Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Visir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Hún var merkileg umræða ritstjóra dreifiblaðanna, Jóns Kaldal á Fréttablaðinu og Ól- afs Þ. Stcph- ensen á 24 stundum, í íslandi í dag. Jón er sannfærður um að ekkert nema dreifi- blöð eigi sér líf en Ólafur hefur trú á Mogganum. Sölvi Tryggvason, stjórnandi umræðunnar, fu.ll- yrti án þess að Ólafur gerði at- hugasemdir að Mogginn hefði tapað 240 milljónum á síðasta ári. Slagar hátt í milljón á tölu- blað. Djúpir vasar í Hádegis- móum. ■ Áfram að ritstjórunum Jóni Kaldal og Ólafi Þ. Stcphcn- sen. Báðir komust upp með að kalla flett- ingar blaða sinna lestur. Það eru ein- hver mestu ósannindi samtímans. Með rökum er hægt að segja að að- eins þriðj- ungur blaða þeirra sé lesinn, þriðjungi sé flett og þriðjungi sé hafnað og fari því algjörlega ólesinn á haugana. Það eru um sjötíu þúsund blöð á dag og þegar þau eru talin með sem eru ekkert lesin, bara flett, fara eftir sömu formúlu 140.000 dreifiblöð ekkert eða lítið lesin á haugana hvern dag. FRÉTTABLAÐIÐ ■ Meira um dreifiblöðin. Jón Kaldal og Ólafur Þ. Stephen- sen láta eðlilega vel af sínu. Ólafur má fagna, þeim fjölgar sem fletta blaðinu og jafnvel líka þeim sem lesa það. Öfugt við Jón, færri og færri fletta Fréttablaðinu og þá væntan- lega eru þeir líka færri og færri sem lesa það. Þeir hafa ekki áhyggjur af því að þriðjung- ur þjóðarinnar segir nei takk og hendir blöðunum án þess að svo mikið sem kíkja til að athuga hvað þau hafa upp á að bjóða. ■ Við lestur dreifiblaðanna á fimmtudag kom fram að aðeins þriðjungur blaðanna hafði að geyma lesmál. Aug- lýsingar þöktu tvo þriðju hluta þeirra. Af 104 blaðsíð- um Fréttablaðsins var lesefni á aðeins 36 blaðsíðum og af 56 blaðsíðum 24 stunda var lesefni á aðeins innan við 20 blaðsíðum. Ef sjónvarpsstöð eða útvarpsstöð vœri með aug- lýsingar í 40 minútur á hverri klukkustund myndi enginn horfa eða hlusta. Kann að vera að dreifiblöðin fremji sjálfs- morð? -sme Æðruleysi Örnu LEIÐARI REYNIR TRAUSTASON RITSTJORI SKRIFAR „... þótt éggeti ekki gengið em inargir i vcrri sporum en ég." Ekkert í tilveru mannsins er tryggt. Örlagadísir spinna vef sinn stöðugt og enginn vissa er fyrir því að dagurinn í gær hafi sömu umgjörð og dagurinn á und- an. Hlutabréf eru í frjálsu falli og fjöldi manns fær að finna fyrir því að fjárhags- legt öryggi er eitthvað sem kemur og fer. Nútímamaðurinn lifir gjarnan í þeirri trú að stýrivextir og afkoma mæld í fjárhags- stöðu skipti öllu. Þá gleyma menn því að allir eiga það eitt sameiginlegt að lifa og deyja og á dauðastundinni skipta pen- ingar engu máli. Fæstir kunna að meta jafnsjálfsagða hluti og að geta gengið. Draumur hins gangandi er hugsanlega sá að eignast betri bíl. Og þeir sem eiga góða bíla öf- unda þá sem hafa ráð á einkaþotum og geta skotist á milli heimsálfa á ógnar- hraða. En lífsfyllingin fylgir ekki einkaþotunni. Þeir sem ánægð- astir eru í mannheimum kunna á því skil að það eru smáatriðin sem öllu skipta til að komast í það hugarástand að vera ham- ingjusamur. Eitt titrandi smáblóm kann að gefa mun meiri gleði en heimsins dýr- asti demantur. Umfram allt þarf mann- skepnan að búa yflr því æðruleysi hug- ans sem er lykillinn að lífshamingjunni. Arna Sigríður Albertsdóttir, ung skíða- stúlka á ísaflrði, gefur fólki innsýn í líf sitt í DV. Hún er aðeins 17 ára en bund- in hjólastól um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Fyrir tæpu ári brosti lífið við henni. Hún æfði af kappi á skíðum og stundaði sund. Á örskotsstundu var tilveru henn- ar sundrað þegar hún lamaðist á skíða- æflngu. En þrátt fyrir ólýsanlegt áfall hef- ur hún lagað sig að þessum gjörbreyttu aðstæðum. „...