Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 37
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 37 ann 30. desember á síðasta ári lenti Ama Sigríður Albertsdóttir í slysi sem breytti lífi hennar til írambúðar. Allt bendir til þess að Arna Sigríður eigi aldrei eftir að ganga aftur. Áður en slysið varð var Ama á kafi í íþróttum. Hún æfði skíði af miklum krafti, mætti á æfingar mörgum sinnum í viku. Eins og hendi væri veifað breyttist allt. Ama Sigríður var á skíðaferðalagi í Geilo í Noregi ásamt skíðakennara sínum, fararstjóra og fleiri krökkum úr sínu félagi þegar hún slasaðist. Hún datt, rann fram á tré og mænan fór í sundur. Ama segir í viðtali við DV frá slysinu og hvemig hún hefur tekist á við gjörbreyttar aðstæður. Fann ekki fyrir fótunum „Það var mjög vont skyggni og lélegt færi," segir Ama Sigríður um þær aðstæður sem vom í fjallinu þann dag sem atvikið átti sér stað. „Ég datt og rann fram á tré og slasaðist. Það brotnuðu hryggjarliðir og mænan fór í sundur. Það varð mikil innvortis blæðing og rifbein bromuðu." Ama segist hafa fengið heilahristing og því em minningar hennar frá slysstað óljósar. „En ég fann strax þama í brekkunni að það var eitthvað mikið að. Ég fann ekki fyrir fótunum á mér. Ég var hrædd." Það var svo þyrla sem náði í Ömu Sigríði og flaug með hana á sjúkrahús þar sem innvortis blæðingar vom stöðvaðar. „Svo fór ég á annað sjúkrahús þar sem ég fór í aðgerð. Þar var ég í fimm daga en svo fór ég með sjúkraflugi heim og var lögð inn á Landspítalann í Fossvogi. Svo var ég lögð inn á Bamaspítalann í þrjár vikur og þaðan fór ég inn á Grensás þar sem ég var í tæplega átta mánuði." Erfitt ferli Þegar aftur fór að hægjast um eftir slysið tókvið nýtt og enn erfiðara ferli. Ama þurfti nú að takast á við þá staðreynd að vera bundin við hjólastól. „Þetta er búið að vera erfitt Ég áttaði mig reyndar ekkert á þessu fyrst og stundum geri ég það ekld ennþá," segir Ama sem ber sig þó sérstaklega vel. Á meðan Ama var inni á Grensási hitti hún reglulega sálfræðinginn sem þar starfar og telur Ama að það hafi hjálpað henni mikið. En það sem kannski hjálpaði Ömu mest þegar henni leið hvað verst var að hitta fólk sem hafði orðið fyrir sambærilegu áfalli. „Það vom nú ekki margir sem höfðu lent í svipuðu og ég inni á Grensási á sama tíma og ég en það kom reglulega fólk í heimsókn. Sjúkraþjálfaramir, læknamir og sálfræðingamir hjálpa manni auðvitað ótrúlega mikið en bestu ráðin koma eðlilega frá þeim sem hafa þurft að ganga í gegnum nákvæmlega sama ferli og ég." Arna Sigríður er fædd og uppalin á Isafirði. Hér líður henni allajafha vel. „Á meðan ég var á Grensási var ég, eðli málsins samkvæmt, í Reykjavík. Það er auðvitað hægt að gera meira þar sér til afþreyingar. Ég var mjög dugleg við að fara í bíó og í Smáralind og Kringluna. Það er líka miklu betra aðgengi fyrir hjólastóla í Reykjavík en á fsafirði." Ama segir að það séu ekki margir bundnir við hjólastól á fsafirði en þó séu þar nokkrir. „Það þurfti að gera ráðstafanir í Menntaskólanum á fsafirði í sumar. Ekki bara fyrir mig heldur líka aðra stelpu sem er ári yngri en ég og er með klofinn hrygg." Ama segir því aðstöðuna í skólanum fína en þó em gangamir í það þrengsta en hún kemst samt ferða sinna. sundlaug í endurhæfingunni en hún er of grunn. Ég fæ bara sár á fætuma. Sundþjálfarinn á Isafirði er reyndar búinn að bjóðast til þess að kenna mér í Bolungarvík og ég er svona að skoða þann möguleika." Breytt viðmót fólks Árna segir að hún veki mikla athygli hvert sem hún fer. „Mér fannst þetta rosalega erfitt fyrst þegar ég fór út á meðal fólks í hjólastól. Ég tek líka eftir því að fólk kemur öðmvísi fram við mig, eins og það vorkenni mér. Sumir tala líka niður til mín. En það er bara fólk sem ég þekki ekki neitt og fólk veit stundum ekki hvernig það á að vera. Fólk verður oft skrýtið fyrst en svo kynnist maður því og þá verður þetta allt í lagi. En svo finnst mér alltaf jafnskrýtíð þegar fólk hjálpar mér óumbeðið. Stundum vantar mig hjálp og er hjálpinni