Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblaö PV Allt að tólffaldur munur er á kostnaði við að setja upp og halda úti léni á íslandi og í Danmörku. Árgjald léns með .com-endingu er einn tólfti af árgjaldi léns með .is-endingu. Vinnuhópur á vegum samgönguráðuneytisins vinnur nú að hugmyndum um framtíðarskipan lénamála. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri Internets á íslandi, segir að verið sé að bera saman epli og appelsínur. RANDYRLEN ÆSá s mei ^mað 1 ^*yrii SES^ heii á sem setur upp heimasíðu með íslenskri .is-endingu þarf að borga margfalt hærra verð ir lénið en sá sem setur upp heimasíðu með erlendri end- ingu. Tuttugu þúsundasta virka lénið með .is-endingu var skráð hjá Internet á íslandi, ISNIC, í nóvember. Stoínkostnaður við að koma upp léni á íslandi er 12.450 krónur. Inni- falið í því er stofngjald og ársgjald fyr- ir fyrsta notkunarárið. Arsgjaldið fyrir að halda uppi .is-léni er 7.918 krónur. Sé lénið með .com-endingu, eins og . það kemur fyrir á vefsíðunni whois. com, er ársgjaldið aftur á móti í kring- um 650 krónur á ári, en .com er í eigu fyrirtækisins Verisign. Þá er kostnað- urinn við uppsemingu léns á íslandi tólffaldur á við Danmörku. Úthlutun léna er alfarið í umsjón ISNIC, en fyrirtækið var stofnað árið 1995 og tók við rekstri sem Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Is- landi höfðu sett á laggirnar árið 1987. Þaðan var það selt af ríkinu til íslands- síma árið 2000 sem síðar fór undir Teymi. Modemus ehf. keypti í mars á þessu ári 88,15 prósent í Interneti á ís- landi, en þar af eiga Jens Pémr Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, og Islands- póstur saman yfir 50 prósent. Helst illa á formönnum Nú er að störfum vinnuhópur um framtíðarskipan lénamála á Islandi, hann var settur á laggimar nú síðsum- ars. Formenn þess starfshóps hafa ekki verið langlífir því þriðji formað- urinn tekur við nú í janúar. Hópnum var falið að fara yflr hvernig úthlut- un léna er háttað hérlendis og huga að leiðum til hagsbóta. Að sögn Ró- berts Marshall, aðstoðarmanns sam- gönguráðherra, er litið í því samhengi til ríkja í kringum ísland, líkt og Fær- eyja og Danmerkur. Róbert segir ýmis dæmi um að lénakostnaður sé marg- falt meiri á fslandi en f öðmm ríkjum. Viðkomandi á lénið Jens Pémr Jensen, framkvæmda- stjóri Internets á Islandi, segir þann grundvallarmun á þessu að ISNIC sé rótarlénsskráningaraðili. Ekki sé hægt að búa til lén nema á einum stað í einu, en þau séu búin til út frá staðli sem kallaður er IDN. Hann segir grundvallarmuninn á .is-lénunum og mörgum úti í heimi þá að ISNIC skaffl öll lén sem láti svo öðrum eftir að hýsa þau. Þar af leiðandi er viðkomandi frjálst að gera hvað sem hann vill við lénið ef hann vill flytja sig milli hýsing- araðila. Jens Pémr segir að í mörgum lönd- um, þar á meðal í Danmörku, sé mál- um háttað þannig að hýsingaraðilar séu komnir með tögl og hagldir í út- hlutun léna og eignarhajdi þeirra. Þar með séuþeirkomnirbeggjavegnavið borðið og geti því hindrað viðskipta- vini sína í að flytja sig annað ef þeir eru ósáttir við þjónustu hýsingaraðil- ans þar sem þeir geta sagst eiga lénið. Hann bendir á að mörg lönd hafi far- ið illa út úr ástandi sem þessu, þar á meðal .rus í Rússlandi og .cn í Kína. Dýrt en traust Jens Pétur viðurkennir að ,is sé dýrt lén en segir á móti að það sé af- skaplega traust. „Við viðhöldum því að skráningar séu sem réttastar þannig að við gemm alltaf rakið lénin til eig- enda eða ábyrgðarmanna. Við erum með vélrænan búnað sem fer yfir all- ar skráningar og ef einhverjar reynast ekki réttar er viðkomandi gefinn kost- ur á leiðréttingu. Ef engin berst lokum við fyrir lénið," segir Jens Pétur. Jens Pémr segir þetta vera ólflct því sem gerist í mörgum örðum löndum, þar sem eftirliti með þessum málum sé ábótavant. Þetta verði til þess að auð- veldara sé að fylgjast með hvort verið sé að nota lénin til einhvers óæskilegs ráðabruggs. Hann segir að vinnuhóp- urinn sem nú er að störfúm verði fyrst og fremst að hugsa til þess að hug- myndirnar um breytingar komi ekki niður á gæðunum á íslenskum lén- um. „Ef menn eru að horfa til þess að lækka kostnað held ég að menn ættu að horfa til þess hvort fella megi nið- ur virðisaukaskattinn á lénunum. Út- lendingar sem vilja koma sér upp .is- léni þurfa til að mynda ekki að borga hann," segir Jens Pétur. Jens Pémr segir um 30 milljónir renna í ríkissjóð á ári vegna sölu á lénum. Miðað við 20 þúsund lén þar sem _____ eru rukkaðar 7.918 krónur í árs- gjöld eru tekj- urn- ar af þeim tæp- ar 160 milljónir króna. roberthb@dv.is Róbert Marshall Segir muninn margfaldan samanborið við önnur lönd. EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM FRI LEGUGREI og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum www.rumgott.is Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.