Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblað DV I Gríðarlegur samdráttur í hagkerfinu sem birtist í hrapi hlutabréfa í Kauphöllinni á síðari hluta ársins mun koma fram með vaxandi þunga í upphafi nýs árs. Mikill fjöldi hluthafa sem veðjuðu á útrás- arfyrirtæki eins og Exista og FL Group situr eftír með sárt ennið og hefur tapað miklum peningum. Gjald- þrotum einstaklinga fjölgar mjög, bankarnir leysa til sín vaxandi fjölda eigna og munu eftír megni reyna að fela sístækkandi eignamöppur sínar. Þetta gerist samfara kólnun í hagkerfinu í kjölfar þess að framkvæmdum lýkur á Austfjörðum og samdráttarins mun því gæta á mjög mörgum svið- um. Snemma í mars sér völvan mikinn óróa í samfé- laginu vegna fjármálaóreiðu og þungbærra vandræða hjá áberandi útrásarfyrirtæki. ■ Þetta verður þungur vetur og erfiður fyrir þá sem skulda mikið og margir sem áður bárust mikið á munu þurfa að draga mjög saman seglin. Sérstak- lega verður ástandið á húsnæðismarkaðnum erfitt vegna offramboðs og verðstöðnunar og völvan sér ríkið hafa einhver afskipti af þætti bankanna á því sviði. ■ Persónuleg gjaldþrot nokkurra þekktra einstaklinga í viðskiptalíf- inu í kjölfar þessa samdráttar munu vekja töluverða athygli fjölmiðla og áður umsvifamikill viðskiptajöfur, nánar tiltekið Hannes Smára- son, mun flytja af landi brott eftir skipbrot af því tagi snemma árs. ■ Ýmsar eignatilfærslur verða í viðskiptalífinu á fyrri hluta ársins og sérstaka athygli mun vekja breytt eignarhald á Símanum og nýir eigendur sem koma að TM. Fyrirtæki tengd gamla Sambandinu og Framsóknarflokknum verða umsvifameiri á nýju ári en nokkru sinni fyrr. Sérstaklega munu tiltektir Finns Ingólfssonar vekja umtal og jafnvel hneykslun en aðdáun í bland. Margir verða til þess að segja að Sambandið teljist endurreist þegar líða tekur á árið. Völvan sér einnig Ólaf Ólafsson sem kenndur er við Samskip koma mikið við þessa sögu. ■ Þótt framkvæmdum sé lokið við Kárahnjúka að nafninu til hverfur sú ffamkvæmd ekki úr kastljósi fjölmiðla því uppgjör og arðsemi virkjunarinn- ar verður tilefni til mikillar hneykslunar og reiði í samfélaginu. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, mun láta af störfum á árinu. ■ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, hefur mætt nokkru andstreymi og gagn- rýni meðal annars vegna ferðakostnaðar og risnu en hann á athyglisvert ár í vænd- um. Ólafur gefur kost á sér áfram til emb- ættís forseta en snemma ársins mun hann tjá sig opinberlega um atburði líðandi stundar með þeim hætti að eftír verður tekið. Margir verða til þess að gagnrýna hann fyrir að blanda sér í þjóðmál umfram það sem embættið eigi að gera og and- stæðingar hans herða sóknina á hendur honum. ■ Dorrit Moussiaeff verður áfram eftírlæti þjóðarinnar en verður fótaskortur á miðju ári þegar hún móðgar þjóðfrægan lista- mann í beinni útsendingu. Atvikið vekur þó meiri kátínu en hneykslan og dregur ekki dilk á eftír sér. \iyi\ l Fjölmiðlamarkaðurinn á fslandi verður áffam vettvangur breyt- inga. 365 samsteypan mun draga saman seglin í sjónvarpsrekstri og völvan sér skugga yfir Stöð 2 vegna samdráttar og mannabreytinga. Tilraunir til þess að hleypa nýju lífi í stöðina munu ekki ganga vel. ■ Þeir Páll Magnússon og Þórhallur