Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 37
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
37
Hreinar skuldir hafa hins vegar meiri áhrif á sjálfbærni ríkis-
fjármála til lengri tíma litið og greiðslubyrði skattgreiðenda. Hrein
skulda staða ríkissjóðs liggur á bilinu 55-65% af landsframleiðslu á spá-
tímabilinu á meðan hrein skuldastaða hins opinbera nemur 80-90%.
Skuldahlutfallið er vissulega hátt en alls ekki fordæmalaust í alþjóðleg-
um samanburði eins og sést á mynd V-8. Skuldahlutfallið er nú lægra
en í síðustu Peningamálum þar sem hreinar Icesave-skuldbindingar
eru taldar til skulda í stað vergra skulda áður. Það er í samræmi við
alþjóðlega staðla um að færa skuli það til skuldar sem líklegt er að falli
á hið opinbera af útgefinni ríkisábyrgð. Áætlað er að hreinar Icesave-
skuldbindingar nemi u.þ.b. 20% af landsframleiðslu.
Lánsfjárþörf hins opinbera setur þrýsting á vexti
Aðhaldsaðgerðir sem settar eru fram í fjárlögum fyrir árið 2010 eru
óhjákvæmilegar í ljósi hallareksturs og mikilla skulda hins opinbera
á þessu ári. Valkosturinn að draga aðlögunina á langinn er vart fær.
Vissulega munu aðhaldsaðgerðirnar auka á efnahagssamdráttinn til
skamms tíma, því samdráttur útgjalda dregur beint úr innlendri eftir-
spurn og hækkun skatta skerðir ráðstöfunartekjur. Nauðsynlegt er hins
vegar að ná tökum á skuldastöðunni og tryggja sem fyrst sjálfbær
opinber fjármál með afgangi á frumjöfnuði. Ella er hætta á því að
mikil lánsfjárþörf hins opinbera þrýsti upp innlendum raunvöxtum
og hægi á efnahagsbatanum. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs
myndi einnig hækka, en það hefði ekki einungis áhrif á aðgengi og
kjör ríkissjóðs á alþjóðlegum mörkuðum heldur einnig á fjölda inn-
lendra fyrirtækja sem hyggjast sækja fjármagn á alþjóðlega markaði.
Ósjálfbær vöxtur opinberra skulda myndi einnig grafa undan stöðug-
leika krónunnar. Því er áríðandi að áætlun ríkisstjórnarinnar verði fylgt
eftir af festu.
Mynd V-7
Skuldir hins opinbera sem hlutfall af VLF1
1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012.
Heimildir: Fjármálaráðuneytið, Seðlabanki Íslands.
0
20
40
60
80
100
120
140
‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00
% af VLF
Verg skuld með Icesave
Verg skuld án Icesave
Hreinar skuldir
‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11
Mynd V-8
Skuldir hins opinbera og annarra landa
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, OECD, Seðlabanki Íslands.
% af VLF
Ísland
Bandaríkin
Spánn
Suður-Kórea
Japan
Ítalía
-100
-50
0
50
100
150
200
250
Heildarskuldir
2014
Hreinar skuldir
2007
Heildarskuldir
2007
Þýskaland
Frakkland
Kanada
Bretland
Ástralía