Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 47
PV Sport
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 47
eitthvað inn í þetta sem ég skildi og ég gat unn-
ið út frá því til að bæta mig sem handbolta-
maður.
Maður verður alltaf að meta það hvenær
maður á að berjast áfram eða staldra við til
að segja við sjálfan sig að hlutimir séu í tómu
tjóni og betra sé að reyna annað.
Ég fer oft í naflaskoðun, kannski of mikið,
en ég hef alltaf sagt að ef fólk ætíar að standa
sig í því starfi sem það er í þurfi það að vera í
endaíausri naflaskoðun. Stöðugt að gagnrýna
sjálft sig og aðstæðurnar sem það er í. Það leið-
ir að vísu alltaf til ákveðinnar sjálfsdýrkunar.
Þessi eiginleiki hefur ekki alltaf búið í mér.
Þú lærir þetta ekki í skóla. Það eina sem hann
kennir þér er það að einhver utanaðkomandi
dæmir þig og þú tekur einkunn frá kennara
eins og hverju öðm hundsbiti, hvort sem þú
færð 8 eða 5. Þú efast aldrei um þá sem dæma
þig en þarna varð ákveðin vakning hjá mér og
ég fór að vera gagnrýnni á allt í kringum mig,"
segir Ólafur.
Vill vera vinur þjálfaranna
Magdeburg vann þýska meistaratitilinn
á þriðja ári Ólafs hjá liðinu árið 2002. Ólaf-
ur segir að Alffeð Gíslason hafi átt stærstan
þátt í árangrinum. „Hann kom inn í félagið
og breytti öllu skipulagi sem var allt orðið svo
skítugt eitthvað. Gamli þjálfarinn var bara í
því að hrauna yfir menn og engin stefna. Alli
kom þarna inn og bjó til taktískan, líkamlegan
og húmanískan strúktúr. Þeir vom með pen-
inga á milli handanna og hann náði að sam-
eina menn með ólíkan bakgrunn að ákveðnu
markmiði. Hann tók þrjú ár í það að byggja lið-
ið upp og svo fómm við að vinna. Þannig á að
vinna hlutina.
Ég á mjög gott samband við Alfreð. Við höf-
um lent í ýmsu og komist í gegnum ýmislegt
saman sem verður ekki af okkur tekið. Það
sem tengir fólk saman. Ég er svo heppinn að
ég hef endað vel hjá öllum þjálfurum. Ég veit
ekki hvort ég hefverið að gera þeim greiða eða
þeir mér, en mér hefur alltaf fundist ég vera
svo heppinn að hitta á réttu þjálfarana. Hver
hluti lífs míns finnst mér endurspeglast í þeim
þjálfumm sem ég hefverið með.
Ég er eiginlega vinur þjálfaranna og vil
vera vinur þeirra eftir að þeir hætta. Eðli
það er eitthvað varið í íþróttamenn eiga þeir
að vera fúlir ef þeir eru í slíkum aðstæðum,"
segir Ólafur.
Hinn sanni Spánn
Ólafi líkar lífið vel á Spáni og segir að í Ci-
udad megi finna hinn sanna Spán, ómengað-
an af utanaðkomandi áhrifum. „Þar eru engir
túristar og ef þú vilt sjá Spán ferðu þangað. Ef
þú vilt sjá póstmódernískt glamúrlíf ferðu til
Barcelona.
Lífið hérna er æðislegt og allt saman er
mjög afslappað. Hinn dæmigerði Spánverji
í kringum mig er blanda af Don Kíkóta og
Sansjó Pansa. Léttur geðveiklingur sem er
með háleitar hugsjónir en veit um leið að það
besta sem hann gerir er að stunda kynlíf og
borða góðan mat, nautnaseggur. Ég hef að
nokkru leyti tileinkað mér þennan hugsun-
arhátt."
