Peningamál - 01.11.2009, Side 8

Peningamál - 01.11.2009, Side 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 8 engin viðskipti færu fram á millibankamarkaði notfærðu bankarnir sér mjög rúma lausafjárstöðu til þess að lækka skammtímafjármögn- unarkostnað sinn. Það gátu þeir gert með því að skrá sífellt lægri tilboð í millibankaviðskipti án þess að þurfa að eiga raunveruleg viðskipti á þeim vöxtum, enda var engin þörf á lausafé hjá hverjum og einum og samkeppni milli bankanna um laust fé nær engin. Vegna ofangreindra aðstæðna var aðhald peningastefnunnar um tíma nokkru minna en peningastefnunefnd Seðlabankans hafði stefnt að. Því ákvað nefndin á fundi sínum í september að gefa út innstæðubréf sem ætlað er að draga umframlausafé af markaðnum. Í kjölfarið hafa skammtímavextir á markaði hækkað á ný í átt að inn- lánsvöxtum Seðlabankans. Innlánsvextir bankanna hafa hins vegar enn sem komið er ekki hækkað samsvarandi. Aðhaldsstig peningastefnunnar hamlar efnahagsbata minna en ætla mætti Þótt við núverandi aðstæður hafi innlánsvextir Seðlabankans mest áhrif á skammtímavexti á markaði og hjá innlánsstofnunum og þeir vextir séu mun lægri en veðlánavextir bankans eru nafnvextir eftir sem áður nokkuð háir. Aðhald peningastefnunnar þarf hins vegar fyrst og fremst að meta með hliðsjón af raunvöxtum, þ.e. nafnvöxtum að frádregnum verðbólguvæntingum. Tafla I-1 sýnir mat á raunvöxtum miðað við mismunandi mat á verðbólguhorfum til næsta árs. Eins og sjá má er matið mismunandi eftir því við hvaða mælikvarða á verð- bólguvæntingar er notað. Það endurspeglar óvissu sem jafnan ríkir um verðbólguhorfur. Af þeim sökum er einnig algengt að meta raunvexti miðað við núverandi verðbólgustig, eins og einnig er gert í töflunni. Á þessa ólíku mælikvarða eru raunvextir allt frá því að vera um 0% upp í það að vera rúmlega 5%. Sé tekið meðaltal allra þessara mælikvarða, fást raunvextir sem nema 2%. Það eru svipaðir raunvextir og t.d. í Austur-Evrópu og Suður-Ameríku og lægri en þeir eru að meðaltali í Asíu. Þannig eru raunstýrivextir t.d. rúmlega 4% í Brasilíu, um 2% í Tyrklandi og Ungverjalandi og u.þ.b. 1% í Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, en þessi lönd hafa oft verið borin saman við Ísland. Þetta eru jafnframt nokkru lægri raunvextir en rannsóknir hafa bent til að feli í sér hlutlausa peningastefnu, þ.e. peningastefnu sem hvorki letur né örvar efnahagslífið. Rannsóknir innan Seðlabankans benda til þess að hlutlausir raunvextir á Íslandi geti verið á bilinu 4-5%.6 Þó ber að hafa í huga að líklega hafa þessir vextir lækkað tímabundið í kjölfar fjármálakreppunnar vegna þess að sparnaðarhneigð hefur auk- ist og framleiðni fjármagns minnkað. Ekki er því útilokað að núverandi raunvextir séu nær hlutleysi en ofangreindar niðurstöður rannsókna gefa til kynna, þótt ólíklegt sé að þar skeiki miklu. Raunvaxtastigið verður hins vegar enn lægra hér á landi sé miðað við verðbólgu mælda með samræmdri verðvísitölu Evrópusambandsins, sem algengt er að 6. Sjá t.d. Ásgeir Daníelsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Ásgerður Ó. Pétursdóttir, Þorvarður T. Ólafsson, Rósa Sveinsdóttir og Þórarinn G. Pétursson (2009), ,,A quarterly macroeconomic model of the Icelandic economy. Version 2.0”, Seðlabanki Íslands Working Papers, nr. 41, og Ásgeir Daníelsson (2009), ,,QMM: A steady state version”, Seðlabanki Íslands Working Papers, væntanleg. Mynd I-8 Vextir Seðlabanka og skammtíma markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar - 4. nóvember 2009 % Vextir á veðlánum Daglánavextir á millibankamarkaði Meðalávöxtun tekinna tilboða við útgáfu ríkisvíxla1 Viðskiptareikningar Daglánavextir Vextir á 28 daga innstæðubréfum 1. Þar sem velta á eftirmarkaði með ríkisvíxla er lítil er hér eingöngu um ávöxtunarkröfu í útboðum ríkisvíxla að ræða. Heimild: Seðlabanki Íslands. 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 OSÁJJMAMFJ N Mynd I-9 Vextir Seðlabanka og viðskiptabanka Daglegar tölur 1. janúar - 4. nóvember 2009 1. Einfalt meðaltal. Vextir SPRON og nb.is eru teknir út eftir 21. mars 2009. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vextir á veðlánum Hæstu vextir peningamarkaðsreikninga1 Meðalvextir peningamarkaðsreikninga viðskiptabankanna1 Viðskiptareikningar Daglánavextir Vextir á 28 daga innstæðubréfum % 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 OSÁJJMAMFJ N Tafl a I-1 Mismunandi mat á aðhaldsstigi peningastefnunnar Innlánsvextir Seðlabankans 9,5 Aðhaldsstig peningastefnunnar m.v. 12 mán. verðbólgu núna -0,2 3 mán. árshraða árstíðarleiðréttrar verðbólgu 0,2 Verðbólguspá Seðlabankans1 2,5 Verðbólguvæntingar fyrirtækja yfi r næsta ár 5,5 Verðbólguvæntingar heimila yfi r næsta ár -0,5 Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði til eins árs2 4,5 1. Miðað við árstíðarleiðrétta ársfjórðungslega verð bólgu á ársgrundvelli (miðsett meðaltal eins fjórð ungs aftur og eins fjórðungs fram í tímann). 2. Verðbólguvæntingar til eins árs út frá mismun verð tryggða og óverðtryggða vaxtarófsins (5 daga hreyf anlegt meðaltal). Heimild: Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.