Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 31
DV Sport FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 31 Mýnd Vikurfréttir BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON KOMSTINN Á EVRÓPUMÓTARÖÐINA í GOLFI EFTIR ERFITT ÚRTÖKUMÓT í SÍÐUSTU VIKU. HANN SEGIR FJÖLSKYLDU, AND- LEGAN STYRK OG GÓÐA ÞJÁLFUN VERA LYKILINN AÐ ÁRANGRINUM. Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi á næsta ári. Hann náði því eftir úrtökumótið sem má líkja við mar- aþontörn. Hann spilaði tíu golf- hringi á þrettán dögum og komst tvívegis í gegnum niðurskurð áður en hann tryggði sér þátttökurétt- inn. Birgir Leifur notar dagana eft- ir mótið í að jafna sig eftir átökin. „Þetta var ffábært. Það var mikið spennufall eftir þessi átök og þetta er smám saman að síast inn. Mað- ur er að átta sig á því hvað það er skammt stórra högga á milli en tilfinningin ef ffábær núna," segir Birgir Leifur. Árangurinn er affakstur rúm- lega áratugar þrotlausrar vinnu en Birgir reyndi fyrst að komast inn á Evrópumótaröðina fyrir elf- efu árum. „Maður hefur lært alveg heilan helling frá því maður byrj- aði í þessu fyrir meira en áratug. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í til að byxja með. Það var enginn með reynslu af þessu og ég gat ekki leitað til neins. En ég hef reynt að viða að mér þekkingu ffá öðrum. Til dæmis er Staffan Johansson mér gríðarlega mikilvægur og það er afar gott að hafa hann til að vera mér og öðrum íslenskum golfurum innan handar, ekki síst börnum og unglingum. Mér gekk vel í upphafi og ég var snemma nálægt því að komast inn á túrinn en alltaf vantaði herslu- muninn. Svo tók ég sjálfan mig í gegn og breytti miklu í mínu fari. Bæði hvað varðar golfið og and- legu hliðina. Ég held að þetta sé allt að skila sér núna. Mín tilfinning er sú að ég hafi verið tilbúinn fyrir 5 árum en það gekk ekki fyrr en í fyrra. Ég var hins vegar þolinmóð- ur og það skilaði sér. Núna þarf maður bara að festa sig í sessi og hafa trú á því, það er næsta skref." Mörgum golfáhugamönnum hefur orðið tíðrætt um andlegan styrk Birgis og hann segist hafa unnið mikið í þeim þætti leiksins. „Ég hef lesið allar sálffæðibækur sem hafa komið út um golf auk þess að lesa almenna sálff æði. Svo hef ég unnið með öndun og slök- un. Eins hef ég verið duglegur að spyrja strákana úti hvernig þeir vinna og fengið ráð ffá hinum og þessum. Einnig var ég hjá Jóhanni Inga og hann hjálpaði mér mikið. Maður getur endalaust lært inn á sjálfan sig," segir Birgir Sannfærður um að halda kortinu „Ég er ekki búinn að setja mér endanleg markmið fyrir næsta tímabil. En ég held að það sé mik- ilvægt að einbeita sér að því sem ég geri gott í stað þess að einblína á neikvæðu hlutina. Ofast dett- ur maður í þá gryfju að hugsa um eitthvað neikvætt. Én lokin á þessu ári voru mjög góð og ég ætla að reyna að byggja ofan á þau. Ég er sannfærður um það að ég eigi eftir að halda kortinu eða gera eitthvað ennþá betur," segir Birgir. „Það er allt öðruvísi golf á móta- röðinni en á úrtökumótunum. í úrtökumótinu snerist allt um það að vera stöðugur og gera fá mis- tök. Það heppnaðist vel en þeg- ar kemur að Evrópumótaröðinni þarf maður að vera svoh'tið ákveð- inn og óhræddur við að miða á stöngina. Samt má ekki gleyma því að vera skynsamur inni á milli. Ég vann mót í síðustu viku og það var mikill áfangi og ég held að það sé allt til staðar til að gera vel." í úrtökumótinu var stutt á milli hláturs og gráts. En Birgir segir aldrei falla skugga á vináttu manna. Mjög gott andrúmsloft sé í hverri keppni. „Mér finnst í raun ótrúlegt hvað það eru allir fi'nir fé- lagar í þessu og menn eru tilbún- ir að samgleðjast hver öðrum. Það heillar mig alveg ótrúlega við þetta sport. Auðvitað eru menn sárir ef hlutirnir ganga ekki upp en einn- ig eru allir tilbúnir að samgleðj- ast þegar vel gengur. Ég hef lifað þannig að ef einhverjum gengur vel er ég tilbúinn að samgleðjast honum. Ef maður getur ekki sam- glaðst öðrum getur maður ekki ætlast til þess að aðrir samgleðjist manni sjálfum þegar vel gengur," segir Birgir. Mikilvægt að takast á við erfiðleikana Birgir var nokkrum sinnum nálægt því að komast inn á móta- röðina áður en það tókst í fyrra og Birgir segist hafa lært það að það þýði ekkert að hugsa neikvætt í golfi þó hlutirnir gangi elcki upp. „An efa var það gríðarlegur lærdómur að takast á við erfiðleik- ana við það að komast ekld inn á mótaröðina á sínum tíma enda þarf maður að geta tekist á við þá. Það þýðir ekkert að vera að dvelja við mistökin. Ég vissi það að það myndi koma sá dagur að þetta myndi rætast og ég held að það hafi skipt miklu máli í þessu ferli að halda alltaf