Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 19 lendum fyrirtækjum, sem mörg eru skuldsett í erlendum gjaldmiðlum eða nota innflutt aðföng í ríkum mæli, erfitt fyrir. Hætta er einnig á að svo lágt raungengi leiði til óhagkvæmari uppbyggingar atvinnulífs, þ.e.a.s. framleiðsluþættir færist í of miklum mæli í atvinnugreinar sem vart eru samkeppnisfærar við það raungengi sem líklegt er að ríki til lengri tíma litið. Áhrif alþjóðlegrar hagsveiflu á útflutning Stóru útflutningsgreinarnar tvær, sjávarútvegur og áliðnaður, hafa litla eða enga möguleika á að nýta lágt raungengi til að auka framleiðslu sína og útflutningsmagn. Álverin eru jafnan rekin með fullum afköstum og heildarframleiðslumagn sjávarútvegs markast af þeim hámarksafla sem leyfður er á hverju ári. Því hefur efnahagskreppan í heiminum og samdráttur í heimsverslun haft lítil áhrif á umfang útflutningsstarfsem- innar. Áhrifin koma hins vegar fram í verði útflutningsafurða þessara megingreina. Útflutningsverðlag í innlendri mynt hefur ekki hækkað jafn mikið og gengisvísitala krónunnar gefur tilefni til. Ástæðan er verðlækkun í erlendum gjaldmiðli, en flestir útflytjendur eru verðþegar og hafa því mjög takmörkuð áhrif á verðlagningu. Áhrif hinnar alþjóðlegu hagsveiflu á aðrar mikilvægar útflutn- ingsgreinar, t.d. framleiðslu lyfja, lækningatækja og búnaðar og tækja til matvælavinnslu, hefur einnig verið takmörkuð. Eftirspurn eftir þess- um afurðum er óháðari hagsveiflunni en t.d. framleiðsla varanlegrar neysluvöru. Jákvæðara útlit fyrir íslenskan útflutning Efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands hafa glæðst. Horfur um verðlag helstu útflutningsafurða landsins hafa því batnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Spáð er að útflutningur vöru og þjónustu aukist um 1½% á þessu og næsta ári. Lágt raungengi og alþjóðlegur efnahagsbati ættu að ýta undir töluverðan vöxt útflutnings á árunum 2011 til 2012. Framan af má að mestu rekja þann vöxt sem spáð er til vaxtar annars útflutnings en álframleiðslu og sjávarafurða. T.d. er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi nokkuð. Á árinu 2012 bætist við aukinn álútflutningur. Spáð er 4% vexti útflutnings árið 2011 og 6% vexti árið 2012. Breyting frá fyrra ári (%) nema annað sé tekið fram1 2009 2010 2011 2012 Útflutningur vöru og þjónustu 1,3 (-1,8) 1,4 (0,4) 3,9 (2,7) 5,9 Útflutningsframleiðsla sjávarafurða -2,0 (-1,0) -5,0 (-4,0) 0,0 (0,0) 0,0 Útflutningsframleiðsla stóriðju 4,7 (3,5) 2,3 (1,8) 3,0 (3,0) 11,7 Verð sjávarafurða í erlendri mynt -10,3 (-12,6) 2,5 (2,8) 2,5 (2,0) 1,4 Verð áls í USD2 -36,2 (-38,7) 22,2 (11,5) 7,2 (4,5) 4,4 Verð eldsneytis í USD3 -37,7 (-37,8) 21,6 (23,0) 5,1 (4,8) 3,6 Viðskiptakjör vöru og þjónustu -7,3 (-10,2) 5,1 (3,2) 0,9 (0,2) 0,0 Verðbólga í helstu viðskiptalöndum4 0,3 (-0,3) 1,3 (0,9) 1,7 (1,7) 1,9 Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum 5 -3,6 (-3,8) 1,3 (0,2) 2,2 (2,1) 2,6 Skammtímavextir í helstu viðskiptalöndum (%)6 1,2 (1,2) 0,5 (0,6) 1,0 (1,2) 2,5 1. Tölur í svigum eru spá sem birt var í Peningamálum 2009/3. 2. Spá byggð á framvirku álverði og spám greiningaraðila. 3. Spá byggð á framvirku eldsneytisverði. 4. Spá frá Consensus Forecasts. 5. Spá frá Consensus Forecasts. 6. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Seðlabanki Íslands. Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur fyrir þróun ytri skilyrða Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Janúar 2000 = 100 Mynd II-16 Útflutningsverð Íslands og gengisvísitala Janúar 2000 - ágúst 2009 Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng Útflutningsverð (ál og sjávarafurðir í ISK) 80 100 120 140 160 180 200 220 240 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04 ‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd II-17 Þróun útflutnings og framlag helstu undirliða hans 2000-20121 Útflutningur vöru og þjónustu Annar útflutningur Ál Sjávarafurðir -5 0 5 10 15 20 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.