hver er hversdagsnjósn- arinn Bernharður Núll? Við hvaðaborðá kaffihusinu situr hann og njósnarum okkur? Hve- Bernharður Núll Rimlar hugans - astar- saga heitir nýjasta skáldsaga Einars Más Guðmundssonar og líklega óhætt að full- yrða að hún sé opin- skáasta bók höfundar- ins til þessa. í spjalli við Kristján Hrafn Guðmundsson segir Einar meðal annars frá tilurð þessarar óvenjulegu skáldsögu, baráttunni við Bakk- us og mýtunni um Bubba og Bowie. nær mun hann stíga inn í líf okkar og taka þátt eða stígur hann út úr okkur sjálf-um? Hann er alla vega kominn til fslands og skráir allt niður sem hann sér á kaffihúsinu. Bjarni Bjarnason er margverðlaun- aður höfundur sem sendir nú frá sér sína sjöundu skáldsögu. f tilkynningu segir að beittur stíll, nýsköpun og frumleiki ein- kenni verk Bjarna og Bernharð- ur Núll sé þar engin undan- tekning. Gunnarshólmi glæsilegasta kvæðið? Lokahefti Tímarits Máls og menningar á árinu 2007 er komiðút. Þar a w«| er Jónasar Hallgríms- sonar minnst eins ogvænta mátti, meðal annars í formi | athugunar sem Hall- grímurHelga- son gerði á Gunnarshólma, línu fyrir línu, í því augnamiði að sannfæra lesendur um að það sé í raun og veru glæsilegasta kvæði ort á íslensku. Á meðal annars efnis má nefna athuga- semdir Þórarins Hjartarson- ar við skrif Þórs Whitehead og Guðna Th. Jóhannessonar um sérstakar aðgerðir gegn íslensk- um sósíalistum. „Ég get nú ekki verið þekktur Jyrir aðfara á Vog. Égerþekktur rithöfund- ur og hvað nú efallirfara að líta á mig sem einhvem alka?Frekar hætti ég að drekka en að fara í meðferð, og allt þetta bull." (Rimlar hugans, bls. 48) Einar Már Guðmundsson hefur notið mikillar velgengni sem rithöf- undur mörg undanfarin ár. Bækur hans hafa yfirleitt verið á meðal þeirra söluhæstu hér á landi, þær hafa verið þýddar á 32 tungumál og Einar hefur fengið fj ölda verðlauna og viðurkenn- inga fyrir verk sín. En í einkalífinu var áfengið að trufla hann. Einars Þórs verður eiginlega ekki til í mínum huga fyrr en hún er líka orðin mín saga. Þá fær hún þessa merkingu. Hún hefði haft allt aðra merkingu ef ég hefði hjólað í þetta mál strax árið 2002. Ég hefði sjálfsagt haft allt aðra sýn á þetta. Þá hefði ég farið að skoða þetta út frá uppvexti Einars Þórs, jafii- vel fundið einhverja skýringu í því að hann er ætdeiddur, lagt áherslu á þætti eins og hvemig honum leið í skóla - leitað svolítið eins og samfé- lagið gerir að félagslegri skýringu á persónunni. Það hefði í sjálfu sér get- að orðið áhugaverð saga, en um leið hefði ég verið að greina sjálfan mig frá; verið að segja að ég er ekki svona, s.,-7 MENNING Oreiða Karitasar Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur. Bókin er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Karitas án titils sem hlaut frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Kristín Marja Baldursdóttir hefur verið einn vinsælasti rithöfundur landsins frá því hún sló fyrst í gegn með Mávahlátri. Bækur hennar hafa komið út víða um lönd og hvarvetna fengið frábæra dóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.