Gunnarsson munu halda áfram að veita nýju blóði um æðar risans f Efstaleiti og ýmis nýmæli þar á bæ munu vekja mikla athygli á árinu. Sérstaklega munu til- raunir RÚV sem tengjast bloggheiminum vekja athygli og njóta nokkurrar velgengni fyrst í stað. Völvan sér samt umtalsverðar deilur um viðkvæmt fréttamál sem kemur upp á fyrrihluta ársins og tengist þekktum stjórnmálamanni. Kastljósið og vinnubrögð þess mun sæta mikilli gagnrýni í tengslum við það og einhverjir víkja úr sæti sínu. ■ Tímaritum fækkar á markaðnum en samdráttur verður á auglýs- ingamarkaði þegar kólnar í efhahagsh'finu á fyrri hluta ársins. Sá samdráttur kemur einnig niður á útgáfu dagblaðanna. Sérstaklega mun harðna í ári hjá Árvakri sem berst við taprekstur og á nýju ári verður útgáfu 24 stunda hætt. DV mun hjara við harðan kost en út- gáfa þess gæti breyst á árinu og útgáfudögum fækkað. ■ Dómsmál á hendur fjölmiðlum verða færri á nýju ári og þegjandi samkomulag á ritstjórnum um að stíga varlega tíl jarðar. ■ Útgáfu Nyhedsavisen í Kaupmannahöfn verður hætt snemma á ár- inu ef ekki um áramót og önnur áform um blaðaútgáfu erlendis sett til hliðar. Völvan sér eignatilfærslur tengdar þessum breytíngum. ■ Völvan sér ekki betur en að nýtt vikurit um fréttamál muni líta dagsins ljós á árinu. Þetta er blað í stíl gamla Helgarpóstsins og munu fyrstu tölublöðin vekja athygli en síðan misstígur blaðið sig herfilega og leggur upp laupana vegna þess að aðstandendur þess missa allt traust lesenda og verða að athlægi. Völvan sér þekkta bræður sem hafa marga fjöruna sopið í blaðamennsku og útgáfu tengjast þessari sneypuför. m Ekki verða öll tíðindi ársins ill tíðindi eða dapurleg því margt verður til þess að kæta þjóðina á nýju ári. Gott veður, ágætt tíðarfar og skemmtilegir hlutir í hversdagslífinu munu kæta landann því sífellt fleiri munu leggja sig fram um að njóta þeirra lífsgæða sem peningar fá ekki keypt. ísland verður nefnilega áfram á nýju ári best í heimi. Dorrit Moussaieff Vekur athygli á árinu sem endranær. SKUGGAHLIÐAR AMFELA ■ Breiðavíkurmálinu er langt ffá því lokið. Skýrsla nefndarinnar sem kennd er við Breiðavík mun vekja hörð viðbrögð því þar koma upp á yfirborð- ið enn fleiri saknæmir þættir þessa máls. Völvan sér gerendur í afbrotum á Breiðavík birtast í fjöl- miðlum í kjölfarið með dapurlegum hætti. ■ Mál af líkum toga og Breiðavíkurmál mun koma fram í dagsljós- ið á árinu og snýst um fósturforeldra sem hafa notið trausts félagsmála- yfirvalda áratugum saman en reynast ekki traustsins verðir. ■ Hrottalegt morðmál mun setja svip á ffétta- flutning á árinu og er það enn einu sinni tengt fíkniefnainnflutningi erlendra manna sem eru búsettir á fslandi. Erfiðlega gengur að upplýsa málið en völvan telur að það eigi upptök sín og vígvöll í samfélagi rétt utan við Reykjavík. Mri ITA Mi ■ Völvan sér miklar deilur um knattspymu og starfsemi samtaka á þeim vettvangi á nýju ári þar sem enn verður deilt hart um launamál og jafhrétti. Gengi FH á fótbolta- vellinum heldur áfram að dala en Valur á afar gott ár fram undan á grasinu og líklega verða þeir meistarar í úrvalsdeild á árinu Svo er að sjá sem meistarar FH muni vinna bikardeildina og fá þannig nokkrar sárabætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.