Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 3
Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands Vaxtagangur Seðlabankans aðlagaður virku aðhaldi peningastefnunnar Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%. Há- marksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga verður aukin úr 25 ma.kr. í 30 ma.kr., með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósentna hækkun hámarksvaxta. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir úr 12% í 11% og daglánavextir úr 14,5% í 13%. Framangreindar vaxtabreytingar munu færa vaxtaganginn nær vöxtum sem í reynd hafa ráðið aðhaldi pen- ingastefnunnar, en fyrir þessa vaxtaákvörðun voru þeir á bilinu 9,5% til 10%. Vaxtaákvörðunin felur í sér nær óbreytt aðhald peningastefn- unnar, eða lítils háttar slökun, eftir fjárhæð og vöxtum innstæðubréfa sem boðin verða út. Aðgerðir til þess að draga lausafé úr umferð með því að bjóða út innstæðubréf til 28 daga, sem tilkynntar voru eftir síðasta fund peningastefnunefndarinnar, hafa borið árangur. Millibankavextir hafa færst inn í vaxtaganginn. Í því fólst heldur aukið aðhald peningastefn- unnar, þótt hinir virku vextir hafi áfram verið lægri en 10%. Gengi krónunnar hefur verið nokkurn veginn stöðugt frá því síðla sumars, en eigi að síður lægra en æskilegt væri. Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafa verið hófl eg og mun minni en sl. sumar. Hætta sem efnahag einkageirans stafar af lágu gengi krónunnar kann einnig að vera einhverju minni en áður var talið í ljósi nýrra upplýsinga um hversu efnahagsreikningar eru berskjaldaðir fyrir gjaldmiðlaáhættu. Endurskipulagning efnahags einkageirans, sem nú stendur yfi r, ætti að draga úr þessari áhættu enn frekar. Fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins er nú lokið. Hún er mikilvægur þáttur í viðleitni til þess að endurheimta traust og forsenda þess að ráðist var í fyrsta áfanga afnáms gjaldeyrishafta, en hann kom til framkvæmda 31. október. Eins og gert var ráð fyrir í áætlun um afnám hafta er innstreymi gjaldeyris til nýfjárfestingar nú leyft og fjárfestar hafa fulla heimild til þess að skipta söluandvirði nýrrar fjárfestingar í erlendan gjaldeyri. Fyrstu áhrif þessara aðgerða, ef einhver eru, ættu að vera að styðja við krónuna, en þegar stofn nýrrar fjárfestingar hefur myndast geta áhrifi n á gengi krónunnar verið á hvorn veginn sem er. Í því felst að gengi krónunnar verður næmara fyrir ákvörðunum í peningamálum og væntingum um þær. Verðbólga hefur hjaðnað hægar en áður var vænst, einkum vegna þess að gengi krónunnar hefur verið veikara en spáð var. Eigi að síður hefur áfram dregið úr verðbólgu. Í október var verðbólga 9,7%, en 8,8% ef leiðrétt er fyrir áhrifum hækkunar óbeinna skatta. Vegna þess að gengi krónu hefur verið lægra og samdráttur innlendrar eft- irspurnar heldur minni, eru horfur á því að verðbólga hjaðni hægar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.