Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 51
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 51 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fréttastjóri á 24 stundum, er ekki hrifin af því að senda grínlög í keppnina. „Ég á mitt uppáhaldslag sem ég vona náttúrulega að vinni í ár og það er fyr sta lagið sem var kynnt í keppninni. Það er lagið hans Guðmundar Jónssonar sem Páll Rósinkranz söng og heitir Gef mér von," segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fréttastjóri á 24 stundum og einlægur Eurovision-aðdáandi. „Það er alls ekki týpískt Eurovision- lag en þetta er aftur á móti kannski frekar íslenskt lag og hefur pínu þessa Sálartakta. Svo er svo gaman að því að Gospelkórinn er búinn að vera svo vinsæll hérna á íslandi að undanförnu og það er eitthvað sem væri nýtt í Eurovision. Það væri gaman að fara með lag sem er svona virkilega grípandi og sjá hvernig það myndi standa sig á sviðinu. Ég held að með Eurovision-lögunum verðum við að velja lag sem við virkilega hugsum að sé gott og okkur líkar vel við en ekki að hugsa hvað öðrum þjóðum myndi líka best." Grínlögin sigra aldrei Gunnhildur minnist líka á það að grínlögin hafi aldrei unnið í Eurovision. „Þau hafa kannski farið hátt en aldrei unnið. Eins og til dæmis í fyrra var Úkraína með skemmtilegt lag sem lenti í öðru sæti en það sigraði ekki serbneska lagið, sem betur fer, því ég veit ekki hvert keppnin hefði farið þá. Yfirleitt er það nefnilega þannig að ef það er rokk sem sigrar er rokkbylgja eftir Eurovision en ef það hefði verið eitthvert djók sem hefði unnið, hefðu bara fimmtán þjóðir sent eitthvert grín í keppnina. Ég yrði alveg miður mín ef lagið með Barða myndi vinna, mér finnst viðlagið til dæmis bara gera grín að fólki sem hefur áhuga á svona tónlist. Hey, Hey, Hey, We say Ho, Ho, Ho er bara hlægilegt viðlag. Lagið sem slíkt er grípandi en það yrði að laga viðlagið ef það ætti að fara í einhverja keppni." Skiptir ekki máli á hvaða tungumáli lagið er Gunnhildur segir að þegar hún hafi heyrt að það mætti fara að syngja á ensku hafi hún verið ánægð með það í fyrstu. „Svo benti Jónatan Garðarsson hjá Sjónvarpinu mér á það að það skipti í rauninni engu máli á hvaða tungumáli lagið væri. Vegna þess að sérstaklega væru svo margar af austurevrópsku þjóðunum sem skildu bara ekkert ensku og væru í rauninni ekkert að hlusta á textann. Svo sérstaklega eftir síðasta vinningslag ffá Serbíu þar sem var sungið bara á serbnesku held ég að það skipti engu máli hvort lagið sem við sendum út er á ensku eða íslensku, svo framarlega sem lagið er gott." Aðspurð hvort miklar breytingar hafi orðið á keppninni undanfarið svarar Gunnhildur: „Mér finnst þetta stundum vera orðið eins og tónlistarmennirnir treysti sér ekki til að fara í keppnina í fullri alvöru. Það sé betra að djóka og segja svo bara: Hey, ég var nú bara að grínast. En keppnin úti snýst mildð um það að þú hefur bara þrjár mínútur og verður að ná athygli og þá verður lagið oft aukaatriði en sjóið svona aðalatriðið og þannig hefur keppnin þróast und- anfarin ár." Æðislegt að fara út og fylgjast með Þegar Gunnhildur er beðin um að útsetja sitt Eurovision-atriði hefur hún sterkar skoðanir á því hvernig það liti út. „Ég myndi velja kraftmikla söngkonu sem mætti ekki vera eldri en þrítug. Þá kæmi til dæmis Heiða Ólafs upp í hugann. Það myndi ekki vera dansatriði en nú er ég svo hrifin af þessu fi'na lagi hjá Guðmundi að ég myndi velja einmitt svona sterkar bakraddir með og svo verður viðlagið að vera grípandi. Það má alls ekki líða langur tíma þangað til þú kemur inn í viðlagið því fyrstu sekúndurnar skipta svo miklu máli. Söngurinn fengi að njóta sín. Persónutöfrarnir, krafturinn og flottur kjóll yrðu að vera til staðar," segir Gunnhildur. Sjálf hefur Gunnhildur farið út að fylgjast með keppninni en hún fór til Aþenu í fyrra að fylgjast með Silvíu Nótt. „Þetta var bara einn besti tíminn í lífi mínu og æðislega gaman og ótrúlega spennandi. Ég mæli algjörlega með því að ef fólk fylgist með Eurovision og er aðdáendur, verður það að upplifa það að vera úti að fylgjast með keppninni," segir hún en ætíar þó ekki til Serbíu á næsta ári. „Ég er ólétt og verð því með tveggja mánaða gamalt bam svo ég ætía ekki al- veg með það út strax. En það er aldrei að vita nema ég fari árið 2009," segir Gunn- hildur að lokum. HELDUR MEÐ LAG- INUGEF MÉRVON Páll Óskar segir lag Baröa það besta sem Laugardagslögin hafa haft upp á að bjóða hingað til. Af því sem ég hef heyrt nú þegar stendur lagið I Iey, Hey, I Jey We Say Ho, Ho, Ho algjörlega upp úr," segir Páll ÓskarHjálmtýsson Eurovision- goðsögn og tónlistarmaður um framlag Barða Jóhannssonar. „Þetta er eitt af fáutn keppnislögum hingað til," en Palli telur fólk oft gleyma því að um keppni sé að ræða. „Ég held að nokkrir höfundar hafi mætt til leiks með skúffulög sem voru ekki samin sem slík fyrir keppni." Palli telur einnig að lag Barða sé eina samevrópska í keppninni hingað til. „Það er nú einu sinni þannig að rjóminn af Vestur-Evrópu og ég tala nú ekki um Austur- Evrópu, elskar teknt). EvTÓpa mun éta úr lófa Barða," segir Palli og sparar ekki hrósin. „Barði nær þarna að sameina öll Scooter- og 2Unlimited-lög sem maður hefur heyrt og húmorinn er aldrei langt undan sem er lífsnauðsynlegt í svona keppni." Palli segir að engin svör séu við þeirri spurningu um hvaða form henti hest við valið á Etuovision-laginu, „Óll form hingað til hafa gengið fábærlega og hræðilega. Til dæmis koinst Eitt lag enn áfrarn úr söngvakeppni en EVRÓPfl MUN ÉTA ÚRLÓFA BARÐfl /\11 out oi luek var valið af RÚV. Það er allt þarna á milli líka. Til dæmis var Selma valin aftur af RUV og floppaði alveg í það skiptið líkt og liig sem hafa farið eftir að hafa unnið íorkeppnina. En hvað Laugardagslögin varðar þá hef ég mjög gaman af þættinum og þjóðin sameinast í kringum hann. Þarna fáum við líka tækifæri til að venjast lögunum." Palli tekur þó sterkt fram að ekki sé keppnin búin |)ó svo að lag Barða sé sigurstranglegt. „í næstu tveimur þáttum keppa til dæmis höfundar seni voru ekki valdir af RÚV og það er aldrei að váta hvað gerist þar. Hey, Hey, Hey, We Say I Io, Ho, ho gæti enn fengið mikla samkeppni," segir Palli að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.