Peningamál - 01.02.2000, Side 29

Peningamál - 01.02.2000, Side 29
Geiraskipting útlána Áætlað er að útlán banka, fjárfestingarlánasjóða, lánasjóða ríkis ásamt erlendu lánsfé hafi vaxið um 81 ma.kr. milli áranna 1998 og 1999 eða um 9,4%. Tæp- lega helmingur þessarar aukningar var í erlendum lánum eða 38 ma.kr. Að raungildi nam aukningin um 5,2%. Lán banka og sjóða námu í árslok 1999 um 937 ma.kr. Þar af voru 356 ma.kr. gengisbundnir eða tæplega 38%. Mest var útlánaaukningin til húsnæðis- mála einstaklinga, 33 ma.kr. Í árslok 1999 námu lán banka og sjóða til íbúðarkaupa alls 291 ma.kr. Hafa þau tæplega þrefaldast á 10 árum að raunvirði. Til þjónustugreina námu ný útlán 19 ma.kr. og til versl- unar 11 ma.kr. Útlánaaukningin til verslunar og þjón- ustu hefur því numið alls um 30 ma.kr. árið 1999, þ.a. 21 ma.kr. gengisbundinn. Námu lán banka og sjóða til þessara greina alls 94 ma.kr. í árslok 1999, þar af eru 43 ma.kr. gengisbundnir. Hlutfallslega jukust lán til þjónustugreina mest milli áranna 1998 og 1999 eða um 34%, en aukningin var 23% til verslunar og 13% til íbúðarbygginga. Nokkur breyting varð á hlutfallslegri skiptingu lána milli helstu geira á liðnum áratug. Hlutfall heildarútlána til heimila jókst úr um 32% í byrjun tíunda áratugarins í um 38% árið 1999 en hlutur fyrirtækja og ríkisins minnkaði. Hlutfall erlendra lána af heildarlánum minnkaði. Erlend lán voru rúm- lega 26% af heildarlánum árið 1999 en voru tæplega 33% í byrjun síðasta áratugar. Fyrirtækin voru lang- stærsti lántaki erlendra lána með um 65% af heild. Hlutdeild ríkisins dróst nokkuð saman en erlend lán sveitarfélaga jukust að sama skapi. Enda þótt nokkuð hafi dregið úr vexti útlána inn- lánsstofnana undir lok síðasta árs var hann enn mjög hraður. Fyrri aðvaranir Seðlabanka Íslands um út- lánavöxtinn og hugsanlegar afleiðingar hans eiga því jafnvel við og áður. Hröðum vexti útlána getur fylgt slævt útlánamat og afleiðingin orðið útlánatöp þegar þrengir að í þjóðarbúskapnum. Að mati Seðlabank- ans fólst töluverð áhætta í fjármögnun útlána lána- stofnana undir lok ársins 1998 og á fyrri hluta árs 1999 sem birtist í mikilli notkun erlendra skamm- tímalána. Dregið hefur úr þessari áhættu því að lang- tímalán hafa að töluverðu leyti leyst skammtímalán af hólmi. Geiraskipting útlána sýnir vaxandi hlut heimila og mikla útlánaaukningu í seinni tíð til versl- unar og þjónustu. Í einhverjum mæli hafa lán til þess- ara lánþega verið gengistryggð þótt þeir afla lítilla gjaldeyristekna. Áhætta þeirra er því nokkur og um leið þeirra lánastofnana sem hafa haft milligöngu um að lána gengistryggð lán til þeirra. Afkoma og eigið fé innlánsstofnana Þegar þetta er ritað liggja fyrir endurskoðaðar tölur um efnahag og afkomu viðskiptabanka og stærstu sparisjóðanna á miðju ári 1999. Samkvæmt þeim hafði afkoma þessara stofnana batnað. Auk þess höfðu fyrstu stofnanirnar birt afkomutölur fyrir árið 1999 í heild og staðfestu þær bætta afkomu og arð- semi frá fyrra ári. Mikil hækkun á verði hlutabréfa í fjármálastofnunum (sjá mynd 4) endurspeglar vænt- ingar markaðarins um áframhaldandi góða afkomu þeirra. Hreinar vaxtatekjur (vaxtamunur) viðskiptabanka og sparisjóða drógust saman úr um 4,6% af meðal- talsstöðu efnahagsreiknings á árinu 1995 í um 3,6% á árinu 1998 og vísbendingar eru um að þær hafi lækkað enn frekar á árinu 1999. Hreint tekjubil við- skiptabanka og sparisjóða, en þá hefur öðrum rekstr- artekjum verið bætt við hreinar vaxtatekjur og rekstr- argjöld dregin frá, dróst einnig saman úr um 2% af meðalstöðu efnahagsreiknings á árinu 1995 í um 1,8% á árinu 1998. Vísbendingar eru um að það hafi hækkað á ný á árinu 1999. Hagnaður viðskiptabanka og sparisjóða, en þá er til viðbótar hreinu tekjubili tekið tillit til framlaga í afskriftareikninga, tekju- og eignarskatta og óreglulegra tekju- og gjaldaliða, hefur vaxið úr 0,5% af meðalstöðu efnahagsreikn- ings á árinu 1995 í 0,9% á árinu 1998. Vísbendingar eru um að það hafi hækkað frekar á síðasta ári. Afskriftarframlög útlána voru svipuð að fjárhæð á fyrri hluta árs 1999 og á sama tímabili 1998. Á undanförnum heilum árum fóru þessi afskriftarfram- lög minnkandi frá árinu 1994 til 1997, en jukust svo aftur 1998. Hagnaður að teknu tilliti til afskriftar- framlaga jókst nokkuð stöðugt öll árin 1994 til 1998 og eru góðar horfur á að svo hafi einnig verið á árinu 1999 í heild. Í lok árs 1999 var fremur lítill hluti eigna innláns- stofnana í hlutabréfum, eða tæpir 9 ma.kr., saman- borið við um 460 ma.kr. heildarútlán og markaðs- verðbréfaeign. Hlutafjáreignin nam þó liðlega 27% af eigin fé. Því geta sveiflur í verðmæti hlutabréfa í eigu innlánsstofnana haft nokkur áhrif á arðsemi eigin fjár þeirra. Arðsemi eigin fjár viðskiptabankanna hefur auk- ist hröðum skrefum síðustu ár. Árið 1995 mældist hún 5,3%, árið 1996 8,4% og árið 1997 9,3%. Árið 28 PENINGAMÁL 2000/1

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.