fegin en mér finnst ekki þægilegt þegar fólk tekur stjórnina - án þess að spyrja hvort mig vantí yfirhöfuð hjálp. Þetta á sérstaklega við um fólk sem ég þekki ekki neitt." Keyrir með höndunum Hefur þú lært eitthvað af þessari lífsreynslu? „Já, heilan helling. Ég hef allt aðra sýn á lífið. Ég tók sérstaklega eftír því þegar ég var inni á Grensási að þótt ég getí ekki labbað em margir í miklu verri spomm en ég. Ég er því þakklátari núna fyrir það sem ég hef en ég var fyrir slysið. Þetta hefur styrkt mig á margan hátt, en á sama tíma kannski veikt það sem áður var sterkara, eins og til dæmis sjálfstraustíð." Það blasir við í svona aðstæðum að erfitt sé fyrir unga stelpu að geta skyndilega ekki gert hlutí sem henni þóttu áður sjálfsagðir. „Ég reyni að gera allt sjálf en ennþá eru hlutír sem ég treystí mér ekki til að gera. Ég keyptí sérútbúinn bíl sem ég get keyrt með höndunum. Mér finnst gríðarlega mikilvægt að hafa bfl tíl umráða því ég vil ekki vera háð öðm fólki um að komast á milli staða. Ég þigg ennþá hjálp frá fólki til þess að komast inn í bflinn og úr en það er samt eitthvað sem ég á alveg að geta, ég er bara ekki farin að treysta mér til þess ennþá. Svo fer ég með vinum mínum á rúntinn, en það er ennþá klassískt hér á ísafirði," segir Ama hlæjandi. Heldur í vonina Ama segist reyna að vera bjartsýn þótt það takist nú ekld alltaf. „Það er ekld alltaf hægt. En þetta venst og verður auðveldara. Ég geri ekki eins mikið af því að velta mér upp úr þessu líkt og ég gerði í byijun. Hef hreinlega ekki tfrna til þess því það er svo mikið að gera í skólanum." Ama segist reyna að taka einn dag í einu. „Ég reyni að hugsa um daginn í dag. En svo vona ég að það finnist lækning svo ég þurfi ekki að vera í hjólastól alla mína ævi." Horfurnar em ekki góðar. Það er sagt að alvarleiki meiðsla komi í ljós þremur mánuðum eftír sfys. „Ég er ekki með neina tilfinningu eða hreyfigem. Mænan er að mestu leytí alveg í sundur. Ég held samt í vonina um að einhver lækning finnist." Það em margir sem hafa veitt Ömu ómetanlegan stuðning í þessu erfiða ferli sem hún hefur þurft að ganga í gegnum. Ama er frfll þakklætís þegar hún segir: „Mig langar að , þakka fjölskyldunni minni, skíðakennaranum mínum, fararstjóranum og vinum mínum fyrir ómetarflegan stuðning og mikla hjálp." Blaðamaður þakkar Ömu fyrir einlægt spjall og getur ekki annað en dáðst að dugnaði þessarar sautján ára stúlku sem nú þarf að takast á við lífið á allt annan hátt en hún hefur áður gert. 1 REYNIRAÐ VERA JÁKVÆÐ Þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa á Kfi Örnu slðan hún lenti í slysinu reynir hún að vera jákvæð. 1) Slæmt aðgengi Þegar það spurðist út að Ama Sigríður hefði lent í slysi í Noregi og lamast fengu fjölskylda hennar og vinir sjokk. „Ég hef samt ekld spurt fólk mikið út í það hver þeirra fyrstu viðbrögð voru. Ég veit að skíðakennarinn tók þetta mjög nærri sér. Hann var nýbyijaður að þjálfa okkur og þetta var fyrsta ferðin hans með okkur til útlanda." Ama fékk mikinn stuðning frá sínum nánustu sem vom duglegir að heimsækja hana meðan hún var enn í endurhæfingu á Grensási. „Ég á mjög góða vini sem hafa stutt við bakið á mér. Þeir vilja allt fyrir mig gera og hvetja mig áffam." Aftur komum við þó að slæmu aðgengi fyrir hjólastóla á Isafirði. „Ég á erfitt með að komast á kaffihús og á skemmtístaði. Það þyrftí að gera ansi mikið til þess að þetta yrði gott. Það er þó alltaf tekið tillit til þessa þegar byggð em ný hús, það er hins vegar ekki mikið um það að byggð séu ný hús á ísafirði." Ama bjó ásamt fjölskyldu sinni á Eyrinni, en það er miðbær ísafjarðar kallaður. Eftír sfysið þurftu þau þó að flytja inn í fjörðinn í stærra og rýmra hús þar sem gamla húsið þeirra var á þremur á hæðum og með þröngum stígum. Frá átta ára aldri æfði Ama skíði og þó að hún getí ekki rennt sér á venjulegum skíðum lengur mætír hún stundum ennþá á æfingar. „Á haustin em alltaf þrekæfingar nokkrum sinnum í viku. Þegar krakkamir em að æfa í nýja iþróttahúsinu mætí ég