Hættur að gleyma sér í augnablikinu
Ólafur hampaði Spánarmeistaratitlin-
um á sínu fyrsta ári hjá Ciudad Real árið
2003. Hann segist hins vegar ekki hafa
gleymt sér í augnablikinu. „Fyrsti meist-
aratitillinn á Spáni var frábær, en eins og
Phil Jackson (þjálfari LA Lakers í NBA-
deildinni) segir er ég hættur að gleyma
mér í fagnaðarlátunum. Fagnaðarlæt-
in skipta öllu máli þegar þú ert ungur og
ekkert annað kemst að. Þegar maður eld-
ist fattar maður hins vegar að þetta er svo
stutt augnablik og það sem skiptir meira
máli er allt þetta sem þú gerir fram að
þeim tímapunkti að vinna. Allar æfmgarn-
ar og annað sem þú hefur lagt á þig. Maður
hættir því að gleyma sér í augnablikinu. Þú
einblínir frekar á heildarmyndina.
Það er bæði gott og slæmt. Þegar ég
vinn titil sé ég heildarmyndina og gleymi
mér ekkert í fagnaðarlátum. En á sama
tíma nýt ég þess betur að mæta á æfingar
og finnst gaman. Þetta snýst um að grípa
augnablikið og vera þar sem maður er
hverju sinni. Það mætti því segja að ég lifi
fyrir hvern dag en á sama tíma á ég erfitt
með að gleyma mér í augnablikinu, eins
undarlega ogþað hljómar," segir Ólafur.
L '
I
W
málsins samkvæmt ert þú ekki vinur þeirra
nákvæmlega á þeim tímapunkti sem þeir eru
að þjálfa þig, en minn draumur er alltaf sá að
eiga þá að vinum eftir að ég er búinn að vera
hjá þeim.
Það er svolítið skrítið að segja það en
Viggó fór aftur í það að verða þjálfari manns
úr því að vera vinur þegar hann tók við lands-
liðinu," segir hann.
Ciudad Real
Ólafur stóð sig frábærlega hjá Magdeburg
og er enn þann dag í dag markahæsti leik-
maður liðsins ffá upphafi. Ólafi fannst hann
vera búinn að na þeim markmiðum og upp-
lifa það sem hann vildi hjá þýska liðinu. Því
vildi hann henda sér í djúpu laugina, upplifa
eitthvað nýtt og gekk til liðs við Ciudad Real
á Spáni árið 2003 sem er eitt af stærstu liðum
í Evrópu.
„Það var eiginlega ekkert eftir fyrir mig til
þess að gera í Magdeburg. Ég þekkti allt inn
og út. Mín sýn er sú að þegar þú ert búinn
að gera það sem þig langar að gera en held-
ur áfram ertu alltaf að velta steininum í sama
farinu. Það er þægilegt en það vantar ögrun-
ina.
Ég vildi frekar komast í einhverja óreiðu og
takast á við nýjar aðstæður. Eins viðurkenni
ég það að ég fékk betri samning og það skipti
máíi. Einnig var þetta betra lið og á þessum
tíma var verið að safna saman einhverjum
stjörnum. Fyrstu árin vorum við með öm-
urlegan þjálfara. Við unnum að vísu titilinn
á fýrsta ári mínu en það var ekkert á bak við
það sem hann var að gera.
Fyrir tveimur árum kom Talant Duisbaev
og þá breyttust hlutirnir til hins betra. Líkt
og var þegar Alfreð kom til Magdeburg hefði
ég farið frá liðinu. Þar var maður kominn
sem sá heildarmyndina allan tímann og var
með framtíðarsýn. Það fer í taugarnar á mér
þegar það er ekkert plan og engin markmið
um það hvar menn standa eftir mánuð. Ef
Landsliðið getur vel unnið stórmót
Ólafur hefur um árabil verið burðarás í ís-
lenska landsliðinu. Hann hefur jafnan leik-
ið vel með liðinu og var til að mynda marka-
hæsti maður Evrópumótsins árið 2002. Frá
árinu 2005 hefur hann borið fyrirliðaband-
ið sem hann tók við af uppeldisfélaga sínum
úr Val, Degi Sigurðssyni. Hann ber þá von í
brjósti að landsliðið sigri á stórmóti og Ólaf
langar að vera með þegar það gerist. „Það
væri hrikalega gaman að ná að vera með í
því að sigra á einu móti. Ekki vera nýhættur
og þá fara strákarnir að vinna eitthvað. Þótt
það væri ekki nema að vera svona Björn Nil-
sen sem var Svíi sem náði einu móti áður en
hann hætti. Hann tók eitt víti held ég í mót-
inu þegar þeir unnu heimsmeistaratitilinn
árið 1990 en var búinn að vera mjög góður í
lengri tíma áður en Wislander og fleiri kallar
komu fram.
