Peningamál - 01.02.2000, Page 33

Peningamál - 01.02.2000, Page 33
32 PENINGAMÁL 2000/1 1. Valið milli fast- og flotgengisstefnu 1.1. Gengisstefna við frjálsar fjármagnshreyfingar Í kjölfar gjaldeyriskreppunnar í Suðaustur-Asíu og Mexíkó og ákvörðunar 11 Evrópulanda um að taka upp sameiginlega mynt hafa fræðimenn í auknum mæli velt því fyrir sér hvaða stefna henti best í peninga- og gengismálum. Sú skoðun virðist njóta vaxandi fylgis að lönd séu í æ ríkari mæli þvinguð til að velja annað hvort „harða“ fastgengisstefnu, sem felst í upptöku annarrar myntar eða myntráði, eða sveigjanlegri gengisstefnu með annað akkeri pen- ingastefnunnar en gengið. Þetta er kenningin um hina hverfandi miðju (sjá t.d. Mishkin, 1999 og Eichen- green, 1999). Meginskýring þessara áherslubreytinga er aukið frelsi í fjármagnsviðskiptum milli landa og gríðarleg aukning alþjóðlegra fjármálaviðskipta í kjölfarið. Við slíkar aðstæður, þar sem mikið fjár- magn getur streymt inn í land og síðan horfið þaðan með sama hraða, getur reynst mjög erfitt að viðhalda fastgengisstefnu og hún teflt fjármálalegum stöðug- leika í tvísýnu eins og síðar verður vikið að. Þessi þróun hefur vakið hagfræðinga og stjórn- völd víða um heim til umhugsunar um nauðsyn þess að hafa skipulega útgönguleið til vara lendi fast- gengisstefnan í vanda.2 Reynslan sýnir að leiðin frá fastgengisstefnu til meiri sveigjanleika getur verið þyrnum stráð. Niðurstöður Eichengreens (1999) sýna t.d. að í 23 af 29 tilvikum sem hann skoðar, þar sem lönd hurfu frá fastgengisstefnu til meiri sveigjan- leika, fór breytingin saman við fjármálakreppu. Til- hneiging virðist vera til að hverfa of seint frá fast- gengisfyrirkomulagi og aðeins þegar fjármálamark- aðurinn þvingar stjórnvöld til breytinga. 1.2. Kostir og gallar fasts gengis Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp helstu kosti og galla fasts gengis. Í fyrsta lagi dregur fast gengi úr viðskiptakostnaði og gengisóvissu í alþjóða- viðskiptum. Með því að draga úr gengissveiflum minnkar óvissa í viðskiptum sem hvetur til aukinna viðskipta. Líklegt er þó að bættar aðferðir við að draga úr gengisáhættu dragi úr áhrifum þessa kostn- ÞÓRARINN G. PÉTURSSON 1 Gengis- eða verðbólgumarkmið við stjórn peningamála? Í nýju umhverfi fullkomlega óheftra fjármagnshreyfinga hafa vaknað spurningar um hentugleika fast- gengis sem akkeris peningastefnunnar. Á síðustu árum hafa lönd í æ ríkari mæli tekið upp „harðara“ form fastgengis eða sveigjanlegri gengisstefnu. Í kjölfarið hefur sú spurning vaknað hvað geti leyst fast gengi af hólmi sem akkeri peningastefnunnar. Peningastefna með formlegu verðbólgumarkmiði nýtur vaxandi fylgis meðal fræði- og seðlabankamanna og hefur fjöldi ríkja tekið upp slíka stefnu á síðustu árum. Í þessari grein er fjallað almennt um þessa þróun og þeirri spurningu varpað fram hvort slík stefna gæti hentað Íslandi. 1. Höfundur er deildarstjóri hagrannsókna við hagfræðisvið Seðlabanka Íslands. Grein þessi er stytt útgáfa af tveimur greinargerðum um fyrir- komulag gengismála og formleg verðbólgumarkmið. Höfundur þakkar Arnóri Sighvatssyni, Eiríki Guðnasyni, Elínu Guðjónsdóttur, Ingi- mundi Friðrikssyni og Má Guðmundssyni fyrir gagnlegar ábendingar. 2. Samkvæmt Eichengreen (1999) þarf slík áætlun í fyrsta lagi að inni- halda skýr skilaboð um hvaða annan valkost eigi að nota sem akkeri peningastefnunnar þegar hennar nýtur ekki lengur við. Í öðru lagi þarf skýra áætlun um hvernig sveigjanleiki gengisstefnunnar verði smám saman aukinn, t.d. með víkkun vikmarka í þrepum. Tímasetning um- breytinganna skiptir einnig miklu máli. Forðast ber að skipta um stefnu þegar gjaldmiðillinn er veikur og undir þrýstingi. Hagkerfi Póllands, Ísraels og Chile eru dæmi um velheppnaða breytingu frá fastgengis- stefnu til meiri sveigjanleika. Dæmi um lönd sem héldu of lengi í fast- gengisstefnu sína og lentu í ógöngum eru hins vegar fleiri, t.d. ríki Suð- austur-Asíu, Mexíkó á síðustu árum og Brasilía snemma á síðasta ári.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.