Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 45 Í heild minnkaði þáttatekjuhallinn verulega á fyrri hluta þessa árs. Bæði vegna þess að halli á vaxtajöfnuði minnkaði, en einnig vegna þess að verulega dró úr halla á ávöxtun hlutafjár. Halli á ávöxtun hlutafjár minnkaði einkum vegna þess að til samræmis við alþjóðlega staðla er nú beitt nýrri aðferð við útreikning á ávöxtun hlutafjár.1 Eftir sem áður er halli á þáttatekjujöfnuði töluverður. Áfallnar vaxtagreiðslur ,,gömlu” bankanna endurspegla ekki raunverulegt gjaldeyrisútflæði Eins og fram kom hér að ofan má einkum rekja þáttatekjuhallann á fyrri hluta ársins til halla á vaxtajöfnuði. Vegna sérstakra aðstæðna endurspeglar vaxtajöfnuðurinn hins vegar ekki raunverlegt flæði fjár- magns á tímabilinu. Stór hluti vaxtagjaldanna eru ógreiddir áfallnir vextir ,,gömlu” bankanna, sem hafa enn ekki verið teknir til end- anlegra gjaldþrotaskipta. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum verður að hafa þessar tölur inni í þáttatekjujöfnuðinum þangað til. Til að fá betri mynd af raunverulegu greiðsluflæði til og frá landinu á tímabilinu og skuldbindingum um framtíðar greiðsluflæði er gagnlegt að horfa á þáttatekjuhallann án „gömlu” bankanna. Meðferð ófullkominna upplýsinga Því miður er algengt að upplýsingar sem liggja til grundvallar uppgjöri greiðslujafnaðar berist seint eða í ófullkomnu formi. Stundum liggja fyrir upplýsingar um lán fyrirtækis og vaxtagjöld þess en upplýsingar skortir um vaxtatekjur eða arð, eða hið gagnstæða. Við slíkar aðstæð- ur kemur til álita að horfa framhjá ófullkomnum upplýsingum vegna þess að það gefi betri mynd af undirliggjandi tekjum og gjöldum. Í nýbirtri skýrslu um efnahagsáætlun Íslands áætlar Alþjóða- gjald eyrissjóðurinn áfallin vaxtagjöld af erlendum lánum fyrirtækja og erlendar vaxtatekjur þar sem hluta upplýsinga skortir. Á fyrri hluta þessa árs hafa þessi vaxtagjöld og -tekjur ekki verið færðar í birtar tölur Seðlabankans um jöfnuð þáttatekna. Ekki er ágreiningur um að færa eigi þessi vaxtagjöld með gjöldum í jöfnuði þáttatekna. Hins vegar kann að vera gagnlegt að horfa fram hjá vaxtagjöldum og -tekjum aðila sem veitt hafa ófullkomnar upplýsingar þegar lagt er mat á undirliggjandi gjaldeyrisstrauma. Mikill viðskiptahalli á þessu ári samkvæmt opinberum tölum en undirliggjandi halli töluvert minni Jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta var jákvæður um 38,5 ma.kr. á fyrri hluta ársins en þáttatekjuhallinn nam 127 ma.kr. Viðskiptajöfnuðurinn á fyrri hluta árs var því neikvæður um 92,2 ma.kr. eða 12,6% af vergri landsframleiðslu, eins og áður hefur verið rakið. Ef leiðrétt er fyrir ofangreindum þáttum, minnkar viðskiptahallinn hins vegar úr 92 ma.kr. í 14 ma.kr. eða í tæp 2% af landsframleiðslu. 1. Fyrir árið 2008 og árin þar á undan voru söluhagnaður (e. capital gains) og sölutap (e. capital loss) tekin með inn í ávöxtun hlutafjár. Þar sem mikil lækkun varð á öllum helstu hlutabréfamörkuðum á árinu 2008 má gera ráð fyrir að þetta hafi aukið töluvert halla þáttatekjujafnaðarins á því ári. Frá og með árinu í ár er ekki tekinn með söluhagnaður eða -tap og ætti því ávöxtun hlutafjár að endurspegla betur beinan arð og endurfjárfestan hagnað. Það sem nú er reiknað út er greiddur arður og hagnaður af beinni fjárfestingu (ef hlutfallið er yfir 10%) hvort sem hann er greiddur út eða ekki. Mynd VII-3 Arður af fjárfestingu 1. ársfj. 2002 - 2. ársfj. 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma. kr. Endurfjárfestur hagnaður Arðgreiðslur Vextir hluthafalána Endurfjárfestur hagnaður erlendra aðila innanlands Arðgreiðslur erlendra aðila innanlands Vextir hluthafalána erlendra aðila innanlands Nettó endurfjárfestur hagnaður -500 -450 -400 -350 -300 -250 -200 -150 -100 -50 0 50 100 150 200 20092008200720062005200420032002 Mynd VII-4 Hreinar erlendar vaxtatekjur 1. ársfj. 1997 - 2. ársfj. 2009 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxtatekjur % af VLF (v. ás) Hreinar vaxtatekjur (h. ás) Ma.kr. -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.