Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Side 59
DV Ættfræöi FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 S9 MAÐURÁRSINS Geir H. Haarde forsætisráðherra Starfsferill Geir fæddist í Reykjavík 8.4. 1951 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1971, BA-prófi í hagfræði við Brandeis University í Waltham í Massachusetts í Bandaríkjunum 1973, MA-prófi í alþjóðastjómmálum við Johns Hopkins University, School of Advanced International Studies í Washington DC í Bandaríkjunum 1975 og MA-prófi í þjóðhagfræði við University of Minnesota í Minneapol- is í Bandaríkjunum 1977. Geir var blaðamaður við Morg- unblaðið á sumrin 1972-77, hag- fræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka fslands 1977-83, aðstoðarmaður fjármálaráðherta 1983-87, varaþm. Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá 1983, er alþm. frá 1987, var formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1991-98, var fjármálaráðherra 1998- 2005, utanríkisráðherra 2005-2006 og hefur verið forsætisráðherra frá 15.6. 2006. Hann var varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 1999 og hefur verið formaður flokksins frá síðasta landsfundi 2005. Geir var formaður SUS 1981- 85, forseti Norðurlandaráðs 1995, formaður þingmannahóps vest- rænna ríkja innan Alþjóðaþing- mannasambandsins 1992-94, sat í framkvæmdastjóm sambandsins 1994- 98 og var varaforseti þess 1995- 97,formaðurflokkahópsíhalds- manna innan Norðurlandaráðs 1995-97, sat í utanríksmálanefnd Alþingis frá 1991 og var formaður hennar 1995-98. Fjölskylda Eiginkona Geirs er Inga Jóna Þórðardóttir, f. 24.9. 1951, viðskipta- fræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi og oddviti borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins. Hún er dóttir Þórðar Guðjónssonar, skipstjóra og útgerð- armanns á Akranesi sem er látinn, og k.h., Marseh'u Guðjónsdóttur hús- móður. Börn Geirs og Ingu Jónu em Borgar Þór Einarsson, f. 4.5.1975 (stjúpsonur Geirs), var í sambúð með Unni Svövu Jóhannsdóttur og eru börn þeirra Breki Þór, f. 1998, Marselía Bríet, f. 1999 og Sigrún Líf, f. 1994 (stjúpdóttir Borgars); Helga Lára, f. 27.1. 1984; HildurMaría, f. 15.11.1989. Dætur Geirs frá fyrra hjónabandi, og Patriciu Mistretta Guðmundsson, em Ilia Anna, f. 28.7. 1977, í sam- búð með Ágústi Fjeldsted og er dóttir þeirra Ingibjörg Anna, f. 2005; Sylvía, f. 9.6. 1981, í sambúð með Gunnari Bjarnasyni og er sonur þeirra Róbert Bjarni, f. 2004. Bræður Geirs: Bemhard Haarde, f. 31.1. 1938, d. 2.3. 1962, bankamaður í Reykjavík; Steindór Helgi Haarde, f. 12.9.1940, byggingaverkfræðingur og dósent við HR, búsettur á Seltjarnar- nesi, kvæntur Jórunni Hönnu Berg- mundsdóttur, húsmóður og tækni- teiknara, og eiga þau þrjú börn. Hálfsystir Geirs, samfeðra, var Lilly Kinn, f. 25.12. 1922, d. 2012. 1995, húsmóðir í Noregi og eignaðist hún eina dóttur. Foreldrar Geirs: Tomas Haarde, f. í Sandeid á Rogalandi í Noregi 14.12. 1901, d. 18.5. 1962, símaffæðingur í Reykjavík, og k.h., Anna Steindórs- dóttir, f. 3.5. 1914, d. 22.2. 2006, hús- móðir. Ætt Anna var dóttir Steindórs Helga, forstjóra Bifreiðastöðvar Steindórs Einarssonar, b. í Ráðagerði, bróður Elínar, ömmu Björns R. Einarssonar Jiljómsveitarstjóra, föður séra Gunn- ars á Selfossi. Einar var sonur Björns, b. á Litla-Hálsi, bróður Kristínar, langömmu Gissurar, föður Hannes- ar Hólmsteins prófessors. Björn var sonur Odds, b. á Þúfu í Ölfusi Björns- sonarj bróður Katrínar, langömmu Vals leikara, föður Vals, fyrrv. banka- stjóra, og langömmu Garðars, föður Guðmundar H., fyrrv. alþm. Móðir Björns á Litla-Hálsi var Jórunn, syst- ir Magnúsar á Hrauni, langafa Aldís- ar, móður Ellerts B. Schram, alþm. og fyrrv. forseta ÍSÍ. Jórunn var dótt- ir Magnúsar ríka, hreppstjóra í Þor- lákshöfn Beinteinssonar, b. í Þor- lákshöfn Ingimundarsonar, b. á Hóli Bergssonar, ættföður Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir Steindórs Helga var Guð- rún Steindórsdóttir, b. í Landakoti í Reykjavík, bróður