Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 50

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 50 ARIMA-líkanið spáir að hún verði töluvert hærri, eða 8,4%. Spá kostnaðarlíkansins endurspeglar að lítill þrýstingur er frá vinnumarkaði nú um stundir og að gengi krónunnar hefur verið stöðugra á síðustu mánuðum en fyrr á árinu. Hins vegar lítur það fram hjá þeim þáttum sem snúa að væntingum um þróun gengis krónunnar, en breytingar í þeim geta tafið fyrir áhrifum veikara gengis krónunnar á verðbólgu. Spá ARIMA-líkansins endurspeglar hins vegar verðbólgustig mán- aðanna á undan. Þessi líkön hjálpa til við að gefa vísbendingar um verðbólguhorfur til skemmri tíma þó að hvort um sig segi sína sögu. Í grunnspánni fyrir næstu tvo ársfjórðunga er í raun tekið mið af báðum sjónarmiðum sem koma fram í spám líkananna og er gengið út frá því að meiri undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé til staðar en ætla mætti út frá kostnaðarþrýstingi. Meiri undirliggjandi verðbólga fram á mitt ár 2011 Talið er að undirliggjandi verðbólga, þ.e. verðbólga án áhrifa óbeinna skatta, verði heldur meiri fram á mitt ár 2011 en talið var í Peningamálum í ágúst sl. Þótt undirliggjandi verðbólga muni minnka heldur hægar en spáð var í ágúst, er áfram gert ráð fyrir að verðbólga hjaðni tiltölulega hratt þegar kemur fram á næsta ár. Mikill slaki hefur myndast í þjóðarbúskapnum, gert er ráð fyrir að gengi krónunnar verði tiltölulega stöðugt framan af spátímanum og horfur eru á tak- mörkuðum kostnaðarþrýstingi vegna launahækkana. Reiknað er með því að undirliggjandi verðbólga verði nálægt markmiði Seðlabankans á seinni hluta næsta árs, u.þ.b. ársfjórðungi síðar en í ágústspánni. Áfram eru horfur á að undirliggjandi verðbólga fari tímabundið niður fyrir markmiðið haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt. Í lok spá- tímans er áætlað að undirliggjandi verðbólga verði um 2%. Breyttar áætlanir um álagningu óbeinna skatta breyta horfum um mælda verðbólgu Í tengslum við áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vænta veru- legra tekjuöflunaraðgerða af hálfu hins opinbera og mun það hafa áhrif á mælda verðbólgu. Í þessari spá er þó reiknað með nokkru minni áhrifum af hækkun óbeinna skatta á verðlag en í Peningamálum í ágúst og byggist það mat á upplýsingum úr fjárlagafrumvarpi næsta árs. Áætlað er að verðlagsáhrif nýrra skattabreytinga muni nema um 1,6 prósentum sem koma fram á fyrsta fjórðungi ársins. Munurinn á undirliggjandi og mældri ársverðbólgu verður þó nokkru meiri en sem því nemur framan af árinu á meðan áhrif skattabreytinga sem kynntar voru á þessu ári eru enn inni í ársmælingunni. Samanlögð áhrif meiri undirliggjandi verðbólgu framan af spátímanum og minni verðlags- áhrifa skattahækkana eru þau að reiknað er með nokkru meiri mældri verðbólgu fram á árið 2012 en í síðustu Peningamálum. % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-10 Verðbólguspár úr ólíkum líkönum Verðbólga án skattaáhrifa PM 2009/4 ARIMA-líkan Einfalt kostnaðarlíkan 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2009 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. 2010 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-11 Verðbólga og verðhækkanir evru Breyting frá sama tíma árið áður Verðbólga án skattaáhrifa (v. ás) Gengi krónu gagnvart evru (h. ás) 0 3 6 9 12 15 18 -20 0 20 40 60 80 100 201220112010200920082007 % % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-12 Verðbólga með og án skattaáhrifa Verðbólga Verðbólga án skattaáhrifa Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 201220112010200920082007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.