Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 34
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 34 1. Aðeins er lækkað um þetta hlutfall þegar fasteignir eru notaðar sem greiðsla. 2. Fasteignaskrá reiknar einungis verðvísitölu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, en Hag- stof an reiknar verðvísitölu fyrir allt landið. Til að hægt sé að bera saman sambærilega hluti er aðeins birt verð á íbúðum í fjölbýli og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Helsti munur á aðferðafræði þessara tveggja stofnana er að þau tímabil sem miðað er við eru mislöng og meðferð þeirra á maka- skiptasamningum er ólík. Hagstofan notar kaupsamninga þriggja mánaða við útreikninga sína en Fasteignaskrá notar samninga hvers mánaðar. Bæði Fasteignaskrá og Hagstofan skipta húsnæði niður í fl eiri stærðarfl okka en birtir eru og gilda ákveðnar reglur um lág- marksfjölda samninga í hverjum fl okki. Að undanförnu hefur þurft að lengja viðmiðunartímabilið við útreikning beggja vísitalnanna til að ná lágmarksfjölda samninga á viðmiðunartímabilinu vegna lítillar veltu á húsnæðismarkaði. Við útreikning á vísitölu Fasteignaskrár er litið fram hjá maka- skiptasamningum, en hlutfall þeirra hefur verið á bilinu 30%-50% af heildarveltu á húsnæðismarkaði undanfarna mánuði líkt og sjá má á mynd 2. Vísitala Hagstofunnar notar hins vegar þessa samn- inga í útreikningum sínum, en lækkar verð fasteignanna um ákveðið hlutfall sem miðast við verðbólgu að viðbættum vöxtum á viðbót- arlánum bankanna, þegar núvirði samningsins er reiknað.1 Þetta hlutfall hefur lækkað á undanförnum mánuðum vegna minni verð- bólgu og lækkunar vaxta. Ljóst er að hvorug aðferðin er gallalaus. Færa má rök fyrir því að verðbreytingar komi fram með minni töf í vísitölu Hagstof- unnar á tímum sem þessum, þar sem sjaldnar þarf að byggja á eldri samningum við útreikningana vegna lengra viðmiðunartímabils. Að því er varðar meðferð makaskiptasamninga má færa rök fyrir því að með því að undanskilja þá, eins og Fasteignaskrá gerir, sé litið fram hjá stórum hluta þeirrar veltu sem hefur verið á markaði að undanförnu. Á móti kemur að hátt hlutfall makaskiptasamninga í viðskiptum á húsnæðismarkaði gæti hafa leitt til van- eða ofmats á lækkun húsnæðisverðs í vísitölu Hagstofunnar ef það hlutfall sem virði þeirra samninga er leiðrétt með hefur verið ranglega metið. Hægt er að færa rök fyrir því að verðleiðrétting Hagstofunnar hafi þróast í öfuga átt við markaðinn undanfarið. Ef til vill hefði átt að leiðrétta makaskiptasamninga minna í upphafi lækkunarferlisins en meira eftir því sem húsnæðisverð hefur lækkað. Samanburður á vísitölum Fasteignaskrár og Hagstofunnar sem sýna verðþróun fasteigna á höfuðborgarsvæðinu sést á mynd 3.2 Þar má sjá að þróunin getur verið mismunandi milli einstakra mán- aða vegna mismunandi aðferðafræði við útreikninga en þróunin er mikið til hin sama til lengri tíma litið. Sem dæmi má nefna að vísitala Fasteignaskrár sýnir 12% lækkun nafnverðs húsnæðis á höfuðborg- arsvæðinu frá því að það náði hámarki samkvæmt henni í janúar 2008. Vísitala Hagstofunnar sýnir 13% lækkun nafnverðs húsnæðis á landinu síðan það náði hámarki samkvæmt þeirra útreikningum í mars 2008. Einnig má benda á að samanburður á vísitölu Hag- stofunnar fyrir landið allt og vísitölu Fasteignaskrár fyrir höfuðborg- arsvæðið sýnir nánast sömu lækkun raunverðs frá því að það náði sögulegu hámarki í október 2007 eða um þriðjung. Til skamms tíma getur því þróun þessara vísitalna verið mismunandi en þegar lang- tímaþróun þeirra er skoðuð má sjá að þær segja sömu söguna. Mynd 1 Fjöldi þinglýstra samninga á höfuðborgar- svæðinu Janúar 2003 - september 2009 Fjöldi Heimild: Fasteignaskrá Íslands. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 2009200820072006200520042003 Mynd 2 Hlutfall makaskiptasamninga af heildarveltu Júní 2006 - september 2009 % Heimild: Fasteignaskrá Íslands. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 2009200820072006 Mynd 3 Markaðsverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 3 mánaða hreyfanleg meðaltöl 12 mánaða %-breyting Fjölbýli skv. Hagstofu Sérbýli skv. Hagstofu Fjölbýli skv. Fasteignaskrá Sérbýli skv. Fasteignaskrá -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 2009200820072006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.