Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 37

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 37
nánari útlistun á því hvernig seðlabankinn standi reikningsskil gerða sinna. Þar sem peningastefnan byggir á verðbólgumark- miði er ekki um að ræða neitt formlegt millimark- mið, eins og fast gengi eða tiltekinn vöxt peninga- magns. Hins vegar má segja að vegna þess lykilhlut- verks sem verðbólguspár seðlabankans gegna í stjórn peningamála með formlegu verðbólgumarkmiði sé verðbólguspáin sjálf orðin nokkurs konar millimark- mið stefnunnar (sjá t.d. Svensson, 1999 og Berg, 1999). Í reynd virkar stefnan þá þannig að seðlabank- inn gerir verðbólguspá miðað við óbreytta stefnu í peningamálum. Sé spáð verðbólga (t.d. til næstu tveggja ára) utan marka verðbólgumarkmiðsins ber seðlabankanum að bregðast við með aðgerðum í pen- ingamálum. Stjórnendur bankans velja síðan þá sam- setningu aðgerða sem þeir telja heppilegasta til að ná markmiðum hans. Reynsla þeirra ríkja sem tekið hafa upp formlegt verðbólgumarkmið virðist góð. Tekist hefur að minnka verðbólgu og verðbólguvæntingar og um- fram það sem líklega hefði mátt búast við ef formleg verðbólgumarkmið hefðu ekki verið til staðar (sjá Bernanke, Laubach, Mishkin og Posen, 1998). Í kjöl- far þess hefur einnig tekist að halda verðbólgunni niðri þrátt fyrir uppsveiflu í þjóðarbúskap þessara ríkja. Einnig virðist hafa tekist að draga úr áhrifum ófyrirséðra verðbólguskella. Hins vegar virðist her- kostnaður verðbólguhjöðnunar (í formi aukins at- vinnuleysis) ekki vera minni hjá löndum með form- legt verðbólgumarkmið en þeim sem hafa annars konar fyrirkomulag peningamála. 3.2. Hvaða lönd hafa formlegt verðbólgumarkmið? Tafla 2 gefur yfirlit yfir þau lönd sem nota formleg verðbólgumarkmið og nánari lýsingu á því hvernig stefnan er framkvæmd. Mismunandi ástæður eru fyrir því að þessi lönd hafa tekið upp þessa stefnu. Nokkur lönd, eins og Bretland og Svíþjóð, voru með fastgengisstefnu sem brast þegar traust á hana þvarr.9 Í leit þeirra að nýju akkeri peningastefnunnar varð formlegt verðbólgumarkmið fyrir valinu. Kanada hafði hins vegar reynt með litlum árangri að nota peningamagnsmarkmið. Nýjungar á fjármálamarkaði höfðu gert samband peningamagns og verðbólgu óstöðugt og töldu Kanadamenn því formlegt verð- bólgumarkmið vænlegra til árangurs. Önnur lönd, eins og Ísrael og Pólland, höfðu náð talsverðum árangri í að ná verðbólgunni niður og töldu formlegt verðbólgumarkmið heppilegustu leiðina til að við- halda þeim árangri. Síðast en ekki síst hafa rannsókn- ir í peningahagfræði leitt æ betur í ljós að stjórntæki peningamála hafa aðeins áhrif á nafnstærðir til langs tíma og að lítil verðbólga auki hagkvæmni og hag- vöxt. Þessar staðreyndir hafa aukið enn frekar áhug- ann á að nota formlegt verðbólgumarkmið sem meginakkeri peningastefnunnar. Þessi þróun endurspeglast með skýrum hætti í uppbyggingu ECB. Samkvæmt Maastricht-sáttmál- anum hefur ECB fullt frelsi til að beita stjórntækjum sínum til að ná yfirlýstu markmiði bankans um stöð- ugt verðlag. Þótt peningamagn sé, ásamt mati á verð- lagshorfum, meginviðmiðun peningastefnu bankans er endanlegt markmið peningastefnunnar að verð- bólga sé á bilinu 0% til 2%. Tilvísun til peninga- magns er arfleifð frá þýska seðlabankanum sem hafði langa reynslu af notkun peningamagnsmarkmiða. Hins vegar má með góðum rökum halda því fram að bankinn hafi alltaf haft skilgreint verðbólgumarkmið, þótt óformlegt hafi verið, þar sem hann var tilbúinn að víkja frá yfirlýstu peningamagnsmarkmiði sínu teldi hann hættu á að verðbólgan yrði utan ásættan- legra marka. 3.3. Fyrirkomulag stjórnar peningamála með form- legu verðbólgumarkmiði Nokkuð misjafnt er hvernig peningastefna með form- legu verðbólgumarkmiði er útfærð í hinum ýmsu löndum. Í þessum kafla er fjallað um þá meginþætti sem hafa þarf í huga við framkvæmd formlegs verð- bólgumarkmiðs. Hvaða mælikvarða á verðlag á að nota? Í öllum ríkjunum miðast verðbólgumarkmiðið við vísitölu neysluvöruverðlags (VNV). Helsti kostur VNV er að vísitalan á sér langa sögu og er vel þekkt meðal almennings. Þar að auki er hún mæld mánað- arlega, með lítilli tímatöf og er aldrei endurskoðuð. Mörg ríki hafa hins vegar farið þá leið að miða við VNV að frádregnum ýmsum liðum, þ.e. svokall- aða „undirliggjandi verðbólgu“. Ástæðan er sú að VNV inniheldur ýmsa liði sem eru utan áhrifasviðs 36 PENINGAMÁL 2000/1 9. Finnland og Spánn tóku einnig upp formlegt verðbólgumarkmið í kjöl- far þess að fastgengisstefna þeirra brast. Frá og með janúar 1999 eru þessi lönd hins vegar aðilar að evrusvæðinu og evrópska seðlabankan- um (ECB).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.