Peningamál - 01.02.2000, Síða 43

Peningamál - 01.02.2000, Síða 43
Greiðslujöfnunarkerfi Greiðslujöfnun byggir á því að öllum greiðslum milli uppgjörsaðila er safnað saman og í lok hvers tímabils (sem oftast er dagur eða skemmra) er reiknuð út jöfn- unarstaða (nettóstaða). Þetta ferli er á ensku kallað „clearing“. Síðan fer fram uppgjör (e. settlement) þannig að þeir sem hafa neikvæða stöðu, þ.e. skulda, greiða þeim sem hafa jákvæða stöðu. Kosturinn við þessa aðferð er að uppgjörsfærslum fækkar mjög mikið og að neikvæð staða hvers aðila verður aldrei hærri en nemur neikvæðri jöfnunarstöðu. Áætlað hefur verið að þörfin fyrir laust fé minnki um 80% þegar notuð er greiðslujöfnun fremur en rauntíma- uppgjör. Tvíhliða og fjölhliða greiðslujöfnun Tvíhliða greiðslujöfnun tekur til tveggja aðila og gera þeir þá upp innbyrðis jöfnunarstöðu sína með einni uppgjörsfærslu. Fjölhliða greiðslujöfnun fer fram þegar fleiri en tveir þátttakendur gera upp inn- byrðis jöfnunarstöðu með einni færslu til eða frá hverjum. Þá er heildarjöfnunarstaða hvers og eins reiknuð út, jákvæð ef inngreiðslur eru hærri en út- greiðslur og neikvæð ef því er öfugt farið. Áhætta Áhætta við greiðslujöfnun getur verið af ýmsum toga. Ef ekki er tryggilega búið um lagalegt umhverfi greiðslujöfnunar getur myndast veruleg áhætta í kerfinu. Þessi áhætta kemur yfirleitt ekki fram nema einn eða fleiri uppgjörsaðilar að kerfinu lendi í greiðsluþroti. Þá kemur upp lagaleg óvissa sem getur leitt til þess að kerfið hrynji eða að deilur hefjist um meðferð þeirra aðila sem urðu fyrir tjóni. Finnist lausn ekki skjótlega geta deilur valdið því að starf- semi greiðslujöfnunarkerfisins stöðvist um einhvern tíma, oft með óbætanlegu tjóni, bæði beinu og óbeinu, t.d. vegna öryggisleysis notenda. Upprakning eða sameiginleg ábyrgð Ef upp koma vandamál í greiðslujöfnunarkerfum getur eina færa leiðin til að leysa vandann verið sú að taka allar greiðslur eins uppgjörsaðila út úr kerfinu (upprakning) og endurreikna jöfnunarstöður. Þetta þykir hins vegar mjög slæm leið og í sumum tilfell- um er hún ófær, bæði vegna fjölda færslna og ekki síður vegna vandamála sem kunna að koma upp í framhaldi af henni. Því er mælt með því að aðilar að greiðslujöfnunarkerfum ábyrgist uppgjör sameigin- lega. Þetta er yfirleitt gert með því að uppgjörsaðilar setja fram tryggingar sem eru auðseljanlegar og þannig er hægt að ljúka uppgjöri þótt einn eða fleiri aðilar bregðist. Ef tryggingar nægja ekki verða þeir aðilar sem eftir eru að taka á sig skuldbindingar þess sem bregst en það getur í sumum tilvikum leitt til enn verri stöðu. Til að koma í veg fyrir að sameiginleg ábyrgð verði óhóflega mikil er í mörgum greiðslu- jöfnunarkerfum hægt að setja hámark á þær jöfnunar- stöður sem þátttakendur samþykkja gagnvart öðrum í kerfinu. Efndalok2 Miklu máli skiptir að nákvæmlega sé skilgreint hvenær greiðsla er endanleg og óafturkræf. Víða er búið að lögfesta þetta og þá jafnframt hvernig gera skuli upp kröfur vegna greiðslumiðlunar ef til greiðsluþrots kemur. Í tilskipun frá ESB eru ákvæði um að þegar greiðslur hafa borist til greiðslukerfis séu þær óafturkræfar og upphefji þar með ákvæði gjaldþrotalaga sem kunni að ganga þvert á þetta. Búið er að lögfesta þessa tilskipun hér á landi með lögum nr. 90/1999 um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum. Rauntímauppgjörskerfi Í rauntímauppgjörskerfi eru greiðslur milli tveggja uppgjörsaðila gerðar upp (endanlega) þegar innstæða á viðskiptareikningi greiðandans leyfir. Færslum sem ekki er innstæða fyrir er annað hvort vísað frá eða þær settar í biðröð sem síðan er unnið úr eftir reglum sem gilda í kerfinu. Ef lagalegur grunnur er tryggur, þ.e. að færslur teljist endanlegar við uppgjör, er engin greiðslufallsáhætta í kerfinu. Rauntímauppgjörskerfi krefjast hins vegar meira lauss fjár en greiðslujöfn- unarkerfi. Helsta áhættan í rauntímauppgjörskerfum er svokallaður baklás, en þá myndast keðjuverkandi bið allra eftir hinum. Baklás er betur lýst í ramma á bls.44 þar sem fjallað er um áhættu í greiðslumiðlun. Biðraðir Nokkuð er mismunandi hvort biðraðir eru dreifðar eða miðlægar. Þegar færslum er vísað frá, ef ekki er 42 PENINGAMÁL 2000/1 2. Efndalok er tilraun til íslenskunar á enska orðinu ,,finality“ og táknar þá stund þegar skuldbindingu greiðanda lýkur að fullu gagnvart viðtak- anda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.