Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Helgarblaö DV Umsjón: Krista Hall. Netfang krista@dv.is Ráðtilað geyma osta Best er að geyma osta í ísskápnum, þétt vafna inn í plastfilmu svo ekkert loft komist í ostinn. Loftið getur nefnilega hjálpað myglunni við að myndast á ostinum. Ef hins vegar smá myglublettur myndast á yfirborði ostsins þarf það þó alls ekki að þýða að hann sé ónýtur. Þvert á móti er tilvalið að skera bara mygluna í burt og osturinn smakkast alveg jafn vel og áður. Apríkósu- og möndlumuflins 6tsk.strásykur 55 gr afhýddar möndlur 3-4 apríkósur, skornar (tvennt og steinar fjarlægðir 4tsk. hveiti 2 tsk. sykur 2egg 150 ml. mjólk þeyttur rjómi Hitið ofninn í 220°C. Hitið sykurinn varlega á pönnu sem hann festist ekki við þartil sykurinn er orðinn að karamellu. Bætið möndlunum og apríkósunum á pönnuna. Setjið hveiti og sykur í skál og hrærið eggin saman við. Bætið þvi næst mjólkinni út í og blandið saman þartil það lítur út eins og þykkt krem. Hellið því s(ðan á pönnuna með aprfkósunum og möndlunum og blandið öllu saman. Hellið deiginu svo (muffinsform og bakið í ofni ítfu til fimmtán mfnútur þar til muffinsið hefur náð gylltum lit. Berið fram heitt með þeyttum rjóma. Hoflurdjús 3 epli 2 perur 1/2lime eiótariiin Vignir Þ. Hlöðversson, yfirmatreiðslumaður á Grand hóteli Vignir Hlöðversson lauk námi sem matreiðslumaður frá Hótel- og matvælaskól- anum árið 1989. Síðan hefur hann starfað víða. Meðal annars í Danmörku, í Skíða- skálanum í Hveradölum, á veitingastaðnum Punkti og pasta ogáTorfunni. Vignir hófstörfsem mat- reiðslumaður á Grand hóteli árið 1995 þegar veitinga- staðurinn var opnaður og starfar þar sem yfir- matreiðslumaðurídag. DV mynd Asgeir RflUÐSPRETTU- Þessi djús er mjög hollur og inniheldur bæði meðal annars C-vítam(n frá eplunum og trefjar úr perunni. Skrælið lime-ið og skellið eplunum, perunum og lime-inu saman í djúsvélina. Útkoman er hressandi og bragðgóður djús sem gott er að drekka á morgnana. HVAÐ ER I MAfÍNN? Hvað er í matinn? Ert þú einn þeirra sem gengur alltaf sama hringinn (matvörubúðinni og kaupir það sama í matinn mánuð eftir mánuð? Komdu þá fjölskyldunni rækilega á óvart næsta mánuðinn og farðu inn á vefsíðuna hvaderimatinn.is og fáðu frábærar hugmyndir að einföldum og góðum heimilismat. 0G SILUNGSBALLONTINE RAUÐSPRETTU-OG SILUNGS-BALLONTINE MEÐ SPÍNATSHUMARFYLLINGU Fyrir fjóra: • 450 g rauðspretta • 400 g silungur • 4-6 stk. humarhalar • 1 stk. eggjahvíta • 0,2 I rjómi • 0,1 I hvítvín • 0,11 fiskisoð • 5-6 greinar ferskt dill • 40 g spínat • Saffran • Salt og pipar Aðferð: Rauðsprettuflök og silungsflökin eru snyrt. Því næst er fiskurinn lang- skorinn í þunnar og breiðar sneið- ar eftir endilöngu flakinu og settur í plast. Tvær sneiðar af rauðsprettu og tvær af silungi eru svo flattar létt út með sléttum kjöthamri eða þung- um hníf. Humarhölunum er velt upp úr dilli og kryddaðir með salti og pip- ar. Því næst eru 80 grömm af rauð- sprettu sett í matvinnsluvél og maukuð með spínati, salti og pipar. Þegar rauðsprettan, spínatið, saltið og piparinn eru búin er að maukast vel saman bætum við eggjahvítu og um það bil desilítra af rjóma við og blöndum saman í vélinni. Næst er plastfilma (má einn- ig notast við álpappír) lögð á borð og örlitlu dilli, salti og pipar stráð á plastið og rauðsprettan lögð þar ofan á. Silungsflakið er því næst lagt á rauðsprettuna og kryddað með salti og pipar á milli. Næst smyrjum við spínatsrauðsprettufarsinu á silung- inn jafnt og þétt. Humrinum er rað- að í miðjuna, síða er fiskinum rúll- að upp í plastfilmunni og búin til falleg rúlla. Bundið er fyrir endann á rúllunni. Rúllan er svo gufusoðin við vægan hita í um það bil 15 til 20 mínútur. Aðferð við sósu: Byrjað er á að sjóða hvítvín niður og hálfum pela af rjóma er svo bætt í. Saman er þetta soðið niður um þriðjung, þá er fiskisoðinu bætt út í og suðan látin koma upp. Að lokum er sósan þykkt og krydduð til með saffrani, salti og pipar. Rétturinn hentar vel með kartöfl- um og smá grænmeti. original INDIAN & PAKISTANI taste SHALimAIV INDIAN - PAKISTANI CUISINE AUSTURSTRÆTI 4, Tel. 551 0292 www.shalimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.