Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 21 Aukið laust fé í fjármálakerfinu þarf ekki að vera vísbending um aukna verðbólgu í framtíðinni ef það endurspeglar fyrst og fremst aukna eftirspurn fjármálastofnana af varúðarástæðum. Til lengri tíma litið er slík þróun hins vegar varhugaverð. Því þarf að vinda ofan af útþenslu efnahagsreikningsins þegar eðlilegt ástand kemst á að nýju á fjármálamörkuðum. Vöxtur innlends peningamagns í umferð (M3) að undanförnu endurspeglar einnig að nokkru leyti aukna eftirspurn eftir tryggum innlánum í kjölfar hrunsins. Heldur hefur þó hægt á ársvexti M3 á undanförnum mánuðum og er hann nú tæplega 22%.3 Takmörkuð útlánastarfsemi og verulegur samdráttur millibankaviðskipta Mikil óvissa og viðleitni innlendra banka til að endurskipuleggja og minnka eigin efnahagsreikninga í kjölfar bankahrunsins leiddi til þess að ný útlán þeirra drógust saman. Traust milli markaðsaðila brast og hnökrar mynduðust í miðlun lausafjár um hefðbundna farvegi milli- bankamarkaða, eins og aukinn vaxtamunur milli millibankavaxta og vaxta á ríkisvíxlum er vísbending um.4 Svipaða hegðun má sjá víða um heim í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Hún var hins vegar enn meira áberandi hér á landi vegna umfangs bankahrunsins. Velta á innlendum millibankamarkaði hafði verið fremur takmörkuð fyrir hrun en eftir það varð hún sáralítil og nánast engin frá vormánuðum þar til nýlega að lítilsháttar lánaviðskipti til einnar nætur hófust á ný. Innlánsvextir Seðlabankans besti mælikvarði á aðhaldsstig peningastefnunnar Takmörkuð notkun veðlána frá seðlabönkum dregur úr mikilvægi svokallaðra stýrivaxta í miðlun peningastefnunnar. Þeir hafa því orðið ófullkominn mælikvarði á aðhaldsstig peningastefnunnar. Innlánsvextir seðlabanka, sem jafnan eiga að mynda vaxtagólf fyrir mismunandi viðskiptaform seðlabanka, hafa að undanförnu gefið betri vísbendingu um aðahaldstigið.5 Hér á landi hafa 7 daga veðlánavextir jafnan verið nefndir stýrivextir, en undanfarna mánuði hafa vextir á viðskiptareikn- ingum fjármálastofnana í Seðlabankanum tekið við því hlutverki, en þeir eru nú 9,5%. Eftir að útgáfa innstæðubréfa Seðlabankans hófst á ný undir lok september á vöxtum á bilinu 9,5% til 10% má segja að virkir stýrivexir hafi legið á því bili. Skammtímavextir lækka niður fyrir innlánsvexti Á vormánuðum lækkuðu daglánavextir á millibankamarkaði niður fyrir veðlánavexti Seðlabankans og að lokum niður fyrir innlánsvexti bankans í sumar. Bankarnir virðast hafa nýtt sér rúma lausafjárstöðu á markaði til að skrá sífellt lægri tilboð í millibankaviðskipti án þess að eiga raunveruleg viðskipti á þeim vöxtum, enda var lausafjár- staða þeirra svo rúm að þeir höfðu enga þörf fyrir að sækja lausafé 3. Miðað er við nýjustu upplýsingar sem eru frá september 2009. 4. Ólíkt því sem viðgengst í viðskiptum við seðlabanka eru ekki veð að baki slíkum milli- bankalánum. 5. Þetta hefur t.d. verið viðvarandi ástand í Noregi um árabil en á nú við um önnur lönd eins og Bandaríkin og Bretland. 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 18.000 AMFJD M.kr. Mynd III-3 Velta á millibankamarkaði með krónur Daglegar tölur 1. desember 2008 - 30. október 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. ÁJJM OS Mynd III-4 Vextir Seðlabanka og skammtíma markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar - 4. nóvember 2009 % Vextir á veðlánum Daglánavextir á millibankamarkaði Meðalávöxtun tekinna tilboða við útgáfu ríkisvíxla1 Viðskiptareikningar Daglánavextir Vextir á 28 daga innstæðubréfum 1. Þar sem velta á eftirmarkaði með ríkisvíxla er lítil er hér eingöngu um ávöxtunarkröfu í útboðum ríkisvíxla að ræða. Heimild: Seðlabanki Íslands. 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 OSÁJJMAMFJ N Mynd III-5 Vextir Seðlabanka og viðskiptabanka Daglegar tölur 1. janúar - 4. nóvember 2009 % 1. Einfalt meðaltal. Vextir SPRON og nb.is eru teknir út eftir 21. mars 2009. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vextir á veðlánum Hæstu vextir peningamarkaðsreikninga1 Meðalvextir peningamarkaðsreikninga viðskiptabankanna1 Viðskiptareikningar Daglánavextir Vextir á 28 daga innstæðubréfum 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 OSAJJMAMFJ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.