stundum á æfingar og tek þátt." Ama neitar því að vera bitur út í sportíð. „Fyrst eftír slysið sagði ég að ef ég kæmist aldrei aftur á venjuleg skíði ætlaði ég aldrei að hugsa umskíði aftur. En ég er svona aðeins að jafna mig. Það er til skíðastóll hér á ísafirði sem maður stýrir með höndunum. Ég á ömgglega eftír að prófa hann." Ama segist hafa mikinn áhuga á íþróttum og nú leití hún að íþrótt sem hentí hennar aðstæðum. „Ég æfði sund þegar ég var yngri og væri til í að byrja að æfa það aftur. Sund hentar líka mjög vel, tekur vel á höndunum og byggir upp þol. Það er hins vegar þetta aðstöðuleysi sem hefur komið í veg fyrir það hingað til. Eg kemst ekki inn í sundlaugina hér á ísafirði. Það er reyndar Lætur fötlunina ekki stöðva sig Sigfríöur Hallgrímsdóttir, mamma Örnu Sigríöar, segir dóttur sína vera ótrúlega duglega. Hún segist jafnframt vera þakklát fyrir þaö aö Arna skuli vera á lífi en tvísýnt var um þaö um tíma. „Það var auðvitað áfall að fá svona fféttir," segir Sigfríður Hallgrímsdóttir, mamma Örnu Sigríðar. „Við fengum svo þær fféttir eftír slysið að það hefði munað mjög Iitlu að hún lifði þetta af svo við emm auðvitað þakklát fyrir það." Sigfríður segist ótrúlega stolt af dóttur sinni sem að hennar mati hefur staðið sig eins og hetja. „Arna hefur haft það að leiðarljósi að láta födun sína ekki hafa áhrif á hennar daglega líf sem hún reynir eftir fremstu getu að vera virkur þátttakandi í. Þetta er ekki alslæmt þó að við höfum auðvitað þurft að hugsa lífið upp á nýtt. Ég hef lært að það er ekkert sjálfgefið í lífinu. Stundum velur maður sér verkefni í lífinu og stundum fær maður bara verkefnin upp í hendurnar. Maður verður að vera viðbúinn og gera það besta úr aðstæðum, spýta í lófana og láta hlutina ganga." Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi Sigfríður segir Örnu enn vera að ná tökum á breyttum aðstæðum. „Arna er ekki komin það langt í endurhæfingunni. Hún þarf til dæmis enn hjálp við að komast inn og út úr bflnum og er því háð því að einhver sé heima þegar hún kemur heim úr skólanum. Vissulega finnst henni óþægilegt að vera háð öðmm en þetta á allt eftir að koma. Arna ber sig mjög vel og hefur tekist á við fötlunina með jákvæðu hugarfari. Hún hefur látið það vera að leggjast í sjálfsvorkunn og ætlar sér að gera eins gott úr þessu og hægt er. Það er svo margt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi." Sigffíður segir Örnu hafa haldið úti bloggsíðu á meðan hún var í endurhæfingu á Grensási. Sigfríður segist hafa haft ákveðnar efasemdir um ágæti þess en segist fljótlega hafa skipt um skoðun. „Ég mæli hiklaust með þessu. Bloggsíðan veittí Örnu mikinn stuðning. Það rigndiyfir hana baráttukveðjunum sem hvattí hana áfram. Hún hélt líka góðu sambandi við vini sína á fsafirði auk þess sem hún kynntist nýju fólki." StutTu eftir slysið kom ungur strákur að norðan að heimsækja Örnu á Grensás en hann hafði lent í svipuðu áfalli og hún. „Hann frétti bara af slysinu og kom tvisvar að heimsækja Örnu. Hann veitti henni ómetanlegan stuðning og góð ráð. Það er líka strákur sem hefur tekist á við fötlun sína af miklu æðruleysi. Hann gerir allt sem honum dettur í hug, lætur ekkert stoppa sig." Mikill stuðningur frá samfélaginu Sigffíður tekur undir með Ömu að bæta megi aðgengi fyrir hjólastóla á fsafirði. „Það hefur verið gert átak í þessum efnum en það dugar ekki til. Sums staðar hafa verið lagðir peningar í að bæta aðgengið en það er eins og það hafi ekki verið farið eftir stöðlum um aðgengi fyrir hjólastóla. Til dæmis eru sum bflastæði fyrir fatlaða ekki nægilega breið. Ég sé þetta eldd breytast alveg á næstunni en ég vona að eitthvað gerist." Sigffíður segist mjög þakklát fyrir hvað allir eru velviljaðir í garð Sigfríður Hallgrímsdóttir Mamma Örnu Sigríðar segir ekkert sjálfgefið (lífinu. Örnu og hversu mikinn móralskan stuðning hún fær frá öllum úr samfélaginu á Isafirði. „Þetta skiptir hana auðvitað ótrúlega miklu máli," segir Sigfríður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.