Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblað PV Aðeins tvítug hóf hún að vinna á danskri sauma- stofu, eftir það varð ekki aftur snúið. f dag rekur hún saumastofuna og verslun- ina Textiline á Laugavegi 101 sem hefur lifað farsælu lífi í heil þrettán ár. Jóhanna Harðardóttir, sauma- kona og eigandi, gaf okkur innsýn inn í heim saumaskaparins. Hlýjar móttökur Það eru margir sem hafa komið við á saumastofunni og versluninni Textiline á Laugavegi 101 í gegnum tíðina og látið sauma á sig dýrind- is kjóla, kjólföt eða látið laga eitt og annað. Þegar dyrunum á þess- ari þekktu saumastofu er lokið upp tekur á móti manni lífsglöð, bros- andi Jóhanna Harðardóttir, sauma- kona og eigandi verslunarinnar. Jóhanna er þekkt fyrir einstaklega persónulega og góða þjónustu í verslun sinni. Þó mikið sé að gera gefur Jóhanna sér alltaf smá tíma til að spjalla við viðskiptavini sína um daginn og veginn. Hún saumar ekki bara falleg föt, heldur hefur einnig áhuga á að vita hvert tilefnið er fyr- ir sérsaumuðu fötin og sýnir fólki að hún gerir þetta með heilum hug. „Ég á mjög stóran hóp af tryggum og góðum fastakúnnum sem hafa fylgt mér í gegnum árin, bæði fyrir- tæki og einkaaðilar. Mér þykir mjög vænt um viðskiptavini mína," segir Jóhanna. Sjálfmenntuð Jóhanna er sjálfmenntuð en hún byrjaði að fikta við að sauma um tvítugt. Hún hóf störf á saumastofu í Danmörku og saumaði þar ýmis sýnishorn fýrir tískusýningar. „Þar lærði ég nánast allt sem ég kann en ég hef nú einnig tekið ýmsa kúrsa í gegnum árin," segir Jólianna. Hún tók sig til árið 1994 og hóf þá eigin rekstur þegar hún ákvað að opna verslun í Skeifunni. „Ég byrj- aði með búðina og saumastofuna þar en flutti reksturinn síðan nið- ur á Laugaveg 101, fjórum árum seinna." Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig það kom til að ung kona sem var á kafi í barnauppeldi tók sig til og dembdi sér í djúpu laugina með fyrirtækjarekstur. „Ég hef alltaf verið að sauma og haft brennandi áhuga á saumaskap og öllu því sem tilheyrir. Mér fannst á þessum tíma vanta saumastofu þannig að ég ákvað að slá til," seg- ir Jóhanna Breyttir tímar Það er óhætt að segja að tím- arnir hafi breyst töluvert síðan Jó- hanna byrjaði með verslun sína. „Þegar ég byrjaði með reksturinn lagði ég mikið upp úr sölu á vefn- aðarvöru. Einnig var til boða fyr- ir kúnnann að leigja sér tíma og nýta sér alla sníða- og saumaað- SKEMMTILEGAST AÐ SAUMAGLÆSILEGA SAMKVÆMISKJÓLA stöðuna," segir Jóhanna. f gegnum árin hafa áherslurnar svo breyst gríðarlega mikið að mati sauma- konunnar. „í dag leggjum við að- aláhersluna á saumastofuna bæði fyrir fyrirtæki og „private" kúnn- ann. Við sinnum mörgum fyrir- Glæsilegt hárskraut Það verður eflaust slegist um þetta stórglæsi- lega hárskraut fyrir áramóta- og nýárspartíin. tækjum í Reykjavík með þeim hætti að sjá um aílar fatabreytingar fyrir þau. Einnig saumum við mikið eft- ir máli," segir Jóhanna. Þó svo að áhersla á saumastofuna hafi auk- ist til muna síðustu ár er þó allt- af mikil stemning í kringum búð- ina sjálfa sem enn er starfrækt í dag. í búðinni leggur Jóhanna