Peningamál - 01.02.2000, Page 6

Peningamál - 01.02.2000, Page 6
Lækkun vísitölu neysluverðs í febrúar breytir ekki horfunum Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,3% í febrúar. Í forsendum spár Seðlabankans um verðbólgu á árinu, sem birt var í janúar, var gert ráð fyrir nokkurri lækk- un í febrúar vegna árstíðabundinna þátta, einkum vetrarútsalna. Lækkunin var að vísu heldur meiri en búist var við, en það stafar af því að áhrif vetrarút- salna (0,5% til lækkunar á vísitölu) höfðu verið van- metin. Búast má því við að þau áhrif gangi til baka á næstu mánuðum og að horfur fyrir árið í heild breyt- ist ekki mikið. Mæling vísitölu neysluverðs í febrúar er hins vegar að því leytinu til ánægjuleg að hún fól ekki í sér neina frekari óvænta verðbólgu. Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir meiri viðskiptahalla en áður var spáð Í fyrsta hefti Peningamála sem kom út í nóvember sl. voru rök færð fyrir því að viðskiptahalli ársins 1999 yrði meiri en Þjóðhagsstofnun spáði í október. Þróun vöruviðskipta við útlönd síðan þá hefur verið í sam- ræmi við þetta mat, þótt vöruviðskipti í nóvember hafi reyndar verið óvenjuhagstæð. Þessi þróun endurspeglast í endurskoðaðri spá sem Þjóðhags- stofnun sendi frá sér í desember. Þar var gert ráð fyrir að viðskiptahallinn 1999 yrði 38 ma.kr. í stað 29 eins og spáð var í október. Halli á vöruskiptajöfnuði fyrstu 11 mánuði ársins 1999 nam 21,3 ma.kr. Halli á þjónustujöfnuði var 1,8 ma.kr. og þáttagjöld umfram þáttatekjur námu 10,3 ma.kr. á tímabilinu janúar til september. Megin- óvissan í uppgjöri ársins liggur í uppgjöri þáttatekna á síðasta fjórðungi þess. Vegna þess hvernig tekjur af erlendri verðbréfaeign landsmanna eru metnar geta niðurstöðurnar verið næmar fyrir gengisþróun er- lendra verðbréfa. Árið 1998 leiddi hækkun á gengi erlendra verðbréfa undir lok ársins til þess að jöfnuður þáttatekna á fjórða ársfjórðungi varð jákvæður um fimm ma.kr. Þetta mun væntanlega hafa endurtekið sig á síðasta ári, en í minni mæli. Því er hugsanlegt að endanlegt uppgjör viðskiptajafnaðar muni sýna hagstæðari útkomu en Þjóðhagsstofnun spáði í desember, þótt ekki sé það mikil huggun í ljósi þess hve auðveldlega erlend verðbréfaeign landsmanna gæti fallið í verði á ný. Í spá Þjóðhagsstofnunar í desember var gert ráð fyrir 2½% meiri vexti innflutnings milli 1998 og 1999 en gert var í október og 1½% minni útflutningi. Í samræmi við meiri innflutning neysluvöru en áður var reiknað með spáði Þjóðhagsstofnun í desember að einkaneysla ykist um 7% í stað 6% og samneysla um 4½% í stað 3½%. Hins vegar var reiknað með heldur meiri samdrætti fjárfestingar í desember- spánni en gert var í október, en þó minni en í fyrstu spám Þjóðhagsstofnunar fyrir 1999. Meiri viðskipta- halli gerir meira en að vega upp örari vöxt einka- og samneyslu, þannig að áætlað er að hagvöxtur árið 1999 hafi orðið heldur minni en spáð var í október, eða 5% í stað 5,8%. Þessi endurskoðun breytir litlu um fyrra mat Seðlabankans. Ef eitthvað er rennir hún enn frekari stoðum undir þá skoðun bankans að alvarleg ofþensla sé í þjóðarbúskapnum. Lítið mun draga úr viðskiptahalla á árinu 2000 Að því er áhrærir horfur á yfirstandandi ári gerir Þjóðhagsstofnun einnig ráð fyrir meiri vexti einka- neyslu og fjárfestingar en fyrr var spáð. Spáð er 3% vexti einkaneyslu og að fjármunamyndun aukist um 2,7%. Einnig er gert ráð fyrir að vöxtur útflutnings hægi verulega á sér og meira en búist var við í PENINGAMÁL 2000/1 5 Tafla III Þjóðhagsyfirlit Vöxtur í % nema annað sé tekið fram 1997 1998 1 1999 2 2000 2 Einkaneysla.................................. 6,0 11,0 7,0 3,0 Samneysla .................................... 3,1 3,6 4,5 2,5 Fjármunamyndun......................... 10,5 25,9 -1,1 2,7 Þjóðarútgjöld................................ 6,2 12,2 4,7 2,8 Verg landsframleiðsla .................. 5,3 5,4 5,0 2,9 Viðskiptajöfnuður, % af VLF ....... -1,4 -5,7 -6,0 -5,6 1. Bráðabirgðatölur. 2. Spá. Heimild: Þjóðhagsstofnun J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1996 1997 1998 1999 0 5 10 15 -5 -10 -15 -20 -25 % Alls Án skipa og flugvéla Vöruskiptajöfnuður sem hlutfall af vöruútflutningi Hreyfanlegt 12 mánaða hlutfall Mynd 2

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.