Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 12 verður aðgengilegra, sem gæti hraðað uppbyggingu stórra fjárfest- ingarverkefna hérlendis. Hagvaxtarhorfur næstu tveggja ára verða því betri, þótt á móti vegi sterkara gengi krónunnar. Gert er ráð fyrir að samdrátturinn á næsta ári verði um 1% í stað 2% í grunnspánni og að tæplega 4% hagvöxtur verði árið 2011 í stað 2%. Hagvöxtur árið 2012 er hins vegar svipaður. Verðbólga verður heldur meiri á spátím- anum, enda framleiðsluslakinn minni, en sterkara gengi krónunnar og hærri vextir vega á þar móti. Framkvæmd peningastefnunnar þarfnast sífelldrar endurskoðunar Peningastefnunefnd Seðlabankans stendur frammi fyrir vandamálum sem eiga sér fá fordæmi. Hún þarf að standa vörð um stöðugleika krónunnar með tiltölulega háum vöxtum og gjaldeyrishöftum á meðan heimili og fyrirtæki endurreisa efnahag sinn. Á hinn bóginn er þörf á að styðja við bata í efnahagslífinu í kjölfar fjármálakreppunnar með því að slaka verulega á peningalegu aðhaldi. Við mótun peningastefnu við þessar aðstæður þarf hins vegar að hafa í huga að fjármálakreppan hefur líklega leitt til þess að jafnvægis- gengi krónunnar hefur breyst.7 Eins og fjallað er um í kafla II kann tímabundið jafnvægi að hafa myndast í kjölfar fjármálakreppunnar við lægra gengi en efnahagslegar langtímaforsendur gefa tilefni til. Peningastefnan hvorki á né getur unnið gegn þessari aðlögun gengis- ins að jafnvægi. Hins vegar bendir líka margt til þess að gengi krón- unnar um þessar mundir sé lægra en hið tímabundna jafnvægisgildi. Því kann að vera rétt að beita peningastefnunni til að hraða aðlögun þess í átt að nýju jafnvægi. Um það jafnvægi ríkir reyndar mikil óvissa. Ný gögn um skuldir fyrirtækja í erlendri mynt gætu gefið vísbendingu um að færri fyrirtæki séu skuldsett í erlendri mynt án náttúrulegra gengisvarna en áður var talið (sjá kafla IV). Berskjöldun efnahags- reikninga fyrirtækja fyrir lækkun gengis krónunnar gæti því hafa verið ofmetin. Þá má ætla að hlutdeild gengisbundinna lána muni minnka á næstunni í tengslum við skuldbreytingar og nýjar lánveitingar í inn- lendum gjaldmiðli. Varðandi nýfjárfestingar, einkum í smærri fyrir- tækjum, gæti því aðhaldsstig peningastefnunnar skipt meira máli en núverandi skuldasamsetning fyrirtækja gefur til kynna. Það flækir framkvæmd peningastefnunnar að miðlun vaxta- ákvarðana um fjármálakerfið allt til vaxta á lánum til heimila og fyrir- tækja hefur bjagast í kjölfar fjármálahrunsins þar sem lánsfjármyndun og verðlagning lánsfjár hefur að stórum hluta farið úr skorðum. Í þessu umhverfi hefur peningastefnunefndin talið nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar við lækkun vaxta, til þess að geta metið áhrif eigin aðgerða á gengi krónunnar og efnahagslífið í heild. Í spám bankans er gert ráð fyrir að miðlunarferlið færist smám saman í eðlilegt horf frá og með miðju næsta ári. Sú forsenda ræðst hins vegar mjög af því hvort aðgengi að erlendum fjármálamörkuðum komist fljótlega í tiltölulega eðlilegt horf. Tefjist það ferli er hætta á að viðhalda þurfi höftum lengur og uppbygging eðlilegs fjármálakerfis sem miðlar áhrifum pen- ingastefnunnar með skilvirkum hætti út í efnahagslífið tefjist. 7. Reynsla annarra landa sem lent hafa í fjármálakreppu bendir til þess að raungengi sé mjög langan tíma að komast á það stig sem það var fyrir kreppuna. Sjá t.d. nýútgefna skýrslu Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2009, bls. 65. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-20 Verðbólga - fráviksdæmi % Grunnspá Fráviksdæmi með seinkun stóriðjufjárfestingar Fráviksdæmi með hraðari alþjóðlegum bata Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 2012201120102009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-19 Framleiðsluspenna - fráviksdæmi % Grunnspá Fráviksdæmi með seinkun stóriðjufjárfestingar Fráviksdæmi með hraðari alþjóðlegum bata -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 2012201120102009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.