áfram og hugsa já- kvætt." Á mótinu í San Roque var Birg- ir í erfiðri stöðu í karga á 17. holu á lokadaginn, en hann gerði sér lít- ið fýrir og vippaði beint í holu fýr- ir fugli. Þar með var hann tveimur höggum á undan þeim leikmönn- um sem voru á mörkunum að komast inn í mótaröðina. Hann telur höggið það mikilvægasta á ferlinum. „Það var óneitanlega gríðar- legur léttir að vita að maður hafði tvö högg þegar ég gekk inn á 18. holu. En ég leyfði mér ekkert að missa einbeitinguna og hugsaði fyrst og fremst um að klára þetta vel. En eftir á að hyggja var þetta allra mikilvægasta högg sem ég hef sett á ferlinum. Þegar ég gekk inn á 18. teig setti ég mig strax í mína rútínu og hugsaði um það að láta teig- höggið lenda á þeim stað sem ég var búinn að ákveða. Ég var búinn að kortleggja völlinn í hausnum á mér og ég var búinn að sjá höggið fyrir mér áður en ég tók það. Það fór nálcvæmlega þangað sem ég ætlaði mér og það var mikill léttir eftir það högg." Skyldí Birgir hafa íhugað það hvað hann hefði gert ef hlutirnir hefðu ekki gengið upp hjá honum í golfinu? „Nei, ég hef ekki beint hugsað um það. Auðvitað hafa komið upp tímabil þar sem ég hef spurt mig hvort hlutirnir muni ganga. En ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef ekkert spáð í það hvað ég hefði gert annað. Það tekur alltaf eitthvað nýtt við. Mér finnst það líldegt að það hefði tengst íþróttum því ég hef mikinn áhuga á þeim." Á góða fjölskyldu Líf golfarans einkennist af miklu flakki og Birgir segir afar mikilvægt að eiga góða fjölskyldu sem sýni þessu skilning. „Ég er svo heppinn að eiga góða konu sem styður vel við bakið á mér. Það þarf mikla samhæfingu og vinnu í þetta. Við erum bara lið sem vit- um að hverju við stefnum. Auð- vitað þarf mikla skipulagningu og ég þarf að vera heima á vissum tímum, en ég hef verið ótrúlega heppinn með það hvernig til hef- ur tekist. Ég hef þroskast mikið og lært mikið inn á sjálfan mig. Reyni að spila eitt högg í einu. Vera með gott leikskipulag og vera ákveðinn þegar ég sé færin koma, en vera svo slcynsamur inn á milli, maður getur alltaf gert betur. Ég hef unn- ið mikið í púttunum og það hefur skilað sér að undanfömu. Þó að sum púttin hafi ekki farið ofan í síðustu dagana voru þetta alls ekki léleg pútt. Það vantaði oft nokkra sentímetra eða einn sentímetra. Eins hef ég bætt mig í golfsveifl- unni. Áður gat ég kannski bara slegið hátt og beint en núna get ég stjórnað þessu meira í allar áttir," segir Birgir Leifur að lokum. vidar@dv.is m-. ÚLFAR JÓNSSON Úlfar Jónsson var lengi meðal bestu kylfinga á íslandi. Hann segir að Birgir Leifur eigi að setja sér háleit markmið og stefna á toppbaráttuna á Evrópu- mótaröðinni. „Þetta er náttúrlega alveg stórkost- legur árangur því það er alveg gríðar- legur fjöldi sem er að reyna að komast þarna inn á Evrópumótaröðina. Fyrir utan þá sem komast ekki einu sinni inn á úrtökumótin sem em gríðarlega margir. Þá em ekki nema um 3 pró- sent af upphaflegum fjölda sem hefur keppni sem komast áfram. Þetta vom þrjú stig sem þurfti að komast í gegn- um og hann þurfti að spila 10 hringi á 13 dögum. Þetta reynir afar mikið á líkamlega, en sérstaklega andlega og út frá þeirri hlið held ég að þetta sé það erfiðasta mót sem hægt er að fara í. Það er ekkert annað tækifæri fýrr en eftir eitt ár og þess vegna er þetta alveg frábær árangur. Hann byrjaði frekar illa á lokadaginn og fólld hérna heima var ekki farið að lítast á blikuna. En svo sýndi hann ótrúlegan karakter og kom með fugla á frábærum tímapunkti. Þar sýnir hann hversu reynslumik- ill hann er orðinn, hann er búinn að vera atvinnumaður í meira en 10 ár og hann nýtti sér það undir lokin. Einnig hefur hann mjög gott hugarfar. Hann er svona máturlega kæmlaus. Maður sér það aldrei á honum hvort hann sé taugaóstyrkur þó hann sé það senni- lega inni við beinið. En hann er orðinn gríðarlega góður í því að höndla press- una. Ég held að hann geti vel gert bet- ur á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Nú þekkir hann mótaröðina og veit hvað það er sem þarf til þess að kom- ast áfram og ég held að hann komi til með að standa sig mun betur. Hann hefur leik í það að komast í toppbar- áttu. Það er enginn ástæða til þess að setja sér of hófleg markmið. Það eru álcveðnir hlutir í hans leik sem eru jafn góðir og hjá þeim bestu. Tölfræðin sýnir að í teighöggum og löngum inn á höggum er hann með þeim bestu en hann þarf að bæta högg sem eru innan við hundrað metra frá. Ef það gengur eftir ásamt því að hann nær að bæta púttin, þá getur hann vel skilið sig ffá miðjum hópnum og komist í toppbar- áttu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.