Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 45
legt greiðsluuppgjör hefur farið fram. Ef þátttakandi í greiðslujöfnuninni (banki) yrði gjaldþrota væri hins vegar óvinnandi vegur að rekja upp þær færslur sem hann hefði inni í kerfinu því að hver einstök þeirra gæti hafa leitt til margra annarra færslna sem þá væru einnig í uppnámi. Ef einstakur viðskiptavinur banka yrði gjaldþrota er hins vegar ósennilegt að áhrifa þess myndi gæta að nokkru marki í greiðslukerfinu. Fyrirhugað er að stórum greiðslum (þ.e. greiðsl- um yfir einhverjum tilteknum mörkum, t.d. 5 milljónum króna) verði beint í sérstakt kerfi (stór- greiðslukerfi) þar sem þær yrðu bókaðar endanlega strax og þær berast ef innstæða leyfði en annars yrðu þær settar í biðröð sem afgreidd yrði þegar innstæða leyfði. Á þessu ári stendur til að taka í notkun rafræna skráningu verðbréfa og mun það valda straumhvörf- um í greiðslumiðlun og uppgjöri þeirra. Í stað þess að kaupandi þurfi að greiða fyrir verðbréf og bíða síðan í einhvern tíma þar til seljandi hefur framselt bréfið og komið því í réttar hendur með tilheyrandi hættu á töfum og hugsanlegum svikum verður rafrænt ígildi verðbréfsins varðveitt á einum stað og eigendaskipti og greiðsla fara fram samtímis. Greiðslujöfnunarkerfi RB Greiðslujöfnunarkerfi það sem viðskiptabankar, sparisjóðir og Seðlabanki Íslands reka þróaðist úr kerfi sem notað var þegar skipti á tékkum fóru fram handvirkt í Seðlabankanum. Kerfi þetta er í daglegu tali kallað „kerfi Reiknistofu bankanna“ (RB). RB er sameiginlegt félag ofangreindra banka og sparisjóða sem sér um ýmsa aðra sameiginlega þætti í rekstri banka og sparisjóða, t.d. bókhald og afgreiðslukerfi, 44 PENINGAMÁL 2000/1 • Greiðslufallsáhætta (e. credit risk) felst í því að sá sem greiða skal ákveðna fjárhæð getur það ekki. • Lausafjáráhætta (e. liquidity risk) felst í því að sá sem greiða skal ákveðna fjárhæð getur ekki greitt í viðeig- andi greiðsluformi. Fjármunir kunna að vera fyrir hendi en ekki í því formi sem þarf til að standa við skuldbindinguna. T.d. gæti þurft að greiða í þýskum mörkum en aðeins til Bandaríkjadalir og ekki hægt að afla þýskra marka innan tilskilins tíma. • Uppgjörsáhætta (e. settlement risk) er samheiti fyrir greiðslufallsáhættu og lausafjáráhættu. • Kerfisáhætta (e. systemic risk) er þegar greiðslufall eins aðila í kerfinu veldur keðjuverkun hjá öðrum aðil- um þannig að ekki verður gengið frá uppgjörum. Tvær meginaðferðir eru notaðar til að draga úr kerfisáhættu: Sameiginleg ábyrgð allra aðila kerfisins á greiðslufalli eins aðila og er þá nettóskuld hans skipt upp eftir ákveðnum reglum. Þetta getur þó hugsanlega leitt til greiðslufalls annarra þátttakenda. Upprakning er hin leiðin en hún getur þó hugsanlega leitt til greiðslufalls annarra þátttakenda sem áttu von á verulegum fjárhæð- um frá þeim sem lenti í greiðslufalli. • Baklás (e. gridlock) er helst til staðar í rauntímaupp- gjörskerfum þar sem ekki eru nægjanlegir lánamögu- leikar. Hann felst í því að aðilar eiga von á greiðslum og setja sjálfir af stað greiðslur í þeirri trú að þeim berist vonargreiðslan áður en kemur að skuldfærslu á þeirra reikningi. Sé greiðslubeiðninni hafnað eða hún sett í biðröð getur orðið keðjuverkun þar sem allir bíða eftir öllum. Ekki er um að ræða greiðslufall eins og í kerfisáhættu þannig að hægt er að greiða úr flækjunni með tímabundnum aðgerðum, t.d. tæknilegri jöfnun biðraðarinnar. • Hegðunaráhætta (e. moral hazard) felst í fölsku ör- yggi þátttakenda þar sem almenn trú á markaðnum er sú að t.d. seðlabanki eða ríki muni bjarga því sem miður fer án þess að þessi trú eigi sér stoð í raunveru- leikanum. Hætta er á því að þeir sem hafa þessa skoðun taki ákvarðanir í því skyni að nýta sér ástandið. Hegðunaráhætta hefur stundum verið kölluð freistni eða siðferðileg áhætta. • Tæknileg áhætta (e. technical risk) felst í því að tækni- bilun leiði til verulegrar röskunar á greiðsluflæði og/eða uppgjöri. Tæknileg áhætta getur einnig leitt til vantrúar á kerfið sem slíkt og óvissu um endanleika og skilvirkni. • Afhendingaráhætta (e. Herstatt risk) er erlendis nefnd eftir þýska bankanum Bankhaus Herstatt sem var lok- að fyrirvaralítið 1974. Hún er greiðslufallsáhætta og felst í því að afhending og greiðsla fara ekki fram sam- tímis og annar aðilinn getur stöðvað afhendingu eða greiðslu. Þessi áhætta á helst við í gjaldeyrisviðskipt- um. Áhætta í greiðslumiðlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.