Peningamál - 01.02.2000, Page 35

Peningamál - 01.02.2000, Page 35
Séu laun hins vegar sveigjanleg eða vinnuafl hreyf- anlegt til og frá landinu getur vinnumarkaðurinn tekið á sig aðlögunina í stað gengisins. Ísland fullnægir ekki þessum skilyrðum (sjá grein Más Guðmundssonar, Þórarins G. Péturssonar og Arnórs Sighvatssonar, 1999). Þrátt fyrir að hagkerfið sé lítið er það lokaðra en ætla mætti. Árið 1997 var t.d. hlutfall inn- og útflutnings af landsframleiðslu tæplega 72% en meðaltal iðnríkja um 70%. Tölfræði- rannsóknir gefa til kynna að miðað við stærð hag- kerfisins ætti þetta hlutfall að vera rúmlega 90%. Þar að auki virðist íslenska hagsveiflan nánast vera alveg úr takti við hagsveiflur annarra iðnríkja. Þannig eru aðeins um 5% sveiflna í hagvexti Íslands tengd hagsveiflu ESB-landa og fylgni framboðs- og eftir- spurnarskella við samskonar skelli í Evrópu nánast engin. Einnig virðist sem meginhluti hagsveiflna á Íslandi skýrist af framboðsskellum sem gerir fast- gengisstefnu enn erfiðari en ella. Að lokum hefur sennilega dregið mjög úr sveigjanleika raunlauna sem hefur verið til staðar síðustu áratugi eftir að verðbólga hjaðnaði. Íslensk reynsla og erlend gefur ekki til kynna að mikils sveigjanleika til nafnlauna- lækkana sé að vænta. Hreyfanleiki vinnuafls til og frá landinu er einnig tiltölulega lítill, þótt hann hafi aukist nokkuð á síðustu árum. Innlendur vinnumark- aður virðist því ekki nægilega sveigjanlegur til að taka við hlutverki gengisins sem megintæki aðlögun- ar að skellum. Því er ljóst að uppbygging hagkerfisins kallar á sveigjanlega gengisstefnu.6 Stjórn peningamála á Íslandi síðustu áratugi hefur endurspeglað þessa þörf með tíðum gengisfellingum og á síðustu árum með tiltölulega víðum vikmörkum sem gengið getur sveiflast innan. Sveigjanleiki gengisstefnunnar hefur því verið talsverður þrátt fyrir yfirlýst markmið peningastefnunnar um stöðugt gengi krónunnar. 2. Fyrirkomulag gengismála víða um heim - Breytt viðhorf? Á síðustu tuttugu árum hefur þeim ríkjum fækkað sem hafa gengisfestu sem formlegt akkeri peninga- stefnunnar. Árið 1979 voru um 68% aðildarríkja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) með formlega fast- gengisstefnu en aðeins 36% árið 1997. Séu ríki með sveigjanlega fastgengisstefnu einnig talin með fer hlutfallið úr 76% í 44% (IMF, 1999). Hins vegar segir formleg skipan mála ekki alla söguna. Breyting getur orðið á áherslum í gengismálum án þess að hún endurspeglist í formlegri stjórn peningamála. Þegar litið er til fjölda ríkja sem hafa haft fastgengisstefnu sem meginakkeri peningamála, jafnvel þótt formleg skipan mála segi eitthvað annað, kemur í ljós að fast- gengisstefna með einum eða öðrum hætti er enn mik- 34 PENINGAMÁL 2000/1 6. Hins vegar gæti þetta breyst í framtíðinni. Þannig getur aukið samstarf við evrusvæðið og jafnvel myntsamstarf af einum eða öðrum toga kall- að á meiri viðskipti milli landsvæðanna sem eykur aftur samhverfni hag- sveiflna svæðanna. Þannig gæti Ísland uppfyllt skilyrðin fyrir myntsam- starfi við evrusvæðið síðar meir, þótt það geri það líklega ekki í dag. Tafla 1 Hin hverfandi miðja Fjöldi landa Hlutfall (%) 1991 1999 1991 1999 Fastgengisstefna (1) Sameiginleg mynt ......................... 14 31 9 17 (2) Myntráð ......................................... 8 14 5 8 (3) Fast við eina mynt......................... 21 17 14 9 (4) Fast við myntkörfu........................ 30 13 20 7 (5) Fast með vikmörkum .................... 7 6 5 3 Samtals .......................................... 80 81 52 45 Stýrt flot (6) Gengismarkmið í raun1 ................. 7 15 5 8 (7) Skriðtenging2................................. 13 3 8 2 (8) Breytileg vikmörk2........................ 3 9 2 5 (9) Stýrt flot án yfirlýsts gengisferils3 8 26 5 14 Samtals .......................................... 31 53 20 29 (10) „Mjúk“ fastgengisstefna [= (3)+(4)+(5)] .............................. 58 36 38 20 (11) „Hörð“ fastgengisstefna [= (1)+(2)] ..................................... 22 45 14 25 (12) Flotstefna með miklum inngripum [= (6)+(7)+(8)] .............................. 23 27 15 15 (13) Flotstefna með litlum inngripum [= (9)] ............................................ 8 26 5 14 (14) „Hörð“ fastgengisstefna [= (11)] .. 22 45 14 25 (15) Miðjan [= (10)+(12)]..................... 81 63 53 35 (16) Flotstefna með litlum inngripum [= (9)] .......................... 8 26 5 14 (17) Sjálfstætt flot4................................ 42 48 27 26 1. Formlega ekkert gengismarkmið en gengið í raun notað sem meginakkeri peningastefnunnar. 2. Gengi eða vikmörkum breytt með reglulegum hætti eftir fyrirfram ákveðinni reglu. 3. Stjórnvöld grípa iðulega inn í gjaldeyris- markað til að hafa áhrif á gengi innlends gjaldmiðils þótt þau hafi enga form- lega og yfirlýsta stefnu um hvert gengið skuli stefna. 4. Gengi innlends gjaldmiðils ræðst nánast algerlega á markaði og stjórnvöld grípa sjaldan inn í og þá yfirleitt aðeins til að jafna gengissveiflur. Þetta form kemst næst því að vera hreint flot. Heimildir: IMF (1999) og IMF, International Financial Statistics, ágúst 1999. Flokkunin í (10)-(16) er þó höfundar.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.