Það getur vel gerst að landsliðið vinni eitt-
hvað. Við erum að koma upp með marga
góða örvhenta leikmenn og Snorri er öflugur
á miðjunni. Auðvitað er vinstri skyttan ákveð-
ið vandamál. Logi er kandídat en hann þarf
að læra svo mikið áður en hann fer að falla
almennilega inn í þetta. Svo vantar alla mark-
vörslu, þar þurfum við að bæta okkur."
Landsliðið er ástæða þess
að ég er enn að spila
„Ástæðan fyrir því að ég er ennþá að spila
er sú að ég er að bíða eftir þessu augnabliki. Ef
ekki væri fyrir landsliðið væri ég líklega hætt-
ur að spila. Ég sé engan tílgang í því að vera að
æfa hér og vera góður en nýta það síðan ekki í
landsliðið. Svo getur vel verið að maður sé að
skemma eitthvað í landsliðinu."
Hvemig þá? „Það getur alltaf verið tvíbent
hvenær einhver er að hjálpa liði. Þó leikmaður
skori sjö mörk er hann ekki endilega að hjálpa
liði. Menn þurfa að vera réttu mennimir í
skipulaginu og það er þjálfaranna að meta hve-
nær leikmaður er að hjálpa til," segir Ólafur.
*"■
Hann segir að hann hafi oft haft það á til-
finningunni á stórmóti að hann væri í liði
sem gæti unnið titil en vonbrigðin hafi allt-
af verið tilfinningin sem lifði að móti loknu.
„Það þarf ekki að leita langt eftír svekkelsinu.
Ég hélt að augnablikið væri með okkur í síð-
ustu keppni því við vorum ansi góðir þá. En
það gekk ekki og tapið gegn Dönum var grát-
legt," segir Ólafur en fsland tapaði eftirminni-
lega fyrir Dönum í Evrópumótinu árið 2006 í
framlengdum leik.
„Fram undan eru ólympíuleikarnir og ég
hef þá von að við getum staðið okkur vel þar.
Ég er nokkuð spenntur fyrirþeim. Það er allt-
af sérstakt að spila á ólympíuleikunum því ég
hef þá trú að þeir séu hafnir yfir alla mark-
aðshyggju en þess í stað búi eitthvað húman-
ískt og heimspekilegt í þessum ólympíuloga,"
segir Ólafur.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að spila
með landsliðinu? „Þó nokkuð mikla. Þetta
er nokkuð sem maður á alltaf að virða. Mað-
ur má ekki gleyma rótum sínum. Muna eftir
því þegar maður var að vaða snjóinn á Hlíð-
arenda og þegar ég fékk símtalið um það að
búið væri að velja mig í landsliðið."
Heimspekin og framhaldið
Ólafur er með BA-gráðu í heimspeki og
hann segir hana hjálpa sér mjög mikið í
daglegu lífi. „Ég nota heimspekina mikið
í hinu daglega lífi. Hún hjálpar mér þegar
ég er í þessum daglega fasa. I henni get ég
kafað ofan í veruleika rithöfunda, hugsuða
og líf fólks. Það finnst mér frábært því þá
get ég farið út úr þessum heimi sem ég er í.
Á milli þess sem ég æfi reyni ég að komast
í sem flesta heima. Þannig verður lífið svo-
lítið fjölbreytilegt þótt það sé ekki beinlínis
af þessum veruleika sem ég er í dagsdag-
lega," segir Ólafur.
Ólafur er 34 ára og farið er að síga á
seinni hluta ferils hans. Hann hugsar til
framtíðar og segist langa að fara að snúa
sér að öðru í bráð. „Það eru breytingar
fram undan hjá mér. Líklegast hætti ég í
handbolta eftir eitt og hálft ár, þótt það
sé ekki endanleg ákvörðun. Ég ætla ekk-
ert endilega að koma til íslands þótt það
sé snilldarland ef maður kemst nógu oft í
burtu frá því," segir Ólafur Stefánsson, fyr-
irliði íslenska landsliðsins í handknattleik,
að lokum.