Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 37 Hreinar skuldir hafa hins vegar meiri áhrif á sjálfbærni ríkis- fjármála til lengri tíma litið og greiðslubyrði skattgreiðenda. Hrein skulda staða ríkissjóðs liggur á bilinu 55-65% af landsframleiðslu á spá- tímabilinu á meðan hrein skuldastaða hins opinbera nemur 80-90%. Skuldahlutfallið er vissulega hátt en alls ekki fordæmalaust í alþjóðleg- um samanburði eins og sést á mynd V-8. Skuldahlutfallið er nú lægra en í síðustu Peningamálum þar sem hreinar Icesave-skuldbindingar eru taldar til skulda í stað vergra skulda áður. Það er í samræmi við alþjóðlega staðla um að færa skuli það til skuldar sem líklegt er að falli á hið opinbera af útgefinni ríkisábyrgð. Áætlað er að hreinar Icesave- skuldbindingar nemi u.þ.b. 20% af landsframleiðslu. Lánsfjárþörf hins opinbera setur þrýsting á vexti Aðhaldsaðgerðir sem settar eru fram í fjárlögum fyrir árið 2010 eru óhjákvæmilegar í ljósi hallareksturs og mikilla skulda hins opinbera á þessu ári. Valkosturinn að draga aðlögunina á langinn er vart fær. Vissulega munu aðhaldsaðgerðirnar auka á efnahagssamdráttinn til skamms tíma, því samdráttur útgjalda dregur beint úr innlendri eftir- spurn og hækkun skatta skerðir ráðstöfunartekjur. Nauðsynlegt er hins vegar að ná tökum á skuldastöðunni og tryggja sem fyrst sjálfbær opinber fjármál með afgangi á frumjöfnuði. Ella er hætta á því að mikil lánsfjárþörf hins opinbera þrýsti upp innlendum raunvöxtum og hægi á efnahagsbatanum. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs myndi einnig hækka, en það hefði ekki einungis áhrif á aðgengi og kjör ríkissjóðs á alþjóðlegum mörkuðum heldur einnig á fjölda inn- lendra fyrirtækja sem hyggjast sækja fjármagn á alþjóðlega markaði. Ósjálfbær vöxtur opinberra skulda myndi einnig grafa undan stöðug- leika krónunnar. Því er áríðandi að áætlun ríkisstjórnarinnar verði fylgt eftir af festu. Mynd V-7 Skuldir hins opinbera sem hlutfall af VLF1 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Fjármálaráðuneytið, Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 % af VLF Verg skuld með Icesave Verg skuld án Icesave Hreinar skuldir ‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11 Mynd V-8 Skuldir hins opinbera og annarra landa Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, OECD, Seðlabanki Íslands. % af VLF Ísland Bandaríkin Spánn Suður-Kórea Japan Ítalía -100 -50 0 50 100 150 200 250 Heildarskuldir 2014 Hreinar skuldir 2007 Heildarskuldir 2007 Þýskaland Frakkland Kanada Bretland Ástralía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.