þótt ég geti ekki gengið eru margir í verri sporum en ég," segir hún. Þótt Ama Sigríður sé ung að árum tekur hún örlögum sínum af æðruleysi. Hún skilur að hlutabréf eru ekki ávísun á lífsfyllingu. Þótt hún geti ekki lengur stundað sömu íþróttir og áður tekur hún þeirri staðreynd og horflr á bjartari hliðar lífsins. Hún ætti að vera öllum fyrirmynd. Eg held að Danirnir hafl hu að meira um sjálfan sig he ur en okkur. Það er búið a drullayfir þá..." Þetta eru óbreyl orð þjálfarans okk- ar, hans Ólafs Jóhannesson- ar. Uss og svei! Hvernig er þetta eiginlega? Vissulega erum við ekki ánægð með landsliðið okkar, en skárra væri það nú ef i færum að ráðum Dana og drulli um yfir liðið. Hvernig ætli athöf fari fram? Ekki orð meira um þa ekki eitt orð. Auðvitað er vont að tapa, e það er rétt sem þjálfarinn segir og Hermann Hreið- arsson, fyrirliðinn okkar. Það var margt jákvætt, já, bara svo já- kvætt. Fleira jákvætt en neikvætt segir Óli Jó. Hermann er sama sinnis. En hvað var jákvæðast? Theódór Elmar Bjarnason hljóp vel og hafði meira sjálfs- • traust en aðr- ir leikmenn. Brynjar Björn var líka fínn, sagði ITermann fyrirliði. Hver þarf meira? Theódór hljóp og Brilli var fínn. Þetta dugar. Afram lsland. Meira af því sem þjá- flarinn sagði. Danirnir voru eðlilega erfiðir á Parken. Komu á óvart og hugsuðu meira um sig en okkur og svo var búið að drulla yfir þá. Hver getur tekið á þannig mönnum? Ekki við. Hitt þarf ekki að koma á óvart að frændur okkar hafi hugsað meira um sig en okkur. Við erum jú einu sinni lélegasta fótboltaliðið og það hefur enginn áhyggjur af okkur. Svo segir einhvers staðar að best sé að hugsa um sjálfan sig. Allavega ekki um slaka andstæðinga. Hvaða þus er þetta? Erum við endilega svo slakir? Við töpum alltaf, það er vitað, en það verð- ur að líta á fleira en úrslit, fótbolti snýst ekki bara um hvernig leikurinn fer. Nær er að horfa til þess að Theódór átti fína spretti og Brilli var fínn. Það dugar okkur. Við erum jú aðeins 300 þúsund. Kommon! Það er leiðinlegt að skora ekki. Smáþjóð getur átt fína spretti en þarf ekki að skora. Færeyingar eru færri en við. Samt skoruðu þeir gegn ftölum á ftalíu. Sennilega áttu þeir ekki fína spretti en þeir skoruðu. Má ekki leggja það að jöfnu, að eiga fína spretti upp hægri kantinn í Danmörku og skora á Ítalíu? Ekki fjarri sanni. Þetta er allt á réttri leið hjá okkur. Það er meiri óvissa í Danmörku. Þar sem stund- um virtist sem Danirnir hefðu al- veg getað gert fleiri mörk, en gerðu ekki, er ekki tryggt að ekki verði aftur drullað yfir þá. Sú von verður sett fram hér að það verði ekki við íslendingar sem verðum að mæta þeim fyrst eftir þá meðferð, ekki aftur. DAGGEISLI DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR VAR SALA Á RÍKISEIGNUM Á MIÐNESHEIÐI EÐLILEG? „Þessi sala var hvergi nærri eðlileg. Það hefði átt að auglýsa þessar íbúðir til sölu eða hafa venjulegt útboð." Marfnó Friðjónsson, 74 ára ellilífeyrisþegi „Mér þykir þetta allt hið fáránlegasta. Það hefði átt að selja þessar ibúðir sérstaklega til fólks í fjárhagsörðugleik- um. Fólki sem varla á til hnifs og skeiðar og þarf að brjótast frá fátækt." Pálína Esther Guðjónsdóttir, 65 ára öryrki „Þessir karlar eru að verða búnir að sölsa undir sig flestar eigur almenn- ings. Þetta er liður í því. Það er verst að fólk virðist alltaf kjósa yfir sig sömu stjórnvöld æ ofan í æ." Sigrún Sigmarsdóttir, sölukona, nokkuð að reskjast „Þegar þessi ríkisstjórn er annas þá þykja furðulegustu hlutir alveg eðlilegir. Það má vel fara I sumana á þessu máli." Jóhann Marínósson, 26 ára nemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.