Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Sport DV Birgir Leifur í teighöggi Birgir Leifur Hafþórsson sést hér í upphafshöggi á 13. holu á lokadegi á San Roque-veliinum. Birgir Leifur Hafþórsson hefur yljað golfáhugamönnum um hjartarætur með frábærum árangri á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Páll Ketils- son, Hörður Þorsteinsson og Úlfar Jónsson segja hér frá sinni sýn á ár- angur Birgis á golfvellinum. PÁLL KETILSSON Páll Ketilsson er flestum golfáhugamönnum kunnur. Auk þess að vera viðloðandi íslenskt golf til lengri tíma er hann ritstjóri golfvefsins vin- sæla kylfingur.is. Hann segir Birgi Leif hafa sýnt ótrúlegan andlegan styrk á San Roque vellinum á Spáni. „Þessi ár- angur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt golf en ekki bara hann sjálfan. Eftir að hann náði ekki að halda þátttöku- réttinum á mótaröðinni þá er þetta afar gott hjá honum að gera þetta svona, með mikl- um stæl. Ég vona að hann geri þetta svolítið öðruvísi núna en hann gerði í fyrra á Evrópu- mótaröðinni. Núna vona ég að hann spili á fleiri mótum snemma til þess að komast sem efst á peningalistanum og þar með fær hann þátttökurétt á fleirri mótum síðar á árinu. Hann lenti í smá vandræðum í fyrra með að fá mót því hann var svo neðarlega á peninga- listanum en nú er hann reynsl- unni ríkari. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt fyrir íslenskt golf og það sést best á því að þegar Birgir Leifur er að spila, þá er lang mest fylgst með síðunni okkar, kylfingur.is. Hann er mesti afreksmaðurinn sem íslenskt golf hefur alið og ég hef trú á því að reynsla hans á þessu ári muni fleyta honum langt á næsta ári. Eins fullyrði ég það að þetta mót sem hann var á núna er eitthvað erfiðsta íþróttamót sem fram fer því þeir eru að spila á síðasta mótinu í sex daga og það reynir mikið á lík- ama og sál. Ég held að hann hafi sýnt alveg ótrúlegan andlegan styrk því hver sem er getur púttað vel og slegið langt en það er hið andlega sem skiptir máli. Ég hef farið erlendis að horfa á mót og hann er byrjað- ur að fá athygli erlendis. Þetta er stór stund í íslensku íþrótta- lífi. Áður en hann fór af stað á úrtökumótið var ég bjartsýnn fýrir hans hönd því ég vissi að hann væri með getuna. En maður er alltaf hræddur og ég hugsaði með sjálfúm mér, hvað ædar hann að gera ef honum tekst þetta ekki? Því var ég rosalega spenntur sfðustu tvo dagana í keppninni. Raun- ar hef ég hef ekki verið svona spenntur sfðan börnin mín fæddust og hef verið óvinnu- fær sfðustu tvo sólarhringa," segir Páll að lokum. HORÐUR ÞORSTEINSSON Hörður Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Golfsam- bands íslands og hann telur árangur Birgis afar mikilvægan fýrir íslensku golfhreyfinguna. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fýrir okkur enda er þetta sú mótaröð sem er sterkust í Evrópu. Evrópumóta- röðin á næsta ári verður með hæstu peningaverðlaunin í heimi og það er afar skemmti- legt að hafa hann þarna. Þeg- ar við komumst í röð þeirra bestu þá er það gríðarlega gott fyrir útbreiðslustaf okkar og með þessu verður auðveldara að laða böm og unglinga að golfinu. Það em um 1000 kylfingar sem reyna fýrir sér á úrtök- umótinu og 30 þeirra kom- ast áffam. Það em hins vegar miklu fleiri sem em að reyna fyrir sér án þess að beinlínis taka þátt í útrökumótinu og af þessum samanburði má sjá hversu góður árangur þetta er hjá honum. Við emm gríðar- lega stolt af honum hjá golf- sambandinu og hann hefur allt til bmnns að bera til þess að vera inni á mótaröðinni. Þjálf- arinn hans (Staffan Johansson) segir að hann sé að bæta sig og hann segir sjálfúr að hann hafi ekki verið að pútta nægi- lega vel. Það sýnir það að hann getur bætt sig enn meira og hann er búinn að átta sig á því að maður þarf að leggja miláð á sig til þess að ná langt í þessu sporti," segir Hörður A góða fjölskyldu Elísabet Halldórsdóttir kona Blrgis Leifs „ smellir á hann rembingskossi eftir að leik lauk á San Roque-vellinum. K '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.