Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 27 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Samdráttur landsframleiðslu hefur reynst nokkru minni það sem af er ári en spá Seðlabankans frá því í ágúst gerði ráð fyrir. Viðnámsþróttur heimila hefur verið meiri og einkaneysla haldið velli vonum framar. Heimsbúskapurinn er sömuleiðis smám saman að sækja í sig veðrið og útflutningur hefur verið sterkari en áætlað var. Harkaleg aðlögun á sér engu að síður stað í þjóðarbúskapnum sem birtist í verulegum samdrætti eftirspurnar, minni framleiðslu og viðleitni innlendra aðila til að vinda ofan af stækkun efnahagsreikninga sem átti sér stað fyrir hrun. Gert er ráð fyrir að efnahagsbati hefjist á fyrsta fjórðungi næsta árs og allnokkrum hagvexti er spáð á árunum 2011 og 2012. Horfur í þjóðarbúskapnum eru þó háðar mikilli óvissu.1 Aðlögun í þjóðarbúskapnum birtist í smækkun efnahagsreikninga ... Vantraust á viðskiptabönkunum og íslensku efnahagslífi leiddi til snarpr ar lækkunar á gengi krónunnar í upphafi árs í fyrra. Gengis- lækkunin hrinti af stað aðlögun í þjóðarbúskapnum sem enn er ekki lokið. Hrun bankakerfisins og áframhaldandi gengislækkun krónunnar um haustið herti á aðlögun eftirspurnar og framleiðslu og hratt af stað mikilli uppstokkun efnahagsreikninga. Efnahagur heimila, fyrirtækja og hins opinbera hefur orðið fyrir miklum búsifjum. Mikil uppstokkun efnahagsreikninga á sér því stað með endurskipulagningu skulda og sölu eigna. Aðlögun efnahags- reikninga af þessu tagi á sér nú stað víða um heim, einkum í löndum þar sem eigna- og lánsfjárbólur hafa sprungið. Hún er að líkindum róttækari hér á landi en víðast hvar annars staðar, enda skuldir heimila og fyrirtækja hlutfallslega meiri, skuldsetning í erlendum gjaldmiðlum útbreidd og gengislækkunin meiri. Framlag peningastefnunnar við þessar aðstæður er að skapa svigrúm fyrir endurskipulagningu efnahagsreikninga með því að verja heimili og fyrirtæki frekara áfalli af völdum óstöðugs gengis krónunn- ar. Reynsla annarra landa sem hafa gengið í gegnum kerfislægar fjár- málakreppur sýnir að aðlögun af þessu tagi er oft tímafrek. Endurreisn bankakerfisins er þó vel á veg komin og forsendur að skapast fyrir því að endurskipulagning skulda komist á fullt skrið. ... verulegum samdrætti eftirspurnar ... Innlend eftirspurn hefur að verulegu leyti aðlagast lægri tekjum. Lánsfjárskortur hefur dregið úr getu innlendra aðila til að fjármagna neyslu og fjárfestingu. Spáð er að innlend eftirspurn nái lágmarki í upphafi næsta árs og hafi þá minnkað um þriðjung frá því að hún náði hámarki á fjórða fjórðungi ársins 2006. Aukin eftirspurn í góðærinu byggðist á örum vexti ráðstöfunartekna og greiðu aðgengi að lánsfé. Mikið framboð lánsfjár átti að miklu leyti rætur að rekja til verulegs innstreymis erlends fjármagns, þar sem innlendir bankar gegndu lykil- hlutverki. Hlutur innlendrar eftirspurnar í landsframleiðslu var langt yfir sögulegu meðaltali (sjá mynd IV-3). Raungengi var einnig langt 1. Ítarlegra talnaefni um þjóðhagsspána er að finna í Viðauka 1 á bls. 51. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-1 Hagvöxtur og framlag undirliða 2000-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 ‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Hagvöxtur Mynd IV-2 Skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera 1998-20081 1. Skuldir heimila og fyrirtækja eru við lánakerfið en skuldir hins opinbera eru heildartölur. Gildi fyrir skuldir heimila og fyrirtækja árið 2008 miðast við september 2008. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Heimili Fyrirtæki Hið opinbera 0 50 100 150 200 250 300 350 400 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Skyggðu svæðin sýna tímabil þar sem framleiðsluslaki er fyrir hendi skv. mati Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd IV-3 Hlutfall einkaneyslu, fjármunamyndunar og þjóðarútgjalda af VLF 1991-20121 Frávik frá meðaltali 1970-2007 Þjóðarútgjöld Fjármunamyndun Einkaneysla -20 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 ´11´09´07´05´03´01´99´97´95´93´91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.