Jóns í Gröf, afa Ól- afs Jóhanns Sigurðssonar rithöfund- ar, föður Ólafs Jóhanns, rithöfund- ar og forstjóra. Steindór var sonur Matthíasar, kaupmanns í Hafnar- firði, bróður Árna, verslunarmanns í Hafnarfirði, langafa Matthíasar Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra, föður Árna Mathiesen fjármála- ráðherra. Annar bróðir Matthíasar, KOWVRSIXS Geir Hilmar Haarde forsætis- ráðherra stiniplaði sig inn sem nýr formaður Sjálfstæð- isflokksins með góðurn kosningaúrslitum í alþingis- kosningunum síðastliðiö vor. Með ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkinguna gekk hann á svig við vilja Morgunblaös- ins og hins hnignandi flokks- eigendafélags og gjörbreytti þar með hinu pólitíska landslagi síðastliðin tólf ár. kaupmanns í Hafnarfirði, var Páll, langafi Ólafs Björnssonar, hagfræði- prófessors og fyrrv. alþm., og Guð- rúnar, móður Vilmundar ráðherra, Þorvalds hagfræðiprófessors og Þor- steins heimspekiprófessors Gylfa- sona. Matthías var sonur Jóns, pr. í Arnarbæli Matthíassonar, stúdents á Eyri, bróður Markúsar, langafa Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Matthí- as var sonur Þórðar, ættföður Vigurættar Ólafssonar, ættföð- ur Eyrarættar Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Önnu var Ásrún Sig- urðardóttir, b. í Sigluvík á Sval- barðsströnd Jónssonar, bróð- ur Ásmundar, afa Guðmundar Benediktssonar ráðuneytis- stjóra. Móðir Ásrúnar var Anna, systir Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxdal. Anna var dóttir Grfrns, b. í Garðsvík, og Sæunnar Jónsdótt- ur frá Látrum. Móðir Sæunnar var Jóhanna Jóhannesdóttir, b. í Greni- vík Árnasonar. Móðir Jóhannesar var Sigríður Sörensdóttir frá Ljósavatni. Móðir Sigríðar var Guðrún Þorvalds- dóttir, pr. á Hofi Stefánssonar, skálds í Vallanesi Ólafssonar, prófasts og skálds á Kirkjubæ Einarssonar, próf- asts og skálds í Heydölum Sigurðs- sonar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Starfsferill Ingibjörg Sólrún fæddist í Reykjavík 31.12.1954 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MT 1974, BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum frá Hf 1979, var gestanemi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1979- 81 og stundaði cand. mag. nám í sagnfræði við HÍ 1981-83. Ingibjörg Sólrún stundaði ým- is almenn störf með námi 1974-81, var starfsmaður dönsku póstþjón- ustunnar 1979-81, var borgarfulltrúi Kvennaframboðs í Reykjavík 1982- 86 og Kvennalistans í Reykjavík 1986-88, sat í borgarráði 1987-88, var ritstjóri tímaritsins Veru 1988- 90 og sinnti ýmsum ritstörfum og blaðamennsku 1990-91, var alþm. fýrir Kvennalistann í Reykjavík 1991- 94, borgarstjóri í Reykjavík 1994-2003 og borgarfulltrúi frá 1994, vþm. fýrir Samfylkinguna í Reykjavík 2003, 2004 og 2005, alþm. fyrir Samfýlkinguna í Reykjavík frá 2005, var varaformaður Samfylkingarinnar 2003-2005 og er formaður hennar frá 2005. Ingibjörg Sólrún var formaður Stúdentaráðs Hf 1977-1978, sat í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgarl982-86,satífélags- málaráði Reykjavíkurborgar 1986-89, var formaður borgarráðs 1994-2003, var formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur 1994-2002, sat í stjórn Landsvirkjunar 1999-2000, var formaður miðborgarstjórnar 1999-2002, formaðurstjómarSlökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins 2000- 2003, í stjóm Samtaka sveitarfélaga á höfúðborgarsvæðinu 2002-2003, formaður dómnefndar um sldpulags- samkeppni vegna Tónlistar- og ráð- stefnuhúss 2001, formaður stjórnar Aflvaka frá 2002 og formaður hverf- isráðs miðborgar frá 2002. Ingibjörg Sólrún sat á Allsherjarþingi SÞ 1987, sat í þing- mannanefnd EFTA/EES 1991-1994, hefur setið í stjórnarskrárnefnd frá 2005, sat í utanrfkismálanefnd Al- þingis 1991-1993, félagsmálanefnd 1991-1994, heilbrigðis- og trygg- inganefnd 1991-1994, efnahags- og viðskiptanefnd2005-2006ogífslands- deild þingmannanefndar EFTA frá 2005. Hún hefúr setið í bankaráði Seðlabanka fslands frá 2003. Ingibjörg Sólrún skrifaði bókina Þegar sálin fer á kreik, minningar Sig- urveigar Guðmundsdóttur kennara, útg. 1991. Þá hefur hún skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um almenn stjórnmál og kvenréttindamálefhi. Fjölskylda Ingibjörg Sólrún giftíst 29.7. 