Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 27

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 27
þjóðarinnar.5 Hún hefur að jafnaði verið jákvæð á undanförnum árum en varð neikvæð um tæpa 5 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 1999. Í lok árs 1999 varð hún jákvæð á ný um liðlega 14 ma.kr. Hlutfall skammtímaskulda af gjaldeyrisforða hækkaði einnig í lok fyrsta ársfjórðungs 1999 og varð 169%, en í lok árs 1999 hafði það lækkað á ný í 110%. Erlend skammtímastaða lánastofnana nettó, sem var nei- kvæð um sem svaraði 67% af gjaldeyrisforða Seðla- bankans í lok árs 1996, varð neikvæð um 116% í lok fyrsta ársfjórðungs 1999 en hafði „batnað“ á ný í 51% í lok ársins. Aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum Veilur í stöðu fjármálastofnana geta birst í erfiðleik- um við að fjármagna starfsemi þeirra erlendis eða í versnandi kjörum þeirra á erlendum mörkuðum. Á síðasta ári hækkaði vaxtaálag á lánum til íslenskra fjármálastofnana nokkuð. Það á sér þó sennilega aðrar skýringar en þverrandi lánstraust viðkomandi stofnana. Íslenskir viðskiptabankar hafa enda allir hlotið lánshæfismat alþjóðlegra matsfyrirtækja sem ætti að gera þeim auðveldara en ella að afla erlendra lána. Í fyrsta lagi hafa síðustu ár einkennst af hagræð- ingu innan alþjóðlega fjármálageirans. Hefur það komið fram í sameiningu banka og rekstrarhagræð- ingu í kjölfar þess. Þetta hefur orðið til þess að aukn- ar kröfur eru gerðar um arðsemi eigin fjár. Ein afleið- ing þess er að vaxtaálag á útlánum hefur farið hækk- andi og var það sérstaklega áberandi á síðasta ári. Við fækkun erlendra banka vegna samruna kunna láns- heimildir til íslenskra banka að þrengjast. Þýskir bankar virðast hafa tekið við hlut japanskra banka en kunna að hafa takmarkað svigrúm til frekari útlána- aukningar hingað til lands. Í öðru lagi virðist sem lánsheimildir íslenskra fjármálastofnana hjá bönkum í Evrópu hafi verið nýttar að verulegu leyti en þær hafa verið ein helsta uppspretta erlends lánsfjár til skamms tíma fyrir íslenska banka. Í þriðja lagi voru íslenskir bankar fremur umsvifamiklir á erlendum langlánamarkaði á árinu 1999 og gekk vel í mörgum tilvikum en misjafnlega í öðrum. Í sumum tilvikum fóru lánsfjárútboð fram við fremur erfiðar aðstæður og í einhverjum tilvikum voru fleiri en einn íslenskur banki með útboð á sama tíma. Því fóru sum lánanna snemma á eftirmarkað á hærri ávöxtun en þau voru boðin á upphaflega. V. Útlán og staða lánastofnana Á undanförnum árum hafa útlán lánakerfisins vaxið hröðum skrefum. Heildarútlán þess hafa vaxið að raunvirði um nærri 97% frá árinu 1989 og um 47% frá 1995. Mikil aukning varð í útlánum til heimila um og eftir 1990 en staðvirt hafa útlán til heimila vaxið um 171% frá 1989. Heildarútlán til fyrirtækja hafa einnig vaxið mikið á þessu tímabili eða um 56% að raungildi. Hröðust var aukningin á fyrirtækjalánum á allra seinustu árum. Frá 1997 nam raunaukning þeirra um 63%. Í árslok 1995 svöruðu útlán lánakerf- isins til 184% af vergri landsframleiðslu og 203% í lok september 1999. Innlánsstofnanir Útlán innlánsstofnana hafa vaxið mikið á undanförn- um misserum. Á árinu 1999 jukust þau um rúma 75 ma.kr. eða 23%. Á árinu 1998 jukust þau um 76 ma.kr. eða 26%.6 Nokkuð dró úr útlánavextinum undir lok ársins 1999. Með miklum útlánavexti hafa innlánsstofnanir aukið hlutdeild sína á lánamarkaði þar sem vöxtur útlána þeirra hefur verið meiri en hjá öðrum lánastofnunum. 26 PENINGAMÁL 2000/1 6. Útlánavöxturinn 1998 er hér leiðréttur fyrir innlimun Verslunarlána- sjóðs í Íslandsbanka hf. síðla árs 1998. 5. Skilgreina má erlenda skammtímastöðu þjóðarbúsins sem erlendar skammtímaeignir Íslendinga að frádregnum erlendum skammtíma- skuldum. Erlendar eignir eru einkum gjaldeyrisforði Seðlabankans og erlendar skammtímaeignir lánastofnana. Erlendar skammtímaskuldir eru einkum skammtímaskuldir lánastofnana og að nokkru atvinnufyrir- tækja. Fjárhæð útistandandi víxla ríkissjóðs á alþjóðamarkaði er ekki talin með í þessari greiningu enda standa ódregin veltilán að fullu að baki henni. Erlend skammtímastaða þjóðarbúsins des. 1995 des. 1996 des. 1997 des. 1998 des. 1999 0 10 20 30 40 -10 -20 -30 -40 -50 Ma.kr. Seðlabankinn Lánastofnanir Aðrir geirar Nettóstaða Mynd 6 Lausafjáreignir að frádregnum skammtímaskuldum án víxilútgáfu (ECPP) ríkissjóðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.