Peningamál - 01.11.2009, Side 49

Peningamál - 01.11.2009, Side 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 49 Verðbólguvæntingar til næstu fimm ára út frá verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði hafa hækkað töluvert frá vormánuðum og námu rúmum 4% frá september til fyrri hluta októbermánaðar. Höfðu þær hækkað úr rúmum 3% á seinni hluta maí. Hafa þarf í huga að álagið samanstendur ekki aðeins af verðbólguvæntingum heldur einnig af mismunandi áhættuþóknun tengdri verðbólgu, seljanleika skuldabréfa og fleiru ótengdu raunverulegum væntingum um framtíðarverðbólgu. Því getur reynst erfitt að aðgreina verðbólguvæntingar frá öðrum þáttum sem hafa áhrif á þessa þróun, sérstaklega þegar mikill órói er á fjármálamörkuðum. Eftir að dró úr hjöðnun verðbólgunnar með veikingu gengis krónunnar hækkaði verðbólguálagið en lækkaði svo á ný sl. sumar. Verðbólguvæntingar til lengri tíma, metnar út frá verðbólguálaginu, hafa einnig hækkað, sem er sérstakt áhyggjuefni. Verðbólguálag til fimm ára eftir fimm ár gefur vísbendingu um vænta meðalverð- bólgu næstu fimm ára eftir fimm ár. Í upphafi vaxtalækkunarferlis Seðlabankans í mars sl. hækkaði þetta verðbólguálag úr um 2% í um 4% fram að miðjum maí. Eftir það lækkaði það niður að 2,5% verð- bólgumarkmiði bankans og hélst á þeim slóðum fram að miðjum júní. Í kjölfar frekari lækkun vaxta og eftir að gengi krónunnar tók að gefa eftir, fór verðbólguálagið að hækka og hefur verið á bilinu 3%-3,5% frá miðju sumri. Verðbólga á þriðja ársfjórðungi meiri en spáð var Verðbólgan á þriðja fjórðungi ársins var 11% sem er nokkru meira en gert hafði verið ráð fyrir í Peningamálum í ágúst, en þar var spáð 10,6% ársverðbólgu. Má rekja þetta að mestu til veikara gengis krón- unnar en gengið var út frá í þeirri spá. Eins og fjallað er um í kafla IV, virðist einnig sem slakinn í þjóðarbúinu sé heldur minni en áður var talið. Því til viðbótar hefur hægt á lækkun húsnæðis og jafnvel mælst tímabundin hækkun húsnæðisliðar, sem líklega endurspeglar mæli- vanda fremur en raunverulegan viðsnúning á húsnæðismarkaði (sjá rammagrein IV-1). Þá er mögulegt að breyttar væntingar um þróun gengis krónunnar hafi umtalsverð áhrif. Undir þeim kringumstæðum er líklegt að innflytjendur hafi tekið á sig tímabundið skerta framlegð í kjölfar gengislækkunarinnar undir lok síðasta árs ásamt því að þeir kunna að hafa gengið á birgðir. Að því gefnu má búast við því að eftir því sem gengi krónunnar helst lengur lágt aukist líkurnar á því að áhrif gengislækkunarinnar komi í auknum mæli fram í hækkun innflutn- ingsverðs. Töluverð óvissa um skammtímahorfur Við mat á undirliggjandi verðbólguhorfum til skamms tíma styðst Seðlabankinn við ýmis skammtímaspálíkön. Helst er að nefna einfalt kostnaðarlíkan, sem metur fyrst og fremst áhrif gengis og launakostn- aðar á verðlag á mánaðargrunni, og ARIMA-líkan, sem horfir einungis til nýliðinnar verðbólguþróunar, einnig á mánaðargrunni. Þessi einföldu spálíkön gefa til kynna nokkuð ólíka þróun næstu mánuði: kostnaðar- líkanið spáir 6,7% undirliggjandi ársverðbólgu á síðasta fjórðungi árs- ins en ARIMA-líkanið spáir 8,0% verðbólgu. Kostnaðarlíkanið spáir síðan 5,4% undirliggjandi ársverðbólgu á fyrsta fjórðungi 2010 en Mynd VIII-7 Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs júní 2004 - október 2009 Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði % -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 20092008200720062005‘04 Húsnæði Opinber þjónusta Almenn þjónusta Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Tólf mánaða verðbólga (%) Mynd VIII-8 Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila til eins árs Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar almennings Heimild: Capacent Gallup. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 2009200820072006200520042003 12 mánaða breyting (%) Mynd VIII-9 Verðbólguvæntingar m.v. mun á framvirkum óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum1 Daglegar tölur 2. apríl 2007 - 26. október 2009 1. Verðbólguvæntingar eru reiknaðar út frá mun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa (5 daga hreyfanleg meðaltöl). Heimild: Seðlabanki Íslands. 5 ára verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi 5 ára verðbólguvæntingar eftir 5 ár út frá verðbólgu- álagi Verðbólgumarkmið Seðlabankans 0 2 4 6 8 10 12 200920082007

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.