Peningamál - 01.02.2000, Síða 18

Peningamál - 01.02.2000, Síða 18
PENINGAMÁL 2000/1 17 I. Inngangur Skyndilegar fjármálakreppur sem riðið hafa yfir víða um heim á undanförnum árum með víðtækum afleið- ingum fyrir viðkomandi lönd og alþjóðlegt fjármála- kerfi hafa leitt til þess að leitast hefur verið við að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir óvænt áföll í fjármálum þjóða og heimsins. Alþjóðlegar fjármála- stofnanir, ekki síst Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hafa beint sjónum að þessu viðfangsefni og beitt sér fyrir umbótum á innviðum hins alþjóðlega fjármálakerfis. Mikilvægt er talið að tryggja virkt eftirlit með starf- semi fjármálastofnana og að fylgjast með stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Þá hefur áhersla verið lögð á aukna samræmda upplýsingagjöf á milli landa. Seðlabankar hafa í vaxandi mæli tekið að fylgjast sérstaklega með þáttum sem varða stöðugleika fjár- málakerfisins í heild. Með opnun fjármagnsmarkaða og frjálsum flutningi fjármagns hefur orðið æ mikil- vægara að treysta undirstöður fjármálakerfisins í hverju landi fyrir sig og að fylgjast með þáttum sem grafið gætu undan trúverðugleika þess. Með því verði best komið í veg fyrir óvænt áföll. Algengt er að seðlabankar hafi tvö meginmarkmið, að stuðla að stöðugleika verðlags annars vegar og að heilbrigði fjármálakerfisins hins vegar. Heilbrigði fjármálakerf- is er nauðsynleg forsenda hagstæðrar framvindu í efnahagsmálum og virkrar stefnu í peningamálum. Athygli seðlabankanna beinist að styrk og skilvirkni fjármálakerfisins, þjóðhagslegu umhverfi og hættum sem í því kynnu að leynast fyrir stöðugleika fjár- málakerfisins og öryggi greiðslukerfa og ýmissa atriða sem þeim tengjast. Þessi starfsemi er frábrugð- in eftirliti fjármálaeftirlits að því leyti að hún beinist öðru fremur að þáttum sem kynnu að fela í sér hættu fyrir fjármálakerfið í heild sinni og efnahagslegan stöðugleika. Starf fjármálaeftirlits beinist á hinn bóg- inn fremur að einstökum stofnunum. Mjög mikilvægt er að seðlabankar og fjármálaeftirlit eigi með sér náið samstarf um að stuðla að traustum undirstöðum og heilbrigði fjármálakerfisins. Seðlabanki Íslands hefur gefið stöðugleika fjármála- kerfisins vaxandi gaum Í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar hef- ur Seðlabanki Íslands beint sjónum sínum í vaxandi mæli að því að fylgjast með stöðugleika fjármála- kerfisins. Frá þessum viðfangsefnum var m.a. greint í ársskýrslu bankans fyrir árið 1998. Með stofnun Fjármálaeftirlitsins í byrjun árs 1999 var bankaeftir- lit Seðlabanka Íslands sameinað Vátryggingaeftirlit- inu. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa með sér náið samstarf og skiptast á upplýsingum á grundvelli samstarfssamnings. Líkt og aðrir seðlabankar hefur Seðlabanki Ís- lands ákveðið að gefa út greinargerðir um fjármála- stöðugleika. Fyrirhugað er að þær birtist reglulega í febrúar- og ágústheftum ársfjórðungsrits bankans, Peningamála. Þessi grein er hin fyrsta sinnar tegund- ar hér. Framsetning greinanna og efnistök munu mót- ast smám saman og ráðast nokkuð af aðstæðum hverju sinni. Í þessari fyrstu grein er annars vegar fjallað almennt um fjármálakreppur og vísbendingar sem talið er nauðsynlegt að gefa gaum. Hins vegar er sjónum beint að ýmsum þáttum sem varða stöðug- leika íslensks fjármálakerfis, þjóðhagsleg skilyrði, ytri stöðu þjóðarbúsins, þróun útlána og stöðu lána- stofnana og að endingu að innlendri greiðslumiðlun. Meginniðurstöður eru dregnar saman í lokin. Á kom- andi mánuðum mun Seðlabankinn beina athygli sinni Fjármálakerfið: styrkur og veikleikar Grein þessi fjallar um vaxandi áherslu seðlabanka víða um heim á að fylgjast með heilbrigði fjármála- stofnana. Í henni er lýst athugunum alþjóðlegra stofnana og annarra á rótum fjármálakreppu og raktir ýmsir þættir sem varða stöðugleika íslensks fjármálakerfis um þessar mundir. Niðurstöður birtast í lok greinarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.