Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 33

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 33 Efnahagsbatinn hefst fyrr og verður sterkari ... Samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður samdráttur innlendrar eftirspurnar tæplega 20% í ár en vegna jákvæðs framlags utanríkis- viðskipta verður samdráttur landsframleiðslu mun minni eða um 8½%. Þetta er minni samdráttur en í spám sem bankinn hefur birt á þessu ári, en í samræmi við fyrstu spá bankans eftir bankahrunið í Peningamálum í nóvember í fyrra. Efnahagsbatinn er talinn hefjast fyrr en áður var ráðgert, í takt við bjartari horfur um alþjóðleg efnahags- mál. Spáð er að ársfjórðungslegur árstíðarleiðréttur hagvöxtur verði jákvæður þegar á fyrsta fjórðungi næsta árs þótt landsframleiðsla haldi áfram að dragast saman á milli þessa og næsta árs. Nokkrum hag- vexti er spáð á árunum 2011 og 2012. Ýmsar vísbendingar eru um að alþjóðlegi efnahagsbatinn gæti orðið hraðari en grunnspáin gerir ráð fyrir eins og fráviksdæmi 2 í kafla I lýsir. ... og framleiðsluslakinn hverfur fyrr en áætlað var Eins og áður segir er innlend framleiðsla að aðlagast breyttum aðstæðum. Hluti fjármagnsstofnsins hefur tapast og aðrir framleiðslu- fjármunir farið forgörðum, gjaldþrotum fjölgað, störf tapast, þróttur nýrrar fjárfestingar er af skornum skammti, framboð lánsfjár takmark- að og færa þarf vinnuafl yfir til útflutnings- og samkeppnisgreina. Framleiðslugeta hagkerfisins hefur því minnkað um leið og eftirspurn hefur dregist verulega saman. Mat á framleiðsluspennu er því háð verulegri óvissu við aðstæður sem þessar. Einsýnt virðist þó að umtals- verður framleiðsluslaki sé fyrir hendi í þjóðarbúskapnum. Mat á stöðu á vinnumarkaði er einnig háð óvissu um jafnvægisatvinnuleysi, sem hefur líklega aukist. Niðurstöður viðhorfskannana gefa til kynna að verulegur framleiðsluslaki sé fyrir hendi. Fá fyrirtæki finna fyrir skorti á starfsfólki eða eiga í erfiðleikum með að bregðast við óvæntri aukn- ingu eftirspurnar. Athygli vekur hins vegar að svör fyrirtækja benda til þess að töluverð umskipti hafi orðið að undanförnu og aukning fram- leiðsluslaka hafi stöðvast (sjá mynd IV-18). Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að framleiðsluslakinn nái hámarki á öðrum fjórðungi næsta árs og minnki síðan smám saman. Áætlað er að slakinn hverfi nokkru fyrr en áætlað var í ágúst og að framleiðsluspennu gæti á ný á árinu 2012 (sjá mynd IV-19). Rammagrein IV-1 Þróun húsnæðisverðs: Ólíkir mælikvarðar sýna sömu þróun Á undanförnum mánuðum hefur nokkrum sinnum mælst hækkun íbúðaverðs milli mánaða og eru skiptar skoðanir á því hvort lækk- un mánuðina á undan hafi stöðvast. Bæði Fasteignaskrá Íslands og Hagstofa Íslands reikna vísitölu sem sýnir þróun íbúðaverðs hér á landi. Útreikn ingur beggja vísitalnanna byggist á sömu upplýsing- unum, þ.e. upplýsingum um þinglýsta kaupsamninga, en aðferða- fræðin er hins vegar ekki nákvæmlega sú sama. Á tímum sem nú, þegar velta á húsnæðismarkaði er í sögulegu lágmarki, getur að- ferðafræði sem notuð er við útreikning þessara tveggja vísitalna skipt máli fyrir niðurstöðuna, a.m.k. þegar horft er á skammtímasveifl ur í húsnæðisverði. Mynd IV-18 Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta og þróun framleiðsluspennu1 1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2009 1. Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Framleiðsluspenna er mat Seðlabankans. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Hlutfall fyrirtækja Ætti erfitt með að mæta óvæntri eftirspurn (v. ás) Framleiðsluspenna (h. ás) Búa við skort á starfsfólki (v. ás) % af framleiðslugetu 0 10 20 30 40 50 60 -1 0 1 2 3 4 5 2009200820072006 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-19 Framleiðsluspenna 1991-20121 -6 -4 -2 0 2 4 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.