Peningamál - 01.02.2000, Síða 47

Peningamál - 01.02.2000, Síða 47
greiðslumiðlun í landinu og við útlönd“. Löggjafinn hefur m.ö.o. séð ástæðu til að fela Seðlabankanum hlutverk á þessu sviði. Af greinargerð með frum- varpinu má sjá að það sé m.a. gert með hliðsjón af erlendum fyrirmyndum. Ennfremur er nefnt í grein- argerðinni að fram sé komin skýrsla um innlenda greiðslumiðlun þar sem bent er á ýmsar brotalamir. Af þessu má draga þá ályktun að bankanum sé ætlað að beita sér fyrir úrbótum. Á síðustu árum hefur kröf- unni um jafnan aðgang fjármálafyrirtækja að grunn- þáttum fjármálaþjónustu einnig vaxið fiskur um hrygg og hafa seðlabankar stutt þá kröfu. Uppgjörsreikningar og laust fé Seðlabankar hafa sérstöðu í fjármálakerfinu. Bæði er að flestar lánastofnanir hafa viðskiptareikninga hjá þeim og einnig eru þeir mikilvæg uppspretta lauss fjár. Með því að nota viðskiptareikninga í seðlabanka geta aðilar verið vissir um að greiðslur sem þar fara um eru endanlegar og án greiðslufallsáhættu og að hagsmunaárekstrar eru í lágmarki. Seðlabanki er í þeirri lykilaðstöðu að geta prentað peninga ef á þarf að halda. Þótt slíkt sé ekki gert nema að vandlega yfirveguðu máli er þetta öryggisventill sem er mjög mikilvægur. Að jafnaði krefst seðlabanki trygginga 46 PENINGAMÁL 2000/1 Nýjasta útspilið í greiðslumiðlunarmálum er skýrsla BIS sem kom út í árslok 1999. Skýrslan er kennd við John Trundle, formann vinnuhóps á vegum BIS, og fjallar um þær grundvallarreglur sem eiga að gilda í greiðslukerfum. Þessar reglur eru útvíkkun á Lamfalussy-skilyrðunum, en þau ná aðeins til greiðslujöfnunarkerfa. Trundle-skilyrðin ná til allra greiðslukerfa og má búast við að þau muni í næstu framtíð hljóta sama sess og Lamfalussy-skilyrðin hafa náð. Trundle-skilyrðin eru þessi: I. Greiðslukerfi eiga að byggja á sterkum lagalegum grunni í öllum lögsögum þar sem þau starfa. II. Reglur og aðferðir eiga að gera þátttakendum kleift að skilja auðveldlega áhrif greiðslukerfisins á fjár- hagslega áhættu sem verður til vegna þátttöku í kerfinu. III. Í greiðslukerfinu eiga að vera skýrar aðferðir vegna stýringar á greiðslufallsáhættu og lausafjáráhættu sem eiga að tilgreina ábyrgðarsvið rekstraraðila kerfisins og þátttakenda og tryggja bæði hvata og hæfni til að stjórna og ráða við þessa áhættu. IV.* Greiðslukerfið á að tryggja tímanlegt lokauppgjör samdægurs, helst á eðlilegum afgreiðslutíma en í síðasta lagi í lok dags. V.* Fjölhliða greiðslujöfnunarkerfi eiga, að lágmarki, að geta tryggt með tímanlegum hætti lok daglegrar greiðslumiðlunar þótt sá sem hefur stærstu neikvæðu greiðslustöðuna bregðist. VI. Eignir sem notaðar eru til uppgjörs ættu helst að vera í formi kröfu á seðlabanka en ef aðrar eignir eru notaðar ætti greiðslufallsáhætta þeirra að vera lítil sem engin. VII. Greiðslukerfi eiga að tryggja rekstraröryggi tölvu- kerfa og aðgengi að varakerfum þar sem hægt er að ljúka daglegum keyrslum. VIII.Þjónusta greiðslukerfa á að vera hagnýt og hagkvæm fyrir notendur. IX. Að greiðslukerfum skulu vera hlutlægar og opinber- ar aðgangsreglur sem leyfa jafnan og óhindraðan aðgang. X. Stjórnunaraðferðir greiðslukerfis eiga að vera skil- virkar, ábyrgar og sýnilegar. * Greiðslukerfi ættu að reyna að ganga lengra en sem nemur þeim lág- mörkum sem fram eru sett í þessum liðum. Ábyrgðarsvið seðlabanka Í Trundle-skýrslunni eru settar fram viðmiðanir um ábyrgðarsvið seðlabanka við beitingu grundvallarregln- anna: A. Seðlabanki ætti að skilgreina á skýran hátt markmið eigin greiðslukerfis og birta opinberlega upplýsingar um hlutverk sitt og helstu stefnumið með tilliti til mikilvægra greiðslukerfa. B. Seðlabanki ætti að tryggja að kerfi sem hann rekur starfi í samræmi við grundvallarreglur. C. Seðlabanki ætti að hafa tilsjón með því að önnur greiðslukerfi starfi eftir grundvallarreglunum og hafa til þess nauðsynlegt vald. D. Seðlabanki ætti að hafa samstarf við aðra seðlabanka og önnur viðeigandi innlend eða erlend yfirvöld við að stuðla að öryggi og hæfni greiðslukerfa m.t.t. grund- vallarreglnanna. Grundvallarreglur BIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.