að- aláherslu á að vera með falleg efni í kjóla, mikið af ýmsu skrauti í hár og á fatnað. Nýjasta æðið í versl- uninni er án efa glæsilega hatta- skrautið og skrautspangirnar sem Jóhanna hefur hannað og saumað sjálf. „Flest kvöld og nætur í desem- ber fóru í að hanna og sauma span- gir með ýmsu skrauti á. Það var meira að segja hálfslegist um þær í búðinni á Þorláksmessu þegar úr- valið var að minnka og borgarbú- ar voru komnir í hálfgert panik að klára jólagjafainnkaupin. Nú er ég hins vegar að einbeita mér að nýju hattaskrauti og fleiru fyrir gaml- árs- og nýársfagnaðina." Þetta er þó ekki allt því einnig býður Jóhanna upp á fataleigu þar sem í boði eru brúðarkjólar, samkvæmiskjólar og smókingföt. Mörgæsir og umferðarskilti. Á hverju vori fara af stað árleg- ar fegurðarsamkeppnir. Þá streyma fallegar snótir inn á saumastofu Jó- hönnu til að láta sauma á sig fallega kjóla. Glamúr og semelíusteinar hafa einkennt kjóla fegurðardrottn- inganna í áratugi en síðustu ár hafa kjólarnir aðeins verið að breytast að mati Jóhönnu. „Stelpurnar eru að verða djarfari í að velja öðruvísi kjóla heldur en gengur og gerist. Sem betur fer eru ekki allir steypt- ir í sama mótið. Mér fínnst það mjög skemmtilegt þegar þær koma með flottar hugmyndir og við vinn- um svo saman út frá því," segir Jó- hanna. Það eru þó fleiri en fegurð- ardrottningarnar sem láta sauma á sig kjóla og þess háttar. „Það er allt- af stór hópur sem lætur sérsauma á sig. Við sérsaumum mjög mikið af kjólum á konur á öllum aldri fyrir hin ýmsu tilefni." Á þeim þrettán árum sem Jó- hanna hefur rekið saumastofuna sína hefur hún þurft að sauma ým- islegt skemmtileg og spaugilegt. „Það skrítnasta sem ég hef saum- að eru örugglega allir dimmi- sjón-búningarnir sem ég hef gert í gegnum tíðina. Ég hef saumað allt frá mörgæsum til umferðar- skilta. Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst alltaf skemmtilegast að sauma glæsilega samkvæmiskjóla," segir Jóhanna. Uppi um öll fjöll í dag eru börn Jóhönnu upp- komin og einnig hafa bæst barna- börn í hópinn en ætli það gangi aldrei illa að sameina fjölskyldulíf- ið og reksturinn? „Það gengur bara mjög vel, þetta er allt svo heim- ilislegt hjá okkur. Barnabörnin fá stundum að koma og vera uppi á saumastofunni. Þar eiga þau sinn dótakassa. Og ekki má gleyma henni Bellu prinsessu, en það er hundurinn minn sem er alltaf með okkur á saumastofunni. Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé Saumakonan Saumakonan Jóhanna Harðardóttir er eigandi verslunarinnar Textiline á Laugavegi 101. mjög fjölskylduvænt fyrirtæki," seg- ir Jóhanna. Það er auðheyrt að líf- ið snýst að miklu leyti um vinnuna enda líka um áhifgamál og ástríðu að ræða. Það hlýtur þó einhver tími gefast til að huga að áhugamálun- um, eða hvað? „Þegar ég er ekki í vinnunni er ég uppi um öll íjöll. Ég er mikil útivistarkona og elska að fara í langa göngutúra með Bellu minni og einnig fer ég á göngu- skíði á veturna. Síðan er ég dugleg að sinna barnabörnunum þegar ég hef tíma," segir þessi orkumikla og duglega kona að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.