Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Umræða DV HVAÐ BAR HÆST í VIKUNNI? U/rtlímoííeKfHaLeir' W w IV W wulfimomenthrtler.com By Mikael Wulff & Anders Morgenthaler Svavar sex ára upplifir sín fyrstu stóru svik V\ Dúlli, Bóbó...Skalli?! Hvað eruð þið að gera við sparigrísinn minn? Systkinin sameinuð á ný „Það var svolítið sögulegt sem gerðist hjá mér um jólin. Við erum þrjú systkinin og höfum undanfarin tíu ár ekki getað eytt jól- unum saman. Fólk hefur verið erlendis, ég fór til dæmis út í nám og svo á ég systur sem hefur verið talsvert fjarverandi. Þetta var sem sagt í fyrsta skipti í ára- tug sem við vorum öll systkinin í faðmi fjölskyldunnar. Ég er ekki frá því að það hafi verið foreldrum mínum til mikillar ánægju að hafa öll börnin sín hjá sér í íyrsta skipti í langan tíma. Þetta voru afskap- lega skemmtilegir endurfundir. Það skiptir mestu máli í lífinu að eiga góða að og þetta var það sem bar hæst hjá mér í vikunni. Hvað fréttir og annað varðar hef ég lít- ið séð markvert þótt ég sé mikill fréttafík- ill, enda jólin nýbúin og blöð lítið komið. Venjulega fylgist ég mjög vel með." Þórdís Elva Bachmann, leikari og leikskáld Samfylkingin mótmælir „Að mínu mati ber það hæst að Þor- steinn Davíðsson haii verið skipaður sem dómari. Þetta eru merkilegar fréttir og ekki síst í ljósi viðbragða frá Samfylkingunni. Þeir hafa lýst yfir óánægju sinni með þessa ráðningu og það sýnir að þessi ríkisstjórn stendur ekki alltaf saman. Samfylking- armenn eru búnir að finna sig aftur, þeir hafa nú unnið með Sjálfstæðisflokknum í nokkra mánuði og eru núna búnir að fatta hvernig það er að vinna með sjálfstæðis- mönnum. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvaða rök eru að baki þessari ráðningu. Árni Mathiesen hefur enn ekki fært al- mennileg rök fyrir máli sínu en hann hef- ur sagst vera ósammála nefndinni. Hvort þetta er nægilega gott svar, það veit ég ekki," segir Paul F. Nikolov, varaþingmaður vinstri grænna. Paul F. Nikolov, varaþingmaður vinstri grænna Ellefu tónleikar Frostrósa „Jólin bar auðvitað hæst í vikunni. Það fer ekki á milli mála," segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona. Hún hefur lítið frí tekið sér á árinu en er nú loks farin að slaka á. „Það má eiginlega segja að frá septembermánuði hafi ég verið fullbókuð út árið. Það hefur verið mikið að gera og ég kann stundum ekki að slaka á. Síðustu daga hef ég hins vegar náð að sofa vel og mikið," segir hún. Regína er yfirkennari í söngskóla sem var að ljúka fýrir jólin. Því fylgdi bæði erill og skemmtilegheit, og strax er farið að skrá á námskeið á næsta ári. „Síðan var ég að gefa út plötu og söng á ellefu tónleikum með Frostrósum í desember. Það var mikið álag, bæði andlega og raddlega. En nú er ég komin í afslöppun þar til skólinn byrjar aftur. Ég ákvað að eftir Frostrósir þyrfti ég að þegja aðeins," segir hún hlæjandi og ætíar sannarlega að endurnýja batteríin í fríinu. Regína Ósk Óskarsdóttir, söngkona Kirkjusókn og kaupmáttur „Það voru náttúrlega jólin. Mér finnst gott þegar jólin fá að vera jólin þar sem fjölskyldan kemur saman og heldur í góðar hefðir. f mínum huga stendur það upp úr þessa vikuna. Mér fannst ánægjulegt að sjá að met var slegið í kirkjusókn landsmanna um þessi jól. Ég held að við getum þakkað andstæð- ingum kirkjunnar fyrir hressilegan mál- flutning síðustu vikur ársins. í ljósi þeirrar umræðu áttaði þjóðin sig á þvf að enginn veit hvað átt hefur fýrr en misst hefur og stefndi í kirkju fyrir jólin. Síðan var athyglivert að fylgjast með því að kaupæðið fyrir jólin eykst bara ef eitt- hvað er. Það helst í hendur við kaupmátt hvers tíma og svo virðist vera sem neysla og kaupmáttur þjóðarinnar hafi verið mik- ill síðustu ár. Að því leytinu til er það bara jákvætt og vonandi verður áframhald á því. Hins vegar óttast ég blikur á lofti um að það kunni að vera að breytast og dragi úr kaupmætti í kjölfarið. Annars óska ég öllum gleðilegrar hátíð- ar og þakka fyrir gott samstarf á árinu." Óskar Bergsson, varaborgar.fulltrúi Framsóknarflokksins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.