Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Fréttir DV ÞETTA HELST ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST FÁ EKKI RAÐGREIÐSLUR Innflytjendur án íslensks ríkisborgararéttar fá ekki notið raðgreiðslna hjá kreditkortafyrirtækjun- um. Fyrirtækin hafa geflð kaupmönnum fyrirmæli um að hafna raðgreiðsluviðskiptum við útlendinga vegna þess að of margir hafi yfirgefið landið og skilið eftir sig skuldahala. Predrag Móraca, innflytjandi frá Serbíu og íslenskur ríkisborgari, skiltrr ekki hvers vegna verið sé að refsa fyr- irmyndarborgurum með þessum hætti. „Konan mín einfaldlega trúði ekki sínum eigin eyrum. Ég vil vita hverjum datt í hug þessi út- færsla því ég fatta ekki hvernig þetta er hægt allt í einu og margir vinir mínir eru furðu lostnir. Hvað er næst og hversu langt verður gengið?" sagði Móraca í viðtali við DV. í 3M3 FRJALSLYNDIR STYÐJA ÞJÓÐKIRKJUNA Ð Frjálslyndi flokkurinn er að hverfa ffá þeirri stefhu sinni að aðskílja beri ríki og kirkju. I Málefnahandbók Frjálslynda flokksins, sem geíin var út nú fyrir alþing- iskosningar, segir að aðskiljaberi ríki og ldrkju. Nú virðist annað hljóð komið í sttokkinn. „Ég hugsa að stefnan sé að breytast varðandi afstöðu til Þjóðkirkjunnar" sagði Kristinn H. Gunnarsson, þing- maðurFrjálslynda flokksins, í samtali við DV. Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins, tekur í sama streng og telur að endurskoða þiurfl áherslur flokksins. „Ég geri ráð fyrir að á næsta landsþingi verði tekið fyrir hvort breyta skuli stefnuskránni. Það er með þennan flokk eins og aðra, steftiumálin eru alltaf til skoðunar," sagði hann. vage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. ómsTunafíHúsiD FARBANNIÐ HELDUR EKKI Það sem af er þessu ári hafa fimm sakborningar flúið land og rofið far- bann. Eftirliti með erlend- um sakborningum hér á landi er mjög ábótavant og með stækkandi Schengen- svæði verður það alltaf auðveldara að yfirgefa landið. Nauðgarar, ofbeldismenn og þjófar hafa komist óhindrað úr landi. I síðustu viku mætti Nathaniel David Taylor ekki fyrir dómara vegna alvarlegrar líkamsárásar. Hann rauf farbann í sumar og flúði af landinu. Þá hafa tveir Pólverjar, sem úrskurðaðir voru í farbann grunaðir um grófa nauðgun á Selfossi, flúið réttvísina og landið. Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is HITTMALIÐ Brynjólfur Árnason, sveitarstjóri Grímseyjar- hrepps, er grunaður um að hafa keypt hæðarmæli fyrir 290 þús- und krónur sem hann skrifaði á hreppstjórann. Þetta er aðeins brot af því fjármálamisferli og skjalafalsi sem Brynjólfur er grun- aður um. Brynjólfi hefur verið boðið að segja af sér embætti sveit- arstjóra en hann hefur ekki viljað gera það. Grímsey Brynjólfui hefur ekki viljað segja af sér embætti þótt lionum hafi staðið það til boða. SKRIFAÐI HÆÐARMÆLI A HREPPSTJÓRANN EINAB ÞOB SI6URÐSS0N blaðamcidur skrifar 1 Brynjólfur Amason, sveitarstjóri Grímseyjarhrepps, keypti samkvæmt heimildum DV hæðarmæli fyrir 290 þúsund krónur. Brynjólfur lét það líta þannig út að mælirinn væri keyptur fyrir Bjarna Magnússon, hreppstjóra í Grímsey. Þær upplýsingar komu ffam á nótu sem fylgdi mælinum. Bjarni kom hins vegar hvergi nærri kaupum á mælinum. Þetta er aðeins brot af því fjár- málamisferli og skjalafalsi sem Brynjólfur er grunaður um. Sveitar- stjórnarmenn ásamt endurskoðend- um hafa rannsakað gögn hreppsins undanfarnar vikur. Síðan rannsókn hófst hefur margt misjafnt komið í ljós í fjármálum hreppsins sem rekja má til Brynjólfs. Notaður í Reykjavík Samkvæmt heimildum DV nutu einstaklingar tengdir Brynjólfi í Reykjavík góðs af hæðarmælinum. Þegar mælirinn var keyptur skrifaði hann nafn hreppstjórans á nótuna sem fylgdi með mælinum og lét það líta þannig út að hann keypti mæl- inn. Mælirinn skilaði sér hins vegar ekki til Grímseyjar og leikur grunur á að hann hafi verið notaður af kunn- ingjum Brynjólfs í Reykjavík. Upp komst um mál Brynjólfs þeg- ar DV fjallaði um þjófnað hans á 12.900 lítrum af olíu ffá árinu 2003 til ársins 2007 þegar Brynjólfur starf- aði sem umboðsmaður Olíudreifing- ar hf. Brynjólfur greiddi upphæðina hins vegar til baka en fyrir þjófnað- inn var hann dæmdur í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Aðr- ir sveitarstjórnarmenn höfðu ekki heyrt um þjófnaðinn þegar blaða- maður DV náði tali af þeim. I kjöl- Mælirinn skilaði sér hinsvegarekkiti! Crímseyjar og leikur grunur á að hann hafi verið notaður í Reykja- vík. farið hófu þeir rannsókn á bókhaldi hreppsins og við þá rannsókn kom margt misjafnt í ljós. Skrifaði afsökunarbréf DV hefur áður fjallað um kaup hans á skotbórhulyftara sem kost- aði hreppinn fimm til sex milljónir króna. Ekki hafði fengist samþykki fyrir kaupunum og bar Brynjólf- ur því við að lyftarinn hefði verið borgaður úr hans eigin vasa. Þegar endur- skoðendur gerðu at- hugasemd við kaupin á skotbómulyftaran- um í vor reyndi Brynj- ólfur að hylma yfir þau. Hann er sagður hafa falsað afsökunar- beiðni frá endurskoð- anda hreppsins til sjálfs sín. í bréfinu stóð meðal annars að mistök hefðu átt sér stað þegar at- hugasemdir voru gerðar vegna kaupa hreppsins á lyftaranum. Beðist var velvirðingar á mistökunum og tekið fram að ekkert óeðli- legt hefði verið við kaupin. Þau hefðu verið kostuð af Brynjólfi og að hreppurinn hefði ekíd komið nálægt kaupunum. Vill ekki segja af sér Brynjólfi hef- ur verið boðið að segja af sér embætti sveitarstjóra. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja af sér en Brynjólfur fór í veik- indaleyfi til Akureyrar skömmu eftir að málið kom upp. Gunnar Hann- es Hannesson heftir tekið við starfi Brynjólfs á meðan hann er fjarver- andi. Garðar Ólason sveitarstjórnar- maður er orðinn varaoddviti. Ómögulegt verður að teljast að Brynjólfur haldi starfi sínu sem sveitarstjóri. Til að skera úr um hvort Brynjólfur eigi að hætta sem sveitar- stjóri þarf að halda fund með sveitar- stjórnarmönnum, sveitarstjóranum og öðrum málsaðilum. Málið hefur ekki enn verið kært til lögreglunnar en samkvæmt heimildum DV verð- ur það líklega gert milli jóla og nýárs eða fljótlega eftir að nýtt ár gengur í garð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.