1994 Hjörleifi Sveinbjamarsyni, f. 11.12. 1949, deildarstjóra hjá fslenska útvarpsfélaginu. Hann er sonur Sveinbjörns Einarssonar barnakenn- ara og k.h. Huldu Hjörleifsdóttur hús- móður. Synir Ingibjargar Sólrúnar og Hjör- leifs eru Sveinbjöm, f. 26.1.1983, nemi íbókmenntafræðiviðHÍ; Hrafnkell, f. 10.11.1985, nemi. Systkin Ingibjargar Sólrúnar em Kristínn Hilmar, f. 25.11. 1945, vél- stjóri í Reykjavík; Halldóra Jenný, f. 14.11. 1947, kennari í Reykjavík; Kjartan, f. 9.7. 1950, rekstrarstjóri hjá Reykjavíkurborg; Óskar Sveinn, f. 26.9. 1951, stýrimaður og verkstjóri í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar Sólrúnar em Gísli Gíslason, f. 30.11.1916, d. 23.10. 2006, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Ingibjörg J. Níelsdóttir, f. 23.2. 1918, húsmóður. Ætt Gísli var sonur Gísla þjóðhaga- smiðs á Haugi, bróður Jóns, móð- urafa Helgu Sigurjónsdóttur, fyrrv. bæjarfulltrúa í Kópavogi. Systír Gísla á Haugi var Guðrún, lang- amma Hrafnhildar Stefánsdóttur lögfræðings. Gísli var sonur Brynjólfs, hreppstjóra og dbrm. á Sóleyjarbakka Einarssonar, bróður Matthíasar, lang- afa Haralds Matthíassonar mennta- skólakennara, föður Ólafs, fyrrv. alþm. Matthías var einnig langalangafi Alfreðs Flóka. Einar var sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka Jónssonar, b. á Spóastöðum Guðmundssonar, ættföður Kópsvatnsættar Þorsteins- sonar. Móðir Gísla á Haugi var Valgerður, systír Bjama, afa Guð- mundar blinda í Víði. Móðir Valgerðar var Gróa Gísladóttír, systír C á Hæli, langafa Steinþórs, 1 alþm., föður Gests skattstjóra. Móðir Gísla verslunarmanns var Kristín Jónsdóttír, b. í Austur- Meðalholtum í Flóa Magnússonar, b. á Baugsstöðum Hannessonar, af Bergsætt. Móðir Kristínar var Kristín, systír Guðnýjar, ömmu Sigurjóns Ólafssonar myndhöggv- ara og langömmu Erlings Gísla- sonar leikara, föður Benedikts, leik- ara og leikstjóra. Kristín var dóttir Hannesar, hreppstjóra í Kaldaðarnesi, bróður Þorkels í Mundakotí, langafa Guðna Jónssonar prófessors og Ragnars í Smára. Hannes var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldaðar- nesi Hannessonar, ættföður Kaldað- arnesættarinnar Jónssonar. Ingibjörg er dóttír Níelsar, b. á Kóngsbakka Sveinssonar, sjómanns á Skagaströnd, Guðmundssonar. Móð- ir Níelsar var María, systír Jóns á Más- stöðum, föður Ingibjargar J. Ólafsson, fyrrv. aðalframkvæmdastjóra KFUM á Norðurlöndum, og langafa Guðrún- ar Halldórsdóttur, fyrrv. forstöðukonu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er almennt talin hafa sWrkt stöðu sína og Samfylkingarinnar með stjórnarsamstarfi við Sjálfstæöisflokkinn eftir kosningarnar síðastliðið vor. Sú slcoðun er meðal annars byggð á þeirri afstöðu að svo stór stjórnmálaflokkur hefði ekld með góðu inóti getað verið utan stjórnar öllu lengur í þeirri hröðu samfélagsþróun sem hér hefur átt sér stað síðastliöinn áratug og ekki sér fyrir endann á. Með stjórnarsamstarfi Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar komu formenn þessara flokka á sögulegum sáttum og gjörbreyttu pólitísku landslagi hér álandi. Námsflokka Reykjavíkur og alþk. Kvennalistans. María var dóttír Ólafs, b. á Barkarstöðum Pálssonar. Móðir Ingibjargar var Halldóra, systir Rósu, móður Hallgríms Guðjóns- sonar, fyrrv. Irreppstjóra í Hvammi í Vatnsdaf, og móður Þórhildar, konu Jóns ísbergs, fyrrv. sýslumanns og móðurArngrfrnsfsberghéraðsdómara. Halldóra var dóttir fvars, sjómanns frá Skeggjastöðum Jóhannessonar, og Ingibjargar Kristmundsdóttur, systur Þorleifs, föður Þórarins, skálds á Skúfi, afa Þorleifs Kristmundssonar, prófasts á Kolfreyjustað, og